Hæstiréttur vinur kynferðisglæpamanna

Þetta finnst mér ómerkilegur úrskurður hjá Hæstarétti. 

Enn á ný tekur Hæstiréttur Íslands upp hanskann fyrir kynferðisglæpamann.  Fórnarlöbin eru látin gjalda þess að  héraðsdómurinn vann ekki vinnuna sína.  Sauðsháttur hans kemur í veg fyrir að árásarmaðurinn sleppur við annars alltof stuttan fangelsis dóm og þarf aðeins að greiða fórnarlömbum sínum sitt hvor mánaðarlaunin.  

Þessi dómur er íslensku réttarfarai til skammar og þjoðinni til skaparaunar.  


mbl.is Hæstiréttur skilorðsbindur refsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Toggi

Ein spurning.. ertu buin að lesa dómin? Eða lastu bara greinina og drógst þinar ályktanir byggðar á því?

  Annars er dómurinn hér: http://www.haestirettur.is/domar?nr=5149

Einn dómarin skilar sérákvæði þar sem talað er um mikið misræmi í sögu móður stúlknanna og þeirra sjálfra. Hún heldur því fram að hún varð vitni af þessu en stúlkurnar segja það ekki satt.

Dómurinn er ekkert til skammar myndi ég segja, þar sem hann gerði í raun ekki mikið. Hann átti náturlega að hafa vit fyrir sér, en fólk sem er ofurölvi hugsa ekki alltaf rökrétt.

Frekar það sem er til skammar er að það leið 2 ár frá atburðinum þar til að fólkið var kallað í skyrslutöku. Þetta skeði 2002, 6 ár siðan, siðan er fólk kallað í yfirheyrslur 2004,  siðan dæmt 2008 í héraðsdómi. Hvað á einstaklingur að þurfa biða lengi með hugsanlegan dóm hangandi yfir sér útaf einhverju, sama hvað það er. 

Dómskerfið hérna þarf að fara taka sig tak.

Toggi, 8.5.2008 kl. 19:35

2 Smámynd: Dunni

Er hjartanlega sammála þér varðandi dómskerfið.  Það þarf virkilega að taka sig á.

Ég las bara greinina  í þetta sinn.  Var búinn að mynda mér skoðunárið 1998 meðferð Hæstaréttar á fórnarlömbum kynferðisafbrota.  Þá var það 12 ára gömul fötluð stúlka sem varð fyrir  misnotkun fósturföður síns sem síðar var síknaður vegna eftir að hafa verið dæmdur í héraðsdómi. Það vara verulega ógeðslegt mál.

 Dómar hæstaréttaar Íslands eru í engu samræmi við dóma annars staðar á Norðurlöndum í kynferðisbrotamálum. Því miður. 

Takk fyrir að senda mér slóðina.

Dunni, 8.5.2008 kl. 19:48

3 Smámynd: Toggi

Svo er reyndar annar dómur hjá hæstarétti í dag þar sem þeir hækka dóm fyrir nauðgun úr 18 mán í 2 ár. Svo það er ekki allt slæmt sem þeir gera.

http://www.haestirettur.is/domar?nr=5148

En alltaf erfitt með svona þar sem orð stendur gegn orði. Samkvæmt þessum dómi veit hún ekki einu sinni sjálf hvort hún hafi viljað þetta eða ekki. Nátturlega hrikalegt ef maður er ranglega dæmdur fyrir nauðgun ef þau bæði eru það dauðadrukkin að þau muna ekkert.

"Hún sagðist síðan ekki muna eftir sér fyrr en hún hefði verið á gangi með tveimur karlmönnum og næst myndi hún eftir sér þegar hún hefði verið að kasta upp inni á klósetti í ókunnugu húsi. Eftir það myndi hún ekkert fyrr en hún hefði vaknað upp nakin á dýnu á gólfinu þar sem tveir karlmenn hefðu verið yfir henni. Annar þeirra, þ.e. sá sköllótti, hefði verið með getnaðarlim sinn inni í leggöngunum á henni, en hinn, þ.e. sá feiti, hefði verið að fróa sér yfir henni. Þegar hún vaknaði hefði hún byrjað að öskra og slá og sparka og þá hefðu þeir hætt og sagt: Þetta er allt í lagi, þú vildir þetta."

Hljómar samt ekki eins og eitthvað sem flestar konu hafa gaman af, en en og aftur, þá veit maður aldrei hvernig fólk hugsar þegar það er ofurölvu, eins og sást í fyrra málinu þar sem venjulegur maður (geri ég ráð fyrir) ákvað að fara káfa á 2 börnum, þá gæti hún alveg eins hafa verið það ölvuð að hún vildi fara heim með 2 körlum.

Toggi, 8.5.2008 kl. 20:02

4 Smámynd: Dunni

Sá það. Ætla að vona að Hæstaréttur beiti ekki bara handabaksvinnubrögðum. Og veit vel að þar er margt mjög vel gert.  En það breytit ekki því að dómar í kynferðisafbrotum eru oftar en ekki gerandanum í hag miðað við önnur Norðurlönd.

Ég get aldrei afsakað ofbeldi með áfengisdrykkju.  Flestir þeirra sem fremja glæpi sína undir áhrifum áfengis vita að það er ákveðin áhætti í því að lepja það. Fólk verður bara að gera upp hug sinn fyrir fram og annaðhvort að láta mjöðin eiga sig eða taka afleiðingum drykkju sinnar.

Dunni, 8.5.2008 kl. 20:22

5 identicon

Ég hef séð í gegnum árin óréttlætið sem fylgja þessum málum. Fyrir ekki svo löngu síðan var ég að vinna með manni, af honum fara engar sérstakar sögur. Einn daginn gengur samstarfsfélagi minn að mér og tjáir mér það að þessi maður sem ég var að vinna með sé dæmdur barnaníðingur. Ég horfði á samstarfsfélaga minn í smástund og spurði " hvað hefur þú fyrir þér í því?" Hann sagðist hafa verið að tala við einn kúnnann í búðinn sem var litið á umræddann einstakling og án þess að blikka sagt "Hvað er þessi að gera hér?" "Hann er að vonna hér" sagði hann tilbaka "Þetta er dæmdur barnaníðingur" sagði kúnninn "NÚ?".

Ég varð pínu reiður fyrst en svo sagði hann mér restina af sögunni, að þessi kúnni sé frændi litlu stelpunnar sem þessi einstaklingur misnotaði.

Nú reiði mín byggðist á því að ekki benda og dæma fólk sérstaklega svona útí loftið og frá manni sem þú þekkir ekkert. Þannig ég fór að leita í málskjölum að nafni viðkomandi. Ég fann ekkert, ekki neitt. Allir þeir sem eru dæmdir kynferðisbrotamenn fá nafnið sitt afmátt í burtu úr málskjölum og í staðin er sett herra x. 

En að lokum gekk einn af okkar samstarfsfólki að honum og spurði, hvort þetta væri rétt eða rangt. hann vildi ekkert segja en athæfi hans gaf það til kynna að þetta var satt og rétt sem maðurinn hafði sagt.

Nú, ég er ekkert á móti því að hann fái að rétta líf sitt af eftir að hafa gert þetta svo framalega sem hann gerir það og það er örugglega ekki auðvelt að gera það eftir svona, sérstaklega þegar það er verið að benda á hann á hverjum degi af þeim sem þekkja til hans.

Aftur á móti er ég þeirrar skoðunnar að þegar þú brýtur á mannréttindum fólks finnst mér þú eiga vera dæmdur eftir því og að siðblindir lögfræingar fái ekki að koma nálægt því að verja svona menn. Með þeim skilaboðum sem dómari er að skila ti þeirra sem brjóta á börnum kynferðilega er passaðu þig bara betur næst skamm skamm.

Allir vilja sjá meiri og harðari refsingar gegn þessum mönnum, ég segi reynum að koma þessum dómum uppúr því að vera búðahnupl uppí það að vera mannréttindabrot af næsthæðstu gráðu, rétt fyrir neðan Morð! 

Jón Haukdal (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 21:46

6 Smámynd: Johnny Bravo

Það eru góð mánaðarlaun 400 eftir skatt,

en ég er sammála þér,

en þekki ekki málsatvik í þessu tilfelli,

en þekki marga sem kyssa eða reyna að kyssa konur og strjúka þeim aðeins eftir að samkvæmið er búið að fá sér 4glas eða meira. Kallast nú party í minni sveit.

Johnny Bravo, 8.5.2008 kl. 23:40

7 identicon

Ísland, best í heimi til að nauðga!

Hljómar illa, ég veit, en við hverju er að búast eftir áratugi af smán sem fórnalömbin hljóta úr hendi dómsstóla og laganna varða.

Ég þekki persónulega mál sem fer að verða tveggja ára gamalt. Fórnalambið 17 ára stúlka. Henni var nauðgað. Hún fór beint til löggunnar og löggan bað hana um símanúmer sem hefði hringt í þetta kvöld og lista af nöfnum fólks sem hún hafði talað við fyrir nauðgunina og þau sem hún talaði við eftir nauðgunina. Stelpan fór svo beint á slysó og gekkst undir staðlað ferli sem viðgengst við þessar aðstæður.

Enn þann dag í dag er lögregluembætti heimabæjar hennar EKKI búið að tala við eitt einasta vitni, engan á listanum hennar og GLEYMDI að skrá símtölin.

Maðurinn leikur lausum hala eins og ekkert hafi í skorist enda veit hann vel að það er í góðu lagi að nauðga börnum á Íslandi.

Þetta er ógeðslegt.

Henni líður eins og dómskerfinu og lögreglunni sé sama um hana. Við henni er bökum snúið. En þarna kristallast það, kerfið er ekkert annað en köld, lífvana andlitslaus vél sem rekin er af fólki sem hefur jú tilfinningar, en bara í sínum eigin heimgarði. Vonandi hljóta þau ævarandi skömm fyrir. Ekki að ég sé trúaður en ég vona að samviskan dragi þau ofan í einhverja elda, hreinsunarelda jafnvel þar sem þau munu brenna lengi. Einn dag fyrir hvert tár sem hún hefur felt og hvert augnablik sem hún spyr sig hvort hún sé einhvers virði.

Birkir Viðarsson (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband