Í tísku að ljúga

Það er greinilegt að kartöflujólasveinarnir koma ekki frá Eskifirði.  Þá væru þeir ekki aflögufærir með jarðeplin sín.

 

En hvað um það.  Þorgerður fær kartöflu fyrir slaka frammistöðu í að koma í veg firir niðurskurð til rannsókna og menntamála.  Hún á þá kartöflu fullkomlega skilið. 

Annað það sem mér kemur meira á óvart varðandi Þorgerði og ekki er nefnt á karöfluregistrerið er að hún skuli, líkt og formaður hennar Geir Haarde ljúga til um hvað hún hefur sagt og hvað ekki.  Reyndar virðist lýgin vera landlæg í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins því augljóst er að ekki hefur Árni Matt sagt rétt og heiðarlega frá samtölum sínum við "Oh Darling" vin sinn í Englandi.

Og nú virðist lýgin smitast meðógnarhraða út í samfélagið og hefur náð inn á ritsjórnarkontórana hjá DV.  Það er öllu alvarlegra þegar ritstjórnir blaðanna eru farnar að ljúga að lýðnum heldur en þegar ráðherrar grípa til smá ósannsögli til að "leiðrétta misskilning." Í Noregi myndu ritsjórarnir vera reknir á stundinni og útgáfan stöðvuð meðan rannsókn á ritsjórninni færi fram eftir því sem norskur blaðamaður sagði mér.  

Vonandi að lygapestin leggi upp laupana fyrir jól og þjóðin geti tekið á móti fagnaðarerindinu með opnum huga og trúað hverju orði er þar stendur.  Þá munum við eiga friðsæl og gleðileg jól.   


mbl.is Þorgerður Katrín fær kartöflu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband