Guðjón Arnar málefnalegur að vanda

Guðjón Arnar Kristjánsson segir að í verkefnaskrá nýrrar ríkistjórnar séu áform sem FF geti tekið undir.  Auðvitað eru mörg atriði í verkefnaskránni sem allir geta stutt.  En ég á  eftir að sjá Sjálfstæðisflokkinn koma fram á jafn málefnalegan hátt og Frjálslyndir gera.

Svo eru ugglaust önnur atriði sem bæði FF og Sjálfstæðisflokki hugnast síður.  Þannig á það náttúrulega að vera.  Hinsvegar væri óðsmanns æði að setja fótinn fyrir ríkistjórnina á þeim fáu dögum sem hún kemur til með að starfa.  Og það er ekki mikil hætta á því ef marka má orð Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir sem segir að engin breyting sé í nýju verkefnaskránni frá því sem var í verkefnaskrá Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Þar af leiðir að það verður engin málefnaágreiningur milli Sjálfstæðisflokks og Jóhönnustjórnarinnar.

Orð Þorgerðar þýða raunverulega að ríkisstjórnin þarf ekkert á stuðningi Framsóknar að halda.  Þorgerður tryggir að sjálfsögðu meirihluta enda á hún stóran þátt í verkefnaskránni óbreyttu.  


mbl.is Geta tekið undir áform
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband