Færsluflokkur: Bloggar
Nú skil ég ekki afhverju Vilhjálmur er að væla. Við höfum kysst því hvernig getur farið þegar markaðurinn fær að ráða hvernig við förum með fjármuni þjóðarinnar. Nú súpum við seyðið af því.
Ef við horfum afturábak, til þess sem Vilhjálmur hræðist, þá sjáum við að gjaldeyrisforði þjóðarinnar óx meðan honum var handstýrt. Við eignuðumst svo mikinn gjaldeyrisforða að stjórnvöldum fannst þau geta rýmkað um hömlurnar sem við flæktumst í er við ætluðum út fyrir landsteinana. Og það gekk vel lengi vel.
Svo náði nýfrjálshyggjan tökum á þjóðinni og allt var gefið frjálst. Menn gátu farið með svo mikinn gjaldeyri úr landi sem þeir gátu borið. Það nýttu margir sér og fjárfestu drjúgt erlendis. Menn gátu líka borið jafn mikinn gjaldeyri heim. En það gerðu menn bara ekki. Ísland var eki nógu stór fjárfestingakostur.
Þar með varð gjaldeyrisþurrð í Seðlabankanum sem ekki gat staðið á bak við vðskiptabankana þegar þeir þurftu á því að halda. Framhaldið þekkjum við. Við lifum í því í dag.
![]() |
Mun stórskaða viðskiptalífið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.11.2008 | 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það kemur mér ekkert á óvart að Kristinn jakobsson og aðstoðardómarar hans skuli standa sig með prýði í Meistaradeildinni. Kristinn var besti dómari Íslands fyrir 10 árum og er það örugglega örugglega enn. Sá hann því miður aldrei dæma leik í sumar en á bágt með að trúa að honum sé farið að förlast.
Vona bara að Kristinn og félagar fái fleiri spennandi verkefni í Meistaradeildinni. Góð frammistaða dómaranna okkar er ekkert síður ánægjuleg en gott gengi fótboltastrákanna okkar. Við getum verið stolt af okkar mönnum í sportinu. Það skiptir miklu máli fyrir alla þjóðina núna.
![]() |
Kristinn stóð fyrir sínu í Úkraínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 27.11.2008 | 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það væri synd að segja að Liverpool hafi sýnt stuðningsmönnum sínum góðan leik á Anfield í kvöld. Liðið var hreinlega lélegt á móti miðlungsliði frá Frakklandi. Glæsilegt mark frá Gerrard og baráttugleði Dirk Kuyt var það eina sem gladdi augað. Reyndar átti Dossena vaxandi leik eftir örvæpntingafulla innkomu. Rauði herinn gerði þó nóg til að skrapa saman 3 stigum þó glæsibraginn vantaði. Eiginlega skilur maður ekki hvað Benitez var að hugsa. Að spila 4-5-1 á troðfullum Anfield lýsir ekki miklum metnaði stjórans. Karlinn hefur gleymt að skipuleggja leikinn að þessu sinni.
Gestirnir frá frönsku hafnarborginni voru einfaldlega mun betri úti á grasinu en gestgjafarnir. Tölurnar tala sínu máli um það. 6 - 11 í skotum og 4 - 4 með skot á milli stanganna. Við getum þakkað fyrir að Marseille hefur skorað lítið af mörkum í vetur en fengið á sig mikið af mörkum. Þess vegna er LFC komið áfram.
En við getum þakkað Gerrard að LFC er öruggt áfram. Liverpool án hans er eins og Bítlarnir án John Lennon.
Bloggar | 26.11.2008 | 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það skiptir engu hvað Matti malar í Finnlandi. Hann getur trauðla talað Noreg inn í ESB. Til þess eru alltof margir Norðmenn andvígir aðild að sambandinu. Einhvern veginn kem ég ekki auga á hvernig innganga Íslands og Noregs ætti að styrkja heimsskautasvæðisins nema síður sé. Sú þróun yrði alla vega ekki Noregi og Íslandi til framdráttar.
Noregur býr við mjög sterkan efnahag. Landið hefur gjladmiðil sem nýtur virðingar seðlabanka um allan heim. Þjóðin malar svartagull af hafsbotninum, selur orku til Evrópu og eldisfisk um allan heim fyrir hærri upphæðir en allur fiskiskipafloti Íslendinga aflar í þjóðarbúið. Noregur á því flest það sem lönd Evrópusambandsins þrá að eignast en þau eiga lítið af því sem Noregur þarfnast annað en markaði fyrir útflutning sinn. Og Norsarar hafa komið sér sæmilega fyrir þar.
Öðru máli gegnir um Ísland í kreppunni. Við eigum ekkert eftir nema hugvit, handafl og vel menntað og hæft fólk. Við eium engan gjladmiðil, handóníta ríkistjórn sem stendur atvinnulífinu fyrir þrifum með heimskupörum sínum. Og svo má ekki gleyma því að við eigum meiri skuldir pr mann en í nokkru siðmenntuðu landi. Þess vegna gæti ESB-aðild hugsanlega lappað eitthvað upp á líf fólks á eyjunni okkar. Við fengjum kanski nothæfan gjaldmiðil og gætum gert einhverjar fjárhagsáætlanir og næðum kannski því markmiði allra ríkisstjórna að koma á "stöðugleika í efnahagslífinu." Við kæmumst líka bakdyramegin inn í Barentshafið með stuðningi ESB.
En ef við ætlum aftur að koma okkur á kortið sem fiskveiðiþjóð þá þurfum við að gera það í félagi við Grænlendiga, Færeyinga og Norðmenn og kannski Rússum. Með þeim Þurfum við að nýta norður Atlandshafið og gera það sem upp úr því kemur að sem mestum verðmætum.
![]() |
Telur Ísland og Noreg munu ganga í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.11.2008 | 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þó nokkuð hefur verið spilað af Bítlalögum í útvarpinu síðustu dagana. Það kemur mér samt á óvart að litið hefur verið gert úr því að ein allra besta plata hljómsveitarinnar er 40 ára um þessar mundir. The Beatles, eða Hvíta Albúmið eins og verkið var gjarnan kallað, kom út í kringum 20 nóv 1968.
Þetta verk snillinganna frá Liverpool er merkilegt fyrir margra hluta sakir. Ekki bara það að The Beatles er einhver allra besta plata 7. áratugarins heldur gerðist svo margt hjá George, Ringo, Paul og John meðan þeir unnu að verkinu. Flest lögin eru samin á Indland meðan þeir nutu handleisðlu jógans umdeilda.
Þá má geta þess að á fyrsta lagi plötunnar, Back In The USSR, leikur Ringó ekki á trommurnar. Hann hætti í hljómsveitinni og lét ekki sjá sig í stúdíóinu í 2 vikur. Það var ekki fyrr en tvílembingarnir, Lennon & McCartney, fóru á fund trymbilsins og grátbáðu hann að koma aftur að hann settist við Ludviginn og lamdi á hann aftur. Í millitíðinni settist Paul bak við tromurnar. John og Geroge voru lítið hrifnir af trommuleik bassaleikarans og því prófaði Lennon sig með kjuðana. Paul og George voru ekki sáttir við árangurinn og því sagðist Harrison ætla að koma lagi á trommuleikinn. Hinir tveir voru ekki 100% ánægðir en þó. Eftir smá pælingar var ákveðið að mixa það besta úr trommuleik þremenninganna og þannig kom það til að Paul, John og George sáu allir um trommuleikinn á Back In The USSR.
Þá var komið að Harrison að hóta því að hætta í bandinu. Hann var orðinn hundleiður á því að John og Paul lögðu alltaf aðaláhersluna á að klára sín eigin lög áður þeir gátu hugsað sér að hlusta á það sem hann hafði fram að færa. Því var það að hann einn daginn gekk hann út úr Abbey Road stúdíóinu og lét ekki sjá sig fyrr en nokkrum dögum síðar og þá með Eric Clapton með sér. Þeir tveir ætluðu að fara vinna í Harrisonlaginu, While My Guitar Gently Weeps. McCartney og Lennon ráku upp stór augu þegar ein helsta gítarhetja sögunar stóð skyndilega fyrir framan þá. Þeir hættu þegar í stað að vinna að eigin lögum og buðust til að leggja þeim lið við gítarlagið góða og Harrisonlögin voru ekki neinar afgangstærðir á Bítlaprlötunum eftir það.
Þá er loka lagið á plötu 2 dálítið spes líka. Það er Lennonlagið Good Night. Minnugur þess þegar Freddy, faðir Lennons, yfirgaf móður og son var honum engin gleði í huga þegar hann yfirgaf sjálfur konu sína, Cintyu og soninn Julian til að hefja búskap með hinni japönsku Yoko. Því samdi Lennon þetta gullfallega lag, Good Night, sem kveðju til sonar síns. En John Lennon var svo stoltur töffari að hann gat aldrei sagt, fyrirgefðu eða mér þykir þetta leiðinlegt. Þess vegna gat hann ekki hugsað sér að syngja lagið til Julan sjálfur en fékk þess í stað Ringó Starr, sem honum þótti vænna um en aðra vini á þeim tíma, til að syngja kveðjuna til drengsins. Og mér er til efs að Rngó hafi sungið annað lag betur á Bítlaplötu.
Margt fleira óvenjulegt við þessa plötu er hægt að tína til en einhversstaðar verður maður að láta staðar numið.
En ef einhver hefur áhuga fyrir að hlusta á Ringó syngja fyrir Julian Lennon þá er lagið hér fyrir neðan.
Bloggar | 26.11.2008 | 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Þar með hlýtur krafan um bankaleynd að vera horfin út í veður og vind og skilanefdirnar því skyldugar til að láta efnahagsbrotalögregluna vita. Þar með yrði væntanlega höfðað opinbert mál á hendur glæpamönnunum.
Bankaleynd getur ekki átt við lengur um þrotabú banka sem samfélagið hefur neyðst til að leysa til sín. Þjóðin og kröfuhafar eiga þessi þrotabú og þarmeð hefur hver einasti Íslendingur rétt á að vita hvernig þeir sem komu þjóðinni í þessa kreppu, í skjóli ríkistjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, hafa hegðað sér og stolið af þeim stórum hluta af sparífénu.
![]() |
Notuðu peningamarkaðssjóði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.11.2008 | 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skil ekki hvað lögreglan er að gera veður út af því þó nokkrir útsjóasamir strákar verði sér úti um kvart-milljarð með smá peningaþvætti. Þetta eru bara vasapeninigar hjá strákagreyjunum. Svona til þess að þeir geti skroppið í bíó til Dúbaí. Peningarnir hafa sjálfsagt verið þvegnir í gamalli, eða nýrri, Hoover þvottavél sem á að tryggja að þvotturinn erði pottþéttur.
Svo verður nú lögreglan að átta sig á því að hún getur ekki hneppt hvern sem er í gæsluvarðhald. Fysrt verður að skoða upprunavottorð einstaklinganna og finna út hvort verjandi er að stinga viðkomandi í fangelsi með hliðsjón af ætterni. Það er ekki hægt að breyta því þó neyðarlög hafi verið sett um bankarekstur á dögunum.
Mér finnst bara að lögreglan eigi að láta svona sniðuga stráka friði og snúa sér heldur að heimta skatt af sauðsvörtum almúganum sem hefur ekkert betra að gera við aurana sína en að lappa upp á samfélagið sem 30menningarnir klúðruðu. Það hlutverk væri líka í góðu samræmi við hugmyndir dómsmálaráðherrans um hlutverk löggunnar. Einskonar ríkisher sem siga má á sem stela kók og prins póló úr Krónunni eða 7 - 11. Það eru sko glæpamennirnir sem þarf að hafa hendur í hárinu á.
Mamma, pabbi, barnið mitt og systur mínar geta bara hert sultarólina og borgað örlítið af því sem þau nurla saman til samfélagisins. Launþegar, sérstaklega landsbyggðarfólkið sem aldrei sá neitt til góðærisins, skilur ekki hvað það er að lifa í vellystingum og hefur því ekkert við peningana að gera. Það getur skipt þeim út og fengið í staðinn skömmtunarseðla sem gilda bara í pöntunarfélaginu eða kaupfélaginu í viðkomandi þorpum.
Ég man svo vel eftir því þegar fólk kom í Pöntun í gamladaga og fékk bæði mjólk og skyr fyrir grænan miða sem réttur var yfir búðarborðið. Það voru dásamlegir tímar.
![]() |
250 milljónir milli vina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.11.2008 | 07:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá fékk Jón Magnússon enn eitt tækifærið til að hamra á flokkaflakkaranum og flokksfélaga sínum, Kristni H.
Það sem mér finnst merkilegt við afstöðu Jóns til Kristins, eftir NEI-ið við vantrauststillögunni, er að þar talar Jón þvert gegn því sem hann taldi mikilvægast sjálfur í umræðunni um vantraustið. Nefnilega að halda í heiðri stjórnarskrána og lýðræðið.
Ég man ekki betur en að alþingismönnum sé lagt það á herðar að fara eftir samvisku sinni þegar þeir taki afstöðu til mála á hinu há Alþingi. Þess vegna skil ég ekki af hverju hann skammar Kristin fyrir nákvæmlega það. Gildir ekki lýðræðið fyrir Bolungarvíkurjarlinn.
En ég er sammála Jóni að það er sorglegt þegar svo fámennur þingflokkur sem Fl er að þeir geti ekki gengið í takt. En ég get hjálpað Jóni að skilja það að þeir sem ekki hlusta á grasrót sína geta aldrei gengið í takt. Þannig hafar Frjálslyndir verið síðan Jón og félagar reyndu að ræna flokknum frá grasrót sinni.
Það er sorglegt hve flokkur með svo ágæta stefnuskrá hefur verið óheppinn með menn. Það virðist vera að Guðjón Arnar sé sá eini í þingflokknum sem stendur vörð um gildi flokksins. Grétar Mar fylgir honum svo eins og húsbóndahollur hundur og gerir sitt besta, greyið. En það er bara svo lítið sem hann ræður við að gera. Hann vantar trúverðugleika.
![]() |
Afstaða Kristins tekin fyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.11.2008 | 07:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tileinkað Davíð, Geir, Jónasi, Ingibjörgu, og öllum þeim sem gleymt hafa að við erum sjálfstætt fólk með þokkalegan góða greind.
Bloggar | 22.11.2008 | 01:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
er einn af þeim náungum sem vill að við höldum að sé minnst 8 strokka tryllitæki í pólitíkinni. Það sem hann hefur ekki áttað sig á, eða vill ekki viðurkenna, er að hann er bra 4 strokka saumavél, sem engin tekur mark á og gengur bara á tveimur þegar best lætur.
Auðvitað er vantrausttillagan bar a pólitóiskur leikur sem nær ekki í land. En Björn er heimskur maður ef hann heldur að hann bjargi æru sinni með 43 þingmannafjölda á bak við sig. Þjóðin hefur skömm á honum og það ætti hann að skilja
![]() |
Telur vantrauststillögu efla samstarf ríkisstjórnarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.11.2008 | 23:11 (breytt kl. 23:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
-
stebbifr
-
adhdblogg
-
alla
-
adalsteinnjonsson
-
arogsid
-
pelli
-
kaffi
-
beggipopp
-
bjarnihardar
-
bokakaffid
-
gattin
-
disadora
-
fannarh
-
gislisig
-
gretaulfs
-
gretarro
-
jyderupdrottningin
-
gudrununa
-
gthg
-
hafsteinnvidar
-
heidistrand
-
hehau
-
helgigunnars
-
hermingi
-
drum
-
disdis
-
ingabaldurs
-
veland
-
jakobk
-
jonkjartansson
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonerr
-
kalli33
-
ktomm
-
loopman
-
st1300
-
7-an
-
palmig
-
krams
-
ragnarb
-
raggiraf
-
ragnar73
-
ridartfalls
-
sng
-
snorribetel
-
vefritid
-
thormar
Af mbl.is
Erlent
- Segir Trump að rússnesk drónaárás hafi ekki verið mistök
- Myndskeið: Hinn grunaði flýr af vettvangi
- Bolsonaro fékk 27 ára fangelsisdóm
- Skýrasta vísbendingin um líf utan jarðarinnar
- 13.500 fangar flúðu eftir uppreisn
- Misheppnuð stefna um linkind gagnvart afbrotum
- Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun
- Danskt fyrirtæki stefnir Trump-stjórninni
- Gæsluvarðhaldið til Hæstaréttar
- Sendiherrann laug um fjöldamorð