Yfir 500 dauðir og 30% særðra eru börn.

Stríðið á Gaza svæðinu er orðið að einu því ógeðfeldasta í sögunni.  Og þar bera Ísraelsmenn bróðurpartinn af sökinni.

Með eyðileggingu sinni á PLO samtökum Arafats sáluga plægðu þeir akurinn fyrir fyrir illmennin í Hamas samtökunum sem hafa alltaf haft á stefnuskrá sinni að útrýma Ísrael.  Í kjölfarið girtu þeir síðan palenstínsku þjóðinna inni auk þess sem þeir plöntuðu sínum eigin landsmönnum  á svæðum Palestínumanna.  Þar fyrir utan tóku Ísraelar alla umferðarstjórnun til og frá Gaza í sínar hendur.  Engu skipti hvort Palestínufólkið átti von á matarsendingum eða læknisþjónust. Ísrelar sögðu stopp.

Afleiðingin varð eldflaugaárásir á Ísrael sem þeir svara svo með þjóðarmorði úr lofti og landi á bjargarlaust fólk.   Þessi átök hefðu aldrei átt sér stað ef Ísraelsstjórn hefði sætt sig við vinsældir Arafats og haldið áfram samningaviðræðum við hann í  stað þess að eyðileggja PLO samtökin.  Meðan þau voru og hétu höfðu þeir einhvern tilað semja við.  Ófriður verður aldrei leystur nema með viðræðum sem leiða til samninga.  Þá stöðu hafa stríðsaðilar ekki í dag.  Og þar er Ísraelsmönnum einum um kenna.

Staðreyndirnar blasa við okkur. Stór hluti fallina og særðra á Gaza eru saklaus börn og konur. Og Íslenska ríkistjórnin þegir þunnu hljóði meðan utanríkisráðherrann sá þó manndóm í því að fordæma "persónulega" aðgerðir árásaraðilana.  Geir Haarde má skammast sín fyrir frammistöðu sína í þessum hörmungum ekkert síður en fyrir aðgerðarleysið í baráttunni við kreppuna.


mbl.is Börn 30 prósent særðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband