Þorgerður Katrín frelsinu fegin

Skil vel að Þorgerður Katriín sé frelsin fegin eftir að hafa setið i lamaðri ríksistjórn undir forsæti síns eignin formanns.  Verlag ríkistjórnarinnar hefur örugglega ekki verið henni að skapi og erfitt að horfa uppá forsætisráðherrann í gíslingu Seðlabankastjóra.

Davíð Oddson reyndi marg oft að skipta sér að segja ríkistjórninni fyrir verkum eftir að efnahagskerfirð sem hann sjálfur innleiddi yfir þjóðina hrundi til grunna með þekktum afleiðingum.  Geir gerði lítið sem ekkert til að þagga niður í Davíð en það gerði Þorgerður Katrín sem sagði Seðlabanakstjóranum að skipta sér ekki af stjórnmálum en sinna starfi sínu í staðinn.  Nokkuð sem hann hefur ekki gert þó svo Geir hafi þakkað honum góð störf.

Það er lítill vafi á því að af þingliði Sjálfstæðisflokksins er Þorgerður Katrín lang vænlegust til að byggja flokkinn upp aftur viðskilnað Davíðs og Geirs.  Flokkurinn, ásamt Framsókn, verður að þvo spillingarstimpilinn af andliti sínu áður en þeim verður treyst til að taka þátt í endurreisninni.

Annars var stílli yfir kerlingunum er þær höfðu lyklaskipti í kvöld. Fór ekki á milli mála að þar var virðing og vinskapur í hávegum hafður enda tvær af glæsilegustu þingmönnum þjóðarinnar.


mbl.is „Farin út í frelsið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er örugglega gott fyrir ÞKG að fá frí frá stjórnarsetu. Er sammála þér með að hún er tilvalinn næsti formaður flokksins, en þá má ekki gleyma erfðaprinsi sem nú er kominn í framboð, Bjarna Benediktssyni sem er sonur Benediksts Sveinssonar "stjórnarformanns Íslands"

Bjarni er líka svo vel ættaður, af Engeyjarættinni sem hefur víst löngum ráðið því sem hún vill í flokknum. 

Dagurinn í dag er afar merkilegur fyrir margra hluta sakir eins og kom fram á blaðamannafundi með nýju stjórninni. Svo eru í dag 105 ár frá því fyrsti íslenski ráðherrann tók við embætti. Hannes Hafstein var fyrsti ráðherra Heimastjórnarinnar og tók við embætti 1. febr. 1904.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.2.2009 kl. 22:48

2 Smámynd: Dunni

Þetta er sannarlega sögulgur dagur.   Ég held að ætterni Bjarna geri hann minna aðlaðandi sem formann flokksins.  Einfaldlega vegna þess að hann er tengdur inn í ættarsamfélagið sem gerði Sjálfstæðisflokkinn að hagsmunasamtökum eigendafélgasins en ekki að stjórmálaflokki.  Kolkrabbi spillinggarinnar vefur öngum sínum um Bjarna þó hann hafi sjálfur hvergi nærri komið.

Dunni, 1.2.2009 kl. 23:25

3 identicon

Þorgerður Katrín var SPILLTUR ráðherra- ekki gleyma því !!

Maðurinn hennar fékk margra milljonaskuldir afskrifaðar og það getur enginn reynt að ljúga því að hún hafi ekki vitað af því og samþykkt.

Hún hefur eflaust líka hjálpað honum að komast í stöðu framkvæmdastjóra Kaupþings, með hjálp fjölskyldu- og einkavinavæðingastefnu Sjálfstæðisflokksins. 

Svona fólk vill ég og mínir ekki í ríkistjórn- ALDREI AFTUR !

Útrýmum gullfiskaminni - aldrei aftur SJALLAR !!!

elin (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Af mbl.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband