Á morgun byrtist grein um Geir Haarde forsætisráðherra vorn í norska blaðinu VG. Greinin ber yfirskriftina "Høfding i hardt vær" sem við getum útlagt sem höfðingi í harðæri.
Í greininni verður fjallað um það hrikalega verkefni Geirs að leiða íslensku þjóðina í gegnum stórviðrið sem skall á landinum fyrir um 3 vikum og stendur enn.
Eins og allir vita er Geir hálfur Norðmaður og nýtur mikilla hylli meðal frænda sinna í Noregi ekkert síður en stuðningsmanna sina á Íslandi. Verð að segja að ég bíð spenntur eftir að skreppa niður á besnísnstöð strax í fyrramálið og fá mér eintak af VG. Hvet alla sem áhuga hafa að kíkja á netið, vg.no og lesa greinina. VG er á vissan hátt slúðurblað en er þó þekkt fyrir vönduð greinaskrif. Ég hef því fulla ástæðu til að trúa að greinin um Geir Haarde verði lesningarinnar virði.
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Athugasemdir
Það er heilmikill Norðmaður í Geir, ja hann er auðvitað alveg til hálfs. Varfærinn og forsjáll. Nokkuð sem fer í taugarnar á samlöndum hans sumum, sem telja þetta bera vott um framtaksleysi og seinagang. En til er ma´ltæki sem segir "kapp er best með forsjá".
Hann lýsir enn stuðningi við Davíð, - sem hefur þó verið Sjálfstæðisflokknum mjög óþægilegur ljár í þúfu síðan svo átti að heita að hann léti af völdum í stjórn landsins - öllu heldur gefur hann ekkert upp og segir að fara verði í gegnum málin. Davíð er búinn að gera svakalegan óskunda í þjóðlífinu, meðan mér finnst Geir hafa staðið sig eins og hetja undanfarnar vikur, sýnt mikla ró og stillingu. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta þróast.
Það er týpiskt fyrir einræðistaktana í Davíð að hann skuli ekki sjá sjálfur að honum ber að segja eftir sér eftir svona skandal á heimsvísu. Það virðist ekki duga annað en að "afhausa hann" til að hann fari frá. Synd með stjórnmálamann sem átti aðdáun margra á meðan hann var og hét.
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 13:15
Tek það fram að ég er alls enginn fylgjandi stefnu Sjálfstæðisflokksins, heldur er ég að ræða um persónuleika og karakter í seinasta kommenti.
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 13:26
Ef hæt væri að sameina Steingrím J. Sigfússon og Geir Haarde í einn mann væri ég ekki í vafa um hvað ég ætti að kjósa í næstu kosningum!
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 13:28
Það hlýtur að teljast mjög óheppilegt að helstu valdamenn þjóðarinnar hafi verið í vinfengi allt frá menntaskólaárum sínum. Flækir málin þegar kemur að því að láta þá fjúka sem hafa klúðrað málum. En það hlýtur að koma að því að slík bönd bresti, þegar þjóðinni hefur verið misboðið á þennan hátt. Ef ekki, þá á Geir Haarde ekki framtíðarvon í íslenskri pólitík (ætla ég rétt að vona!).
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 14:02
Svo ég bæti nú einu kommenti við :
Eiginkona Davíðs Oddssonar var bekkjarsystir mín í menntskóla og líkaði mér mjög vel við hana. Mér hefur þótt vænt um hana allar götur síðan, þess vegna þykir mér ákaflega sárt að sjá hvernig nú er komið fyrir eiginmanni hennar.
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 14:16
Get vel tekið undir allt sem þú skrifar hér að ofan. Varst þú í MH?
Dunni, 18.10.2008 kl. 14:20
Stúdent frá MH 1971
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 14:28
Var það ekki fyrsti hópurinn sem útskrifaðist frá MH?
Dunni, 18.10.2008 kl. 14:43
Nei, það var annar árgangurinn.
Man að vegna þess að sá fyrsti hafði verið dálítið uppivöðslusamur, þakkaði rektor okkur fyrir samveruna í útskriftarræðunni og sagði að við hefðum alla tíð verið eins og þægur litli bróðir! Samt hefur nú fullt af einstaklingum úr þessum árgangi látið til sín taka í þjóðfélaginu, en kannski frekar á hljóðlegu nótunum, frekar en með hrópum og köllum.
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 16:19
MH-gengið var alltaf svolítð áberandi og skemmtilegt. Átti góða kunningja þar á sínum tíma. Var sjálfur í Kennaraskólanum og útskrifaðsit þaðan 1973 sama ár og konan mín útskrifaðist frá MH.
Dunni, 18.10.2008 kl. 16:29
Þekktirðu ekki Matta? Við Ástríður vorum í bekk með honum.
Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.