Blekkingarvefurinn rakinn

Það er ljóst að það er ekki létt verkefni sem Skúli Eggert og hans fólk vinnur að þessar vikurnar.  Það skiptir miklu máli að vel verði unnið og til þess á Ríkisskattstjóri að fá frið.  Þegar upp verður staðið er nokkuð ljóst að skrifaður hefur verið nýr kafli í fyrirtækjasögu Íslands og það er mikilvægt að sá kafli verði svikalaus og 100% trúverðugur.

Það er löngu orðið ljóst að útlendingar hafa seilst eftir eignaraðild í íslenskum fyrirtækjum. Ekki síst í sjávarútveginum sem margir vilja halda 100% á íslenskum höndum.  Sjálfur sé ég ekkert því til fyrirstöðu að útlendingar fjárfesti í íslesnkum fyrirtækjum. Líka sjávarútveginum.  Aðal atriðið er að það sé gert á gegnsæjan og heiðarlegan hátt þannig að samfélagið fái þá skatta og gjöld sem það á rétt á.

Það þarf að koma í veg fyrir nokkrir einstaklingar geti spunnið blekkingavef til að forðast að almenningur viti hver á hvað og hvar fyrirtækin eru skráð.  Því miður hafa stjórnvöld, með hagsmunagæsluflokkin D í fylkingarbrjósti, unnið gegn því áratugum saman að halda bæði fyrirtækjum og öllum upplýsingum um fjármagnstilfærslur innan hins þrönga "prívat" hóps sem flokknuð hugnaðist að ætti Ísland. Það voru jú þessir "prívat" vinir hagsmunagæsluflokksins sem dældu peningum í flokksjóðinn þannig aðhann gæti haldið úti þeirri öflugu hagsmunagæslu sem hann gerði allt fram á þessa öld.  

Það er því mikilvægt að skýrsla Ríkisskattstjóra varpi ljósi á það umhverfi sem fyrirtækin starfa í og í kjölfarið setji Alþingi lög sem komi í veg fyrir fjármagnseigendur geti farið sínu fram með blekkingum og lygum og látið sem samfélagið sé ekki til.   

 


mbl.is Rekja eigendaflækjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband