Þolinmæði er dyggð

Nú þegar á að fara breyta íbúðalánasjóði, að kröfum frá Evrópu, hrökkva að sjálfsögðu margir við.  Eftir áfallið sem fylgdi í kjölfarið þegar bankarnir sprungu á limminu, á húsnæðismarkaðnum og vextirnir ruku upp, er mikilvætgt að hafa gömlu góðu húsnæðisstjórnarlánin, á viðráðanlegum vöxtum, innan seilingar.

 

Banakrísan var viðbúin allt frá byrjun á húsnæðismarkaðnum. En eins og svo oft áður fengu bankanir ekki að ganga í gegum barnasjúkdómana á nákvæmlega sama hátt og laxeldisstöðvarnar á árum áður.

 

Eigendur fjármagnsins máttu ekki vera að því a bíða eftir að bakanir næðu almennilega að aðlaga sig markaðnum alveg eins og með fiskeldisstöðvarnar áður. Í stað þess að styðja bankana í nýju hlutverki sátu stjórnvöld með hendur í skauti og horfðu á vaxtasprengjuhættuna aukast.  

 

Um leið og fyrstu fiskjúkdómarnir gerðu vart við sig í eldisstöðvunum fengu fjármagnseigendur hland fyrir hjartað og heimtuðu peningana til baka. Eldisstöðvarnar fóru náttúrulega á hausinn.

 

Norðmenn voru aðeins nokkrum árum á undan okkur í fiskeldinu. Eini munurinn var að þeir höfðu þolinmæði til að leyfa atvinnugreininni að komast í gegnum barnasjúkdómana.  Í dag gefur eldisfiskur Norsurunum milljarða í kassann meðan stöðvarnar á Íslandi standa tómar og grotna niður.

 

Talið er að innan 17 ára muni fiskeldið gefa Norðmönnum jafn mikið af sér og olían gerir í dag.  

 

Þolinmæði er dyggð. Eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Blanda af græðgi og óþolinmæði lofar ekki góðu.

Heidi Strand, 20.5.2008 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband