Það gerist ekki oft að ég verði kjaft stopp en það gerðist í gær þegar ég fékk símtal frá NRK og mér sagt að Geir Haarde hefði grreinst með illkynja æxli og hann boðað tll kosninga 9. maí. Ég gat því miður ekki kommenterað á þetta þar og þá enda staddur í íþróttasal með nemendur mína í körfubolta. Ég óska Geir góðs bata og óska honum og fjölskyldu hans alls hins besta í komandi baráttu.
Eftir því sem ég hugsa meira um ástandið í stjórnmálunum heima fjarlægist ég meir og meir þá hugmynd að mynduð verði ný stjórn, með VG og stuðningi Framsóknar. Í fyrstalagi get ég ekki hugsað mér Ögumund Jónasson í ríkisstjórn og í öðrulagi treysti ég ekki Framsókn nú frekar en fyrr. Framsóknarflokkurinn er ekki akkurat sá flokkur sem þekktastur er fyrir staðfestu og tryggð svo ekki sé talað um óspillta ásýnd.
Held að Þorgerður Katrín hafi komið með góða tillögu þegar hún sagði að best væri að núverandi ríkistjórn héldi áfram fram að kosningum en gerðu með sér nýjan stjórnarsáttmála. Þar þyrfti þá að taka á málunum með 100% meiri slagkrafti en hingað til og byrja á að hreinsa til í ríkistjórninni, Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu.
Það er að sjálfsögðu seint en ekki of seint og tvímælalaust betri kostur en að mynda minnihlutastjórn sem treysta þarf á Framsókn.
Stjórnarskipti breyta engu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Athugasemdir
Er ekki stóra hættan nú, að það er ekki hægt að laga ásýnd flokkanna??
Hvaða máli skiptir hvort það verða "ný" andlit í frontinum??
Engu. Þetta er allt svo samkrullað í vitleysunni, að það er ekki hægt að vekja tiltrú fólksins með slíkum hrókeringum.
Ingunn Guðnadóttir, 24.1.2009 kl. 11:01
Ég frábið mér líka VG og B...Sé ekki hvað betra tekur við kosningar..ef allir sömu flokkar og menn verða áfram í sínum sætum....þar verða engar breytingar því miður..við almenningur þurfum að gera innrás í flokkanna og heimta breytingar...við eigum fá að númera frambjóðendur á listanna,þeir eiga svo að hlíta því..en ekki ákveða sjálfir vilja þetta eða hitt sætið þó aðallega fyrsta..fara svo í fýlu ef þeir fá það ekki...Kveðja
Halldór Jóhannsson, 24.1.2009 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.