Verð að segja að það er verulega ósanngjarnt að gagnrýna RÚV fyrir fréttafluttning sinn af efnahagshruninu. RÚV er eini fjölmiðillinn sem ekki er í eigu þeirra sem bæði beint og óbeint bera ábyrgð á þeim efnahagshamförum sem þjóðin gengur í gegnum þessar vikurnar og á eftir að fylgja henni langt fram eftir öldinni ef ekki öldina á enda.
Get svo sem tekið undir að Egill missti sig svolítið í viðtalinu við Jón Ásgeir. En ég held að þar hafi einfaldlega sterk réttlætiskennd hans verið yfirveguninni sterkari. Það getur komið fyrir á bestu bæjum að maður reiðist fyrir hönd þjóðar sinnar.
En það er fjarri því að Sigmar hafi gengið of langt í að spyrja Geir Haarde í Kastljósinu í gær. Ég hefði kosið að hann gengi enn harðar eftir ákveðnum svörum. Af hverju kallaði hann ekki eftir rökstuðningi forsætisráðherra við stuðningi hans við Davíð í Seðlabankanum. Þjóðin á heimtingu á að vita af hverju forsætisráðherra treystir seðlabankastjóra sem fengið hefur falleinkunn hjá fjölmörgum af fremstu hagfræðiprófessorum heims vegna vanhæfni og afglapa í starfi.
Staðreyndin er sú að Geir hefur verið meðhöndlaður með bómullarvettlingum allar götur síðan hann samþykkti að þjóðnýta Glitni og rýja þar með traust umheimsins á íslenskri efnahagstjórn. Aaf hverju er hann ekki látinn rökstyðja gerðir sínar fyrir þjóðinni. Hann veit eins vel og allir aðrir Íslendingar að okkar vandi er aðmestu heimatilbúinn. Neistinn sem tendraði kveikjuþráðinn kom að vísu frá Bandaríkjunum. En eldsmaturinn var heimafenginn.
Vona bara að RÚV-ið standi sig enn betur í harðri fréttamennsku í framtíðinni. Það er eini miðillinn sem er hlutlaus gagnvart gerendum kreppunnar.
Tryggvi Gíslason var og er mikill höfðingi. En nú sýnist mér hann eiga við sömu vandamál að stríða og Egill, sálugi, Skallagrímsson. Hann varð líka elliær og dómgreindin skertist eftir að var komin í kör að Mosfelli.
RÚV sagt kynda undir sleggjudómum og ofstæki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Af mbl.is
Íþróttir
- Hafsteinn Óli lék fyrir Grænhöfðaeyjar
- Kvaddur hjá kanadíska liðinu
- Ráðinn aðstoðarþjálfari Fjölnis
- Snýr aftur til Íslandsmeistaranna
- Tap gegn Englandi í átta marka leik
- Ósáttur hjá franska stórliðinu
- Ótrúleg VAR mistök í Þjóðadeildinni
- Enn meiðsli hjá íslenska landsliðsmanninum
- Steinlá gegn Víkingi en seldur fyrir metfé
- Áfall fyrir Liverpool-leikinn
Athugasemdir
Mér fannst Sigmar mjög góður í gær en hann fékk ekki almennileg svör frá Harde, hann hefur einhvernvegin lag á að fara undan í flæmingi í öllum viðtölum. Mér fannst Egill aðeins missa sig en samt góður að vanda, en Jón Ásgeir fær þó hálft prik fyrir að koma í þáttinn. Þú varst góður að vanda áðann i útvarpinu vinur. Bestu kveðjur.
Grétar Rögnvarsson, 23.10.2008 kl. 14:04
Var að rekast á kommentin þín á myndirnar mínar. Já Sjonni er flottur, er að fara til Kanarí í 6 vikur núna 3 ferðin á árinu hjá karli. Við vorum nú fínir með honum þar fyrir 11 árum síðan.
Grétar Rögnvarsson, 23.10.2008 kl. 14:53
Við vorum flottir þarna úti. Eyjarnar eru greinilega orðnar hans annað heimili. Er eiginlega til í að fara að endurtaka eitt Kanarý ævintýri. Kunni alltaf velvið mig þar. Kannski mest af því það var ekkert annað að gera en að borða, drekka og sofa o.s.frv.
Dunni, 23.10.2008 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.