Phil Spector ber tvímælalaust einna hæst þegar talað er um upptökustjóra á poppplötum á síðustu öld. Ótal margir tónlistarmenn nutu hans í gegnum tíðina. Hann varð þekktur snemma á 7. áratugnum er hann starfaði með stelpusveitum eins og The Crystals þar sem hann þróaði The Wall Of Sound hljóminn. Það var meiriháttar þróun frá hinu hundleiðinlega og mjóróma "soundi" sem þá var eins á öllum plötum.
Sennilega náði Spector toppnum á ferli sínum er hann stjórnaði upptöku á langinu River Deep Mountain High með Ike & Tinu Turner. Það framlag hans er oft talað um sem best "produseraða" lag poppsögunnar.
Annar toppur á ferli hans er tvímælalaust samvinna hans með George Harrison á fyrstu eiginlegu sólóplötu Harrisons, þríburaverkinu All Things Must Pass. Sú plata er ótrúlega vel unnin í alla staði og stendur meðal bestu verka sem drengirnir í The Beatles létu eftir sig.
Þá stjórnaði Spector upptökum á vinsælustu plötu John Lennon, Imagine. Ágæt plata á sinn hátt en ekki sambærileg við bestu verk Spectors. Hann var líka með puttana í upptökunum á Let It Be, síðustu Bítlaplötunni, í óþökk George Martin. Þrátt fyrir mörg góð lög á þeirri plötu verður hún seint talið meistarastykki.
Reyndar vann Phil Spector mikið með John Lennon í gegnum tíðina. Í gegnum það samstarf vann hann einnig með þjóðverjanum Harry Nilson sem reyndi fyrir sér í tónlistarbransanum með misjöfnum árangri. Frægasta lag hans var Badfinger lagið Without You. Aannars varð Nilson mest þekktur fyrir að hafa verið með John Lennon, Ringo Starr og Keith Monn á fyellríi í heilt ár.
Nú er Phil Spektor grunaður um morð. Það er aldeilis ekki í fyrsts skipti sem hann er bendlaður við, allavega, morðhótanir en hann tók kast er þeir Lennon unnu að Imagine . Þá læsti hann sig inni með fullkláraðar upptökurnar og hótaði að skjót Lennon er hann huðist nálgast þær. Lennon gaf sig þó ekki og þá hótaði Spector að skjóta sjálfan sig. Hann lét það þó ógert.
En á næstu vikum verða örlög þessa kjexruglaða snillings ráðin. Ekki kæmi mér á óvart þó hann yrði fundinn sekur. Vona þó ekki. Nafn hans engist alltof mörgum góðum minningum til þess að maður geti hugsað sér hann í grjótinu það sem hann á ólifað.
Læt fylgja videó af The Ronetts flytja lagið Be My Baby en þar varþávrandi eiginkona Spectors, Ronnie Spector í fylkingarbrjósti.
![]() |
Réttarhöld hafin á ný yfir Spector |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 3.11.2008 | 21:06 (breytt kl. 21:14) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
-
stebbifr
-
adhdblogg
-
alla
-
adalsteinnjonsson
-
arogsid
-
pelli
-
kaffi
-
beggipopp
-
bjarnihardar
-
bokakaffid
-
gattin
-
disadora
-
fannarh
-
gislisig
-
gretaulfs
-
gretarro
-
jyderupdrottningin
-
gudrununa
-
gthg
-
hafsteinnvidar
-
heidistrand
-
hehau
-
helgigunnars
-
hermingi
-
drum
-
disdis
-
ingabaldurs
-
veland
-
jakobk
-
jonkjartansson
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonerr
-
kalli33
-
ktomm
-
loopman
-
st1300
-
7-an
-
palmig
-
krams
-
ragnarb
-
raggiraf
-
ragnar73
-
ridartfalls
-
sng
-
snorribetel
-
vefritid
-
thormar
Athugasemdir
Já, alveg var maður búinn að gleyma þessum manni. Ég man bara að einhvern tímann sagði maður sem ég var að deila við um trúmál (en ekki hvað) fyrir margt löngu, að iss, hárið á mér væri eins og á Phil Spector. Ég átti víst að verða mjög rökmóð, kirkjurækin og jafnfram leið við þetta. - En laginu man ég eftir, my, o, mine.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.11.2008 kl. 22:21
Heyrðu vinkona.
Mér hefur aldrei fundist hárið á þér neitt í líkingu við biðukolluna á Spector. Man heldur ekki eftir þér sem sérlega kirkjurækinni. Varstu nokkurntíma í sunnudagaskólanumhjá Siggu dönslu?
Dunni, 3.11.2008 kl. 22:44
Mér finnst undarlegt ad vona ad madur sem mjög líklega er snarbrjáladur og sidblindur mordingi fái ad ganga laus út á thad eitt ad hann sé godsögn í poppbransanum...hvar er samkenndin med fjölskyldu fórnarlambsins? hmmm....
Steinvala (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 08:02
Má vel vera að ég hafi verið ógreiniegur. En að sjálfsögðu vona ég Spector sé ekki morðingi. En ef hann er það þá á hann að sjálfsögðu heima í grjótinu.
Nenni ekki að svara þessu með samkenndina. Sú spurning er óþörf með öllu.
Dunni, 4.11.2008 kl. 08:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.