Alla vikuna hefur maður setið framan við sjónvarpsskjáinn til að fylgjast með blaðamannafundum Geirs og Björgvins í Iðnó. Verð að segja eins og er að allt þangað til á miðvikudag hafði ég trú á að þeir virkilega legðu sig fram um að leysa vandann og ávinna þjóðinni trúnaðartraust á ný. Eftir föstudagsfundinn er maður hálf lamaður yfir getuleysi þeirra. Forsætisáðherra gerði sig endanlega að fífli, sem betur fer á íslensku, þegar hann svaraði spurningu um hvaðan hann vænti gjaldeyris. Svarið var eins barnalegt og það frekast gatr orðið; "Frá útlöndum", sagði Geir.
Í gæt kallaði hann Helga Seljan fífl og dóna og í dag svarar hann fréttamönnum sem eru virkilega að reyna aðvinna vinnuna sína af slíkri óvirðingu. Geir hefur lært eitt og annað af Davíð.
Björgvin stendur eins og illa gerður hlutur meðan Geir talar og þegar hann kemst að svarar hann engu. Hann getur ekki einu sinni svarað því hvort hann sé sammála samflokksfólki sínu í afstöðunni til Seðlabanakastjóranna. Hvað er þessi drengur að gera á þingi. Ég sé eftir atkvæðinu mínu þegar "minn maður" fer svona með trúnaðartraustið sem maður sýnir honum. Hann verður alla vega að vera klár á því í hvaða flokki hann er og fyrir hvað sá flokkur stendur og fyrir hverju hann barðist fyrir kosningarnar.
Mér dettur ekki í hug að kenna ríkistjórn og Seðlabanka um hvernig fór fyrir bönkunum. Eigendurnir kláruðu sig alveg sjálfir með að slátra þeim. En ég kenni stjórnvöldum um að hafa ekki staðið vaktina og gripið í taumana strax þegar fyrstu viðvaranir komu.
Það eru alla vega 2 ár síðan bæði íslenskir og erlendir hagfræðigar fóru að benda á að krónan væri ekki nothæf í því viðskiptaumhverfi sem íslensku bankarnir og stóru fyrirtækin störfuðu í. Hún var þrándur í götu sem stjórn og seðlabanki gerðu ekkrt með. Þetta er staðfest í erlendu pressunni þessa dagana. m.a. N.Y.T. þar sem sagt er að ekki hafi verið hægt að hjálpa íslensku bönkunum í efnahagsvandanum vegna ónýts gjaldmiðils.
Fall krónunnar allt þetta ár ásamt aukinni verðbólgu hafa nú leitt til þess að í miðjum stormsveipnum eru allir hættir að taka við krónunni. Við getum ekki tekið út úr hraðbönkum erlendis og ekki heldur borgað með Visakortinu í búðum. Ástandið er mun verra en Geir og Björgvin héldu fram í dag.
Að minnast á gjaldmiðilisskiptingu er nánast eins og landráð í eyrum forsætisráðherra og Seðlabankastjóra því þá flyst stjórnun peningamála frá Reykjavík til Óslóar eða höfuðstöðva Seðlabanka Evrópu. Allt eftir því hvaða gjaldmiðill verður fyrir valinu.
Erlendis er talað um að Ísland sé í raun gjaldþrota. Frá Íslandi heyrði ég í dag (hátt settur embættismaður) að þjóðin væri "tæknilega gjaldþrota. Í Noregi taka menn ekki svo sterkt til orða en segja að Ísland geti orðið gjaldþrota. Þarf ekkert að endurtaka Gordon Brown frá í gær. Hans skoðun var skýr. Hverjum eigum við svo að trúa? Ég vona að um leið og um hægist, helst um helgina, verði aðdragandi hrunsins kannaður. Þá um leið á að bera fram vantraust á bæði forsætisráðherra og viðskiptaráðherra og þar með færi ónýt ríkistjórn frá völdum. Að sjálfsögðu hefði átt að reka Seðlabankastjórnina strax síðast liðinn mánudag. Það verður fyrsta skrefið í að endurreisa tiltrú annarra þjóða á Íslendingum. Þá sést allavega að við drögum einhverja til ábyrgðar.
Aðdragandi hrunsins rannsakaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Athugasemdir
Innlitskvitt....
Er sko í algjöru frettafríi yfir helgina allavega.
Knús á tig inn í góda helgi
Gudrún Hauksdótttir, 10.10.2008 kl. 20:23
Hver á að verða forsætisráðherra? Sérðu einhvern sem getur valdið því eins og málin eru?
Villi Asgeirsson, 11.10.2008 kl. 00:16
Því miður. Þá sé ég engan af nú verandi þingmönnum til að taka að sér starfið. Spurning hvort Íslendingar ættu bara að gera eins og hinar Norðurlandaþjóðirnar sem gjarnan sækja sér ráðherra út fyrir þingflokkana. Þeir reyna að finna þá hæfustu. Til að mynda er Jonas Gar Störe, utanríkisráðherra Noregs, vinsælasti ráðherrann í konungsríkinu og nýtur mikilar virðingar um heim allan fyrir störf sín.
Dunni, 11.10.2008 kl. 05:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.