Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Það fer ekki á milli mála að páfinn getur brugðið fyrir sig norrænni tungu. Það hefur löngum loðað við kristindóminn að áhangendur hans séu ekki eintyngdir. Man ekki betur en að Postulasagan greini frá því, í 2. kafla, að skömmu eftir upprisu frelsarans hafi læriveinarnir tekið að tala framandi tungum. Vantrúuð vitni héldu að þeir væru druknir. En svo var víst alls ekki. Þeir voru bara fullir af heilögum anda sem bauð þiem að mæla á mörgum framandi tungum.
Ekki fer neinum sögum af því að lýðurinn hafi talað saman á íslensku. Engu að síður er gaman að því að páfarnir skuli nú vera farnir að senda heilagar kveðjur til okkar á kæra móðurmálinu sem er það eina sem greinir okkur frá frá öllum öðrum þjóðum.
Lofaður veri páfnn.
Páfi sagði Gleðileg jól" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.12.2008 | 17:43 (breytt kl. 20:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Gleðilega hátíð.
Vaknaði tiltölulega snemma í morgun, kl 10:23. Reif mig framúr og setti kaffið yfir sem síðan lagaði sig sjálft meðan ég þreif mig.
Að þrifnaðinum loknum kveikti ég upp í arninum og settist í stólinn minn og opnaði eina jólabókina, Suggamyndir úr ferðalgi, eftir Óskar Árna Óskarsson. Það er skemmst frá því að segja að ég stóð ekki upp úr stólnum aftur, nema einu sinni til að bæta bjarkarbútum á bálið í arninum og hugsa örlítið til fólksins sem ég var að lesa um, fyrr en ég hafði lokið lestri bókarinnar.
Það er nokkuð ljóst að svo lengi sem ég dreg lífsandan mun þessi bók aldrei liggja langt undan. Skuggamyndirnar eru einstaklega vel og fallega skrifaðar. Nálægð höfundarins, virðing og væntumþykja á persónunum er svo einstök að maður verður hvað eftir annað snortinn af lestrinum. Búskapar og lifnaðarhættir fólks á fyrri hluta síðustu aldar standa manni ljóslifandi fyrir sjónum.
Skuggamydir úr ferðalagi er ein af bestu bókum sem ég hef lesið. Mér þykir það ekkert verra að höfundurinn er frændi skáldsins sem orti annað af kvæðunum sem ég held mest upp á af þeim sem ég hef lært, "Þá var ég ungur". Enda fór það svo að þegar ég lauk lestrinum og stóð upp gekk ég beint að borðstofuborðinu, þar sem koníaksflaskan stóð frá kvöldinu áður, og helti mér í glas og skálaði við bókina og höfundin sem á heima hinu megin við Atlandshafið.
Bloggar | 25.12.2008 | 14:27 (breytt kl. 14:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það kemur engum á óvart sem þekkir Heiðar Helguson að hann skuli spila sig inn í lið vikunnar eftir að hafa verið sveltur á bekknum hjá Bolton mánuðum saman. Heiðar hefur allt sem Englendingar óska hjá knattspsyrnumönnum sínum. Hann er sterkur, skilur íþróttina, og getur skorað bæði með löppunum og höfðinu. Þar fyrir utan er hann einstakur drengur. Enn í dag er hann óhemju vinsæll meðal stuðningsmanna Lilleström í Noregi þó nú séu 8 ár liðin frá því hann yfirgaf LSK til að spila með Watford.
Það verður fróðlegt að vita hvort Bolton kemur til með að selja Heiðar eða hvort stjórinn fær vitrun og nýtir sér hæfileika Dalvíkingsins til að mjaka liði sínu upp töfluna í úrvalsdeildinni.
"Heidars Army" í Lilleström er en við lýði og það er aldrei leiðinilegt að hitta hermennina úr þeim hópi og eiga við þá orð.
Heiðar í liði vikunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.12.2008 | 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þá vitum við það og höfum lært af rándýrri reynslu að Geir Hilmar Haarde, forsætisráðherra lýðveldisins, hefur engan skilning á hlutverki sínu sem leiðtogi ríkistjórnarinnar.
Allt bendir til að hann hafi fengið að vita um vonlausa stöðu bankana í júní en sagði hvorki samráðherrum sínum frá símtalinu við Davíð, sem hann reyndar man ekki efnislega og ákvað að gera nákvæmlega ekkert í málinu. Svo byrtist FORSÆTISRÁÐHERRA, stoltur í sjónvarpsviðtali og segir, "AÐGERÐARLEYSIÐ BER ÁRANGUR."
Einhvern veginn held ég að þessu frægu ummæli forsætisráðherra lýðveldisins hljóti að vera einsdæmi í veraldarsögunni um stjórnkænsku.
Ég á líka erfitt með að skilja að Árna Matt, fjármálaráðherra hafi ekki borist skýrsla AÞG þegar í júní eða seinasta í júlí. Báðir hafa þeir vitað um 0% lífslíkur bankanna en hvorugur hefur haft manndóm í sér til að gera nokkuð í málinu. Árni vildi bara "græða" á brunaútsölunni miklu sem fylgdi í kjölfar bankahrunsins.
Það er hellvíti hart þegar maður er farinn að hugsa að Darling & Brown hafi kanski haft fulla ásæðu til að vera fox-illir út í íslensku ríkisstjórnina. Þeir hefðu sennilega getað réttlætt að setja terroristalögin á Geir og Árna. En þjóðin á ekki að þurfa blæða með þeim hætti fyrir aulahátt og aðgerðarleysi sem Geir Hilmar Haarde og Árni Matthiesen eru svo stoltir af og bar svon stórkostlegan árangur sem þjóðin nú nýtur.
Seðlabankinn varaður við í júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 19.12.2008 | 06:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er hreint með ólíkindum hvað íslensk stjórnvöld velja alltaf vitlausustu leiðir hægt er að fara þegar þau þurfa að grípa til örþrifa ráða. Þetta á við um nánast allar ríksistjórnir eftir Nýsköpunarstjórnina frá miðri síðustu öld.
Meðan góðærið geisaði á Íslandi var ríkisvaldið í bullandi samkeppni á markaðnum með stórar framkvæmdir í flestum landshlutum og tugþúsundir manna í vinnu sem hefðu getað unnið hjá öðrum á hinum "frjálsa markaði" ef ríkið hefði ekki staðið í þessum framkvæmdum.
Á Norðurlöndunum hefur það tíðkast að í góðæri heldur ríkið að sér höndunum og safnar til mögru áranna. Þar af leiðandi eru þau miklu betur í stakk búin til að takast á við kreppuástandið nú en íslenska ríkið sem í stað þess að ráða fólk, sem missir atvinnuna í á hinum fjrálsa markaði, lokar ríkið líka dyrunum og í ofanálag sker það niður framlög til skólanna, m.a. Háskóla Íslands sem þýðir að við drögumst enn meira aftur úr velferðaríkjunum sem við höfum gjarnan talið okkur standa framar að flestu leyti.
Það sér hver heilvita maður að þáttaka ríkisins í kapphlaupinu um framkvæmdir á tímum góðæris er rugl. Það þarf ekki flóknari fræði en gömlu Biblíusögurnar til að sjá það. Sagan af Jósef Jakobssyni, sem hafnaði sem ráðagjafi hjá farónum í Egyptalandi og ráðlagði honum að safna korni í góðærinu til að eiga til mögru áranna, ætti ekki að vera alltof torskilin fyrir Árna Matt og Geir Harða.
Bitnar á gæðum námsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 17.12.2008 | 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er greinilegt að kartöflujólasveinarnir koma ekki frá Eskifirði. Þá væru þeir ekki aflögufærir með jarðeplin sín.
En hvað um það. Þorgerður fær kartöflu fyrir slaka frammistöðu í að koma í veg firir niðurskurð til rannsókna og menntamála. Hún á þá kartöflu fullkomlega skilið.
Annað það sem mér kemur meira á óvart varðandi Þorgerði og ekki er nefnt á karöfluregistrerið er að hún skuli, líkt og formaður hennar Geir Haarde ljúga til um hvað hún hefur sagt og hvað ekki. Reyndar virðist lýgin vera landlæg í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins því augljóst er að ekki hefur Árni Matt sagt rétt og heiðarlega frá samtölum sínum við "Oh Darling" vin sinn í Englandi.
Og nú virðist lýgin smitast meðógnarhraða út í samfélagið og hefur náð inn á ritsjórnarkontórana hjá DV. Það er öllu alvarlegra þegar ritstjórnir blaðanna eru farnar að ljúga að lýðnum heldur en þegar ráðherrar grípa til smá ósannsögli til að "leiðrétta misskilning." Í Noregi myndu ritsjórarnir vera reknir á stundinni og útgáfan stöðvuð meðan rannsókn á ritsjórninni færi fram eftir því sem norskur blaðamaður sagði mér.
Vonandi að lygapestin leggi upp laupana fyrir jól og þjóðin geti tekið á móti fagnaðarerindinu með opnum huga og trúað hverju orði er þar stendur. Þá munum við eiga friðsæl og gleðileg jól.
Þorgerður Katrín fær kartöflu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 17.12.2008 | 06:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jóhannes Karl og Heiðar á skotskónum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.12.2008 | 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú hefur Liverpool gert þrjú jafntefli í röð á Anfield, gegn Fullham, Westham og nú Hull og þar með tapað 6 stgum gegn liðum sem talin erru hvað slökust í deildinni mælt í verðmætum leikmanna. Það sér hver heilvita maður, nema lekmenn LFC, að gengur ekki.
Liðið átti skítsæmilegan fyrri hálflek gegn Hull en í seinni hálfleik var eins og liðið væri allt á rítalíni og Benni á tvöföldum skammti. Stjórinn hjá Hull hafði svör við þeim fátæklegu sóknartilburðum Liverpool sem eins og venjulega heldur boltanum rúmlega 70% af leiktímanum en skorar nánast ekki mörk. Geta þakkað Gerrard stigið í dag enda var hann eini lekmaður liðsins sem sýndi vilja til að vinna. Hull var aftur á móti óheppið að vinna ekki þar sem liðið átti að fá tvær vítaspyrnur í leiknum.
En það er enn von til þess að Liverpool leiði deildina um jólin í fyrsta sinn í 12 ár. Þá má bara Chelsea vinna.
Ef Beenni ætlar að leiða liðið til sigurs í deildinni í vor verður hann að fara að hugsa að það spila ekki öll liðin í deildinni S-Evrópufótbolta. Hann lendir alltaf í vandræðum þegar hann leikur á móti dæmigerðum "enskum liðum" sem spila stórkarlafótbolta af kröftum. Það höfum við oft séð í bikarkeppnunum þegar leikið er við neðrideildarliðin.
Fyrir leikinn í dag voru 80% líkur á að LFC yrði meistari í vor samkvæmt enskum veðbönkum nú eru líkurnar heldur minni eða 69%. Hins vegar eru líkurnar 0% ef liðið fer ekki að taka sig saman í andlitinu og vinna á Anfield. Það er ekki bara hægt að treysta á að Torres geri allt sem Gerrard ekki gerir. Svo er grundvallar atriði að fara nú að skilja að Carra karlinn heldur ekki lengur. Því miður því hann hefur viljann, er heimamaður og elskar liðið. En það er bara ekki nóg ef tmarkið er sett á titilinn.
Hull náði jöfnu gegn Liverpool á Anfield | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.12.2008 | 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Á ekki illa við í umræðunni í dag
Bloggar | 12.12.2008 | 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þá er björninn loksins að vakna. Sjálfæðisflokkurinn ætlar að taka ESB umræðuna formlega á dagskrá innan flokksis. kl 16:00 í dag. Það er nokkrum árum á eftir Samfylkingunni, sem fyrstur íslenskra sttjórnmálaflokka hóf að velta fyrir sér kostum og göllum ESB aðildar Íslands. Vinstri grænir hafa einnig hafið umræðuna nýlega innan síns flokks en með öðrum formerkjum en Sf.
Það neyðarlega fyrir Sjálfstæðisflokkinn er að hann er ekki lengur björninn í íslenska flokkakerfinu heldur aðeins húni á fermingaraldri. Svo er annað áhyggjuefni fyrir flokkinn og það eru geðsveiflurnar í Seðlabankastjóanum. Hvaða hótanir ætli sá komi fram með um helgina. Ljóst er að hann sefu ekki rólegur þeagar hann er að verða undir neð alla sína hugmyndafræði í flokknum sem hann leiddi tiglæstra sgra meðan engin gerði athugasemdir við einræði hans.
Starf Evrópunefndar Sjálfstæðisflokks hefst formlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.12.2008 | 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar