Mikið andskoti höfðum við heppnina með okkur í kvöld

Liverpool lék einhvern sinn daprasta leik í Meistaradeildinni frá upphafi í kvöld.  Steven Gerrard var gersamlega klipptur út út leiknum af Maniche sem fylgdi honum eins og skugginn. Carragher sýndi tvisavar í leiknum það sem af honum er ætlast en að öðru leyti var hann eins búast má við af  firmaliðs miðverði hjá Kaupþingi.  Daniel Agger var okkar besti maður í kvöld. Synd að hann skuli ekki hafa kórónað frábæran leik sinn með því að skora eins og eitt eða tvö mörk úr færunum fjórum sem hann fékk. En það kemur með fleiri leikjum.

Vítaspyrnan!! Vítaspyrnudómurinn, sem bjargaði andliti okkar í kvöld, er einhver sá vitlausasti í sögu Meistaradeildarinnar.  Auðvitað átti Spánverjinn að fá aukaspyrnu og Gerrard gult spjald fyrir loftárásina á  varnarmanninn.  En sænski línuvörðurinn er, eins og ég, stuðningsmaður Liverpool og sá atvikið með þeim gleraugum.  Dómarinn dæmdi ekkert fyrr en línuvörðurinn veifaði sem á þjóðhátíðardegi væri.

Nú er ég búinn að hlusta á Svíana, sem eiga dómaratríóið, dönsku fótboltafræðingana, þá norsksu og einn þýskan og allir telja línuvörðurinnhafi verið dópaður.

En mér er alveg sama um það og þakka bara fyrir dýrmætt stigið.  Allir hafa jú rétt á að gera mistök í leik. Líka línuverðir.  Annars var dómararíóið arfa slakt. Liverpool átti að fá tvö víti áður en þeir fengu víti og Spánverjarnir áttu alla vega eitt víti skilið ef ekki tvö.  En svona er þetta stundum

En það besta við kvöldið voru úrslitin í Róm.  Getum alla vega glaðst yfir þeim ekki satt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Gott þetta með loftárásina! Álíka gáfulegur dómur og hvítþvottur Baugsmanna í íslensku dómskerfi. Lengi lifi dómarastéttin!

Björn Birgisson, 4.11.2008 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband