Gott framtak hjá Bubba og EGÓ-inu að troða upp fyrir góðan málstað. Með þessari upptroðslu stimplar Bubbi hressilega inn á upphafsreitin aftur. Að rokka fyrir alþýðuna. Sagan sýnir okkur að rokktónlistarmennirnir hafa oftast verið í fylkingarbrjósti þegar almúginn hefur þurft að sigrast á óréttlæti og ofbeldi. Þeir hafa líka verið í fararbroddi þegar hungruð heimi hefur verið hjálpað eða fátækum sjúklingum útveguð lyf og legupláss.
Bubbi varð sjálfur fyrir barðinu á útrásarvíkingunum og veit því að eigin raun hve þungt höggið getur verið. Það sem Bubbi hefur fram yfir marga aðra er að kunna að koma boðskap sínum á framfæri. Þess vegna er hann frábær liðsmaður í baráttuna gegn spillingunni sem viðgengist hefur í skjóli nýfrjálshyggjunnar. Hann hefur örugglega ekki smekki fyrir að horfa aðgerðarlaus upp á embættis og stjórnmálamennina sem firra sig allri ábyrgð af verkum sínum, sitja í öruggu skjóli valda sinna og hafa ekki ráð á að semja um niðurskurð á margföldum ofureftirlaunum sínum.
Meðan almenningur þarf að sætta sig við lífeyrisgriðslur upp taldar í þúsundum sitja fyrrum ráðherrar og bankastjórar og str´júka á sér ístruna meðan lýfeyrisgreiðslur taldar í milljónum streyma inn á bankareikninga þeirra. Þetta er hið "réttláta" þjóðfélag sem þeir hafa búið okkur.
Ætla menn að halda áfram að láta þetta yfir sig ganga.
Bubbi mótmælir við Seðlabankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 10.2.2009 | 11:33 (breytt kl. 11:35) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Athugasemdir
Ég mætti við seðlabankann í gær, beint úr vinnunni. Einhver vingjarnlegur maður kom og lánaði mér steikarpönnu og sleif. Þá fann ég að eirnahlífar eru nauðsynlegar. Ég ætla að mæta aftur á morgun, með eitthvað til að slá taktinn.
Ég held að þeir sem aldrei hafa tekið þátt í mótmælum muni fyrr eða síðar fá samviskubit, því að þetta er í þágu okkar allra, líka þeirra sem heima sitja. Það er ekki gott fyrir sálina að láta aðra vinna verkin fyrir sig og hirða ávinninginn fyrirhafnarlaust.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 11:59
Bubbi á gott með að orða hlutina og setja orðin við laglínu sem gott er að syngja og þægilegt að muna. Hann er mikill listamaður og mannvinur.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.2.2009 kl. 14:11
Bubbi er góður.
Dunni, 11.2.2009 kl. 06:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.