Góðu verkin falla ekki í skuggan.

Jóhanna Sigurðardóttir á þessi verðlaun svo sannarlega skilið.  Hvort sem maður er sammála Jóhönnu eða ekki fer ekki hjá því að fólk taki eftir að réttlætiskenndin er drifkrafturinn í öllu hennar pólitíska starfi.

Það lýsir best hug þjóðarinnar til jóhönnu að hún er lang vinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar enda sá eini sem virkilega hefur tekið málstað fórnarlamba efnahagsklúðursins.  Málið er bara að hún er kaffærð af samráðherrum sem ekki vilja segja þjóðinni hver raunveruleg staða er og halda því að sér höndunum meðan Jóhanna vill aðgerðir.

Sennilega myndu flestir ráðherrar í stöðu Jóhönnu hafa gefist upp og þagað.  Það gerir hún hins vegar ekki. Hún er eina von almennings á Íslandi um að hin raunverulegu fórnarlömb fá einhverja hjálp. Það er löngu orðið ljóst að að spillingarráðherrar Sjálfstæðisflokksin gefa skít þjóðina sem þeir eiga að þjóna. Og það í skjóli Ingibjargar Sólrúnar, formanns Jóhönnu.

Vonandi finnast fleiri Jóhönnur þegar Samfylkingin stillur upp fyrir næstu þingkosningar.


mbl.is Jóhanna fékk Rósina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jóhanna það er gott að eiga þig, vertu þú sjálf!!

lelli (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 20:12

2 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Já við þyrftum sko sannarlega á fleiri Jóhönnum að halda. Hún vinnur fyrir laununum sínum og er trú starfi sínu. Eini ráðherrann sem ég treysti og hvernig væri að setja hana yfir heilbrigðisráðuneytið líka?

ps. Er ekki bara best að Ísland verði nýtt fyllki í Noregi?

Hansína Hafsteinsdóttir, 10.1.2009 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband