Fyrsta ÓL GULLIÐ til Íslands kom í dag

Breivik_280_1196021656   Það hlaut að koma að því að Íslendingur hapaði ÓL gulli.  Það gerðist í morgun þegar norsku stelpurnar tryggðu sér, auðveldlega, ÓL gullið með 34 - 27 sigrinum yfir Rússum.  Þórir Hergeirsson er og hefur verið aðstoðarþjálfari Marit Breivik í mörg ár og á stóran þátt í velgengi norska liðsins eftir að það náði ekki að tryggja sér farseðilinn til ÓL í Aþenu 2004.

Ég hef í mörg ár talið að Marit Breivik sé einn af allra bestu þálfurum sem finnast í heiminum. Hún leiðir lið sitt ávalt með leiðsögn en ekki skömmum. Hún fókuserar alltaf á það jákvæða og ræðir aldrei neikvæðu hliðarnar við blaðamenn. Árangur hennar talar sínu máli.  Hún hefur leitt norksa liðið í 17 ár og hampað gullverðlaunum á 12 stórmótum. Það finnast fáir landsliðsþjálfarar ef nokkrir sem hafa jafn góða ferilskrá að vísa til.

http://www.youtube.com/watch?v=YAI3qlbO_9Q 

Á morgun skulum við svo öll vona að við tökum GULLIÐ einir og óstuddir og eignumst þannig fyrstu gullmedalíu Íslands á Ólympíuleikum.

Áfram Ísland


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Enda er Marit Breivik frá Þrándheimi.: )

Heidi Strand, 23.8.2008 kl. 10:38

2 identicon

ÁFRAM ÍSLAND

H .... (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 16:28

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Þetta var frábær leikur hjá þeim norsku.Kv

Halldór Jóhannsson, 25.8.2008 kl. 22:16

4 Smámynd: Dunni

Þær eru góar. Enda með Þóri Hergeirsson í teyminu

Dunni, 26.8.2008 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband