Geir goði og Geir góði

Fyrir 1000 æarum síðan var Geir goði einn helsti sáttasemjari íslensku þjóðarinnar. Hann var laginn við að fá deiluaðila á Alþingi til að slíðra vopn sín og sættast.

Í dag höfum við Geir góða.  Hann er vænn maður og vill þjóð sinni vel.  Honum er treystandi og það hafa útlendingar fengið með sér líka.  Vandamál Geirs góða er að hann hefur gæludýr sem stjórnar honum ógurlega.  Þetta gæludýr er svo verðmætt að það er geymt í öflugustu bankahyrslum landsins, sjálfum Seðlabankanum, svo ekkert fái því grandað.

Geir, sem gjarnan vill að þjóð hans endurheimti þá virðingu og traust sem hún hefur notið í útlöndum, hefur bundist fóstbræðralagi við gæludýr þetta.  Þó allir landsmenn og flestir mektarmenn á erlendri grund, fyrirlíti gæludýrið fyrir hroka og embættisafglöp mun Geir aldrei bregaðst fóstbræðrarlaginu er hann og gæludýrið stofnuðu til fyrir margt löngu.

Tryggð Geirs við gæludýrið hefur kostað þjóð vora hundruð milljarða til þessa. Nú veltir þjóðin fyrir sér hvort hún eigi að kasta tryggð sinni við Geir góða fyrir róða og hænast að konu nokkuri er Ingibjörg Sólrún heitir. Sú telur, eins og hagfæðingar kringlunnar, að traust Íslands verði aldrei endurvakið án þess að dýrið verði flutt úr Seðlabanka í öryggisgæslu í dýragarði þar sem það mun engum skaða getað valdið þjóð sinni.

En hvað gerir Geir góði?   Það er næu verkurinn.


mbl.is Geir skorar á íslenska auðmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tori

Bara ef lífið væri svona einfalt.

Tori, 25.10.2008 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband