Íslendingar betla á Rauða Torginu

Meðan hjólið virðist vera farið að snúast á ný í flestum löndum heims er það ekki svo á Íslandi sem sent hefur nefnd til að betla í Moskvu.  Þetta var tónninn í kvöldfréttatíma TV2 í Noregi í kvöld. Ekki sérlega uppörvandi en við þetta megum við búa enn um sinn og kannski í lengi.

Eitt er víst að uplýsingar sem þjóðin hefur fengið bæði frá stjórnvöldum og Seðlabanka eru afar yfirdrifnar.  Rússar kannast alla vega ekkert við að samningaviðræður séu komnar í gang heldur staðfesta að þreifingar séu í gangi Sigurður Sturla staðfestir það með því að segja að ekkert liggi fyrir.  Enn vitum við sem sagt ekkert um hvort Rússalánið verður að veruleika og ef svo verður hvað sá veruleiki kemur til með að kosta þjóðina.

Nú eru liðnar tær vikur frá því efnahagur Íslands var lagður í rúst og enn hafa stjórnvöld ekkert í hendi sem þau geta vísað í sem árangur af því "mikla" starfi sem þau hafa unnið það þessum tíma.

Ég efast ekki um að þau hafa lagt marga klukkutíma í björgunaraðgerðirnar. En nú er ég farinn að halda, eins og margir sem fjalla um krepppuna á Íslandi, hafi enn ekki fundið neina leið að lausninni.  Báturinn er á reki flatur fyrir vindi.  Það er ekki góð sjómennska. 

 


mbl.is Ekkert liggur fyrir í Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband