Bíblíuþýðing veldur deilum í Noregi

Gamla testamenntið er saga Gyðinganna frá ca 1000 f. Kr. Og er í upphafi að lang mestu leyti skrifað á hebresku og aðeins armensku. Nýja testamenntið er hins vegar af kristnum uppruna og skrifað í hinum ýmsu kristnu söfnuðum frá árunum um 50 til 100 e. Kr. og var skrifað á grísku Nú er sem sagt enn einu sinni byrjað að róta með þýðingu þessarar helgu bókar og nýja þýðingin á að koma út árið 2010.  Og eins og á Íslandi veldur ný Biblíuþýðing miklum deilum í konungsríkinu.  Hinir sannkristnu Norðmenn eru komnir í hár saman út af nýju þýðingunni. Það er einkum þýðing Gamla Testamenntisins sem fer fyrir brjóstið á bókstafstrúarmönnunum. Í nýrri þýðingu segir Jesaja spámaður að Jesú muni fæddur af ungri konu en ekki jómfrú.  Það þarf ekki meira til að ýfingar verði með mönnum.   Það má kannski segja að þetta sé ekkert óeðlileg viðbrögð bókstafstrúarmannanna.  Það er náttúrulega vitað mál að lang flestar jómfrúr eru ungar konur.  En það er ekki þar með sagt að allar ungar konur séu jómfrúr.  Og okkur hefur hingað til verið kennt að María, kona Jósefs, hafi verið mey er hún fæddi frelsarann.  Annars er það ekkert öruggt að Jesú hefði orðið frelsari mannkynsins ef ekki hefði komið til meyfæðingin.   Þá segir í Orðskviðum Salómons að í þýðingunni frá 1978 að Herrann refsi þeim er hann elskar.  Í nýju þýðingunni segir Salómon að Herrann áminni (getur líka þýtt ávíta) þá sem hann elskar.  Þetta finnst bókstafstrúarfólkinu líka alltof langt gengið í nútímavæðingunni.  Það er nefnilega stór munur á að refsa einhverjum eða áminna einhvern. Norska Barnastofan heldur því fram að nauðsynlegt sé að breyta þýðingunni í Orðskviðunum úr refsingu í að áminna eða ávíta.  Ástæðan er sú að nákvæmlega þetta vers Salómons hefur verið notað um allan hinn kristna heim, frá því Orðskiðirnir komu á prent, til þess að refsa börnum líkamlega með barsmíðum eða öðrum hætti.  Eins og allir vita nú eru slíkar refsingar bannaðar.  Það er meira að segja bannað að hirta börn, hvað þá slá þau leiftur snöggt með blaðavendli í höfuðið.  Svo er  það eilífðin sem menn deila um líka.  Ný þýðendurnir vilja fella út orðið eilífur og setja tími í staðinn.  Helvíti er orð sem margir vilja út úr hinni helgu bók. Umburðalyndir prestar og biskupar telja enga ástæðu að hræða fólk með helvíti. Bæði sé orðið ljótt og það bæði hræði og særi viðkvæmar sálir.  Hinir íhaldssömu er á því að með því að fella orðið út úr Biblíunni sé verið að framkvæma grundvallarbreytingar á kenningunni.  Ávinningurinn af kristinni trú er nefnilega sá að fá vist í dýrðinni á himnum meðan hinir sem ekki trúa eru vistaðir hjá Kölska, húsbóndanum í helvíti     Hér finnst biskupunum alltof langt gengið.  Sennilega fer eins um nýju þýðinguna núna eins og 1978.  Afturhaldssamir biskupar ná fram vilja sínum og engar róttækar breytingar ná fram að ganga.  Kristnir menn geta áfram refsað börnum sínum með rassskelli í drottins nafni í stað þess að tala fallega um fyrir blessuðu ungviðinu þegar það gerir eitthvað sem það á ekki að gera. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband