Noregur er ekki á leið í Evrópusambandið

Það skiptir engu hvað Matti malar í Finnlandi.  Hann getur trauðla talað Noreg inn í ESB.  Til þess eru alltof margir Norðmenn andvígir aðild að sambandinu. Einhvern veginn kem ég ekki auga á hvernig innganga Íslands og Noregs ætti að styrkja heimsskautasvæðisins nema síður sé. Sú þróun yrði alla vega ekki Noregi og Íslandi til framdráttar.

Noregur býr við mjög sterkan efnahag.  Landið hefur gjladmiðil sem nýtur virðingar seðlabanka um allan heim. Þjóðin malar svartagull af hafsbotninum, selur orku til Evrópu og eldisfisk um allan heim fyrir hærri upphæðir en allur fiskiskipafloti Íslendinga aflar í þjóðarbúið.  Noregur á því flest það sem lönd Evrópusambandsins þrá að eignast en þau eiga lítið af því sem Noregur þarfnast annað en markaði fyrir útflutning sinn.  Og Norsarar hafa komið sér sæmilega fyrir þar.

Öðru máli gegnir um Ísland í kreppunni.  Við eigum ekkert eftir nema hugvit, handafl og vel menntað og hæft fólk. Við eium engan gjladmiðil, handóníta ríkistjórn sem stendur atvinnulífinu fyrir þrifum með heimskupörum sínum. Og svo má ekki gleyma því að við eigum meiri skuldir pr mann en í nokkru siðmenntuðu landi.  Þess vegna gæti ESB-aðild hugsanlega lappað eitthvað upp á líf fólks á eyjunni okkar.  Við fengjum kanski nothæfan gjaldmiðil og gætum gert einhverjar fjárhagsáætlanir og næðum kannski því markmiði allra ríkisstjórna að koma á "stöðugleika í efnahagslífinu."   Við kæmumst líka bakdyramegin inn í Barentshafið með stuðningi ESB. 

En ef við ætlum aftur að koma okkur á kortið sem fiskveiðiþjóð þá þurfum við að gera það í félagi við Grænlendiga, Færeyinga og Norðmenn og kannski  Rússum.  Með þeim Þurfum við að nýta norður Atlandshafið og gera það sem upp úr því kemur að sem mestum verðmætum.

  


mbl.is Telur Ísland og Noreg munu ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þetta er nú ekki alskostar rétt hjá þér.

við höfum sjóinn og miðin og þau eru gjöfulli en þú gerir þér grein fyrir.  Þú getur tékkað á eftirfarandi tölum á www.hagstofu.is

Við veiðum 11% af öllum heimsafla af Síld.

25% af öllu þorski sem veiddur er í heiminum.

15% af Ufsa og síðan 81% af allri loðnu sem veiðist í heiminum. 

Fannar frá Rifi, 26.11.2008 kl. 17:54

2 identicon

Það er nú mjög ofsagt að við séum skuldugri en nokkurt annað siðmenntað land.  T.d. er Japan mun skuldsettara en ísland.

Guðjón (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 18:09

3 Smámynd: Dunni

Fannar:  Sem gamall sjómaður þekki ég fiskimiðin í kringum Ísland nokkuð vel.  Hef stundað síld, þorsk, loðnu og grálúðuveiðar í þó nokkuð mörg ár.  En ég va ekkert að skrifa um fiskimiðin. Heldur hvað fiskútflutningur gefur af sér og benda á að Norðmenn selja eldisfisk, þorsk, lúðu, lax og silung, fyrir svipað verðmæti og allur fiskiskpafloti okkar dregur að landi þó fáar þjóðir veiði meira magn miðað við fólksfjölda en við.  Þá er ekki meðtalinn sá afli sem norski flotinn veiðir.

Dunni, 26.11.2008 kl. 19:44

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

nei en vildi bara benda á hversu hrikalega stór hluti okkar er í heimsaflanum. en já við höfum ekki staðið okkur sem skyldi í fiskeldi. held að það sé vegna þess að við reyndum að fara inn í laxeldið þar sem norðmenn voru lang stærstir fyrir og með framleiðslu getu sem gat skákað okkur út hvenær sem er.

áttum að einbeita okkur að öðrum tegundum. 

Fannar frá Rifi, 27.11.2008 kl. 01:30

5 Smámynd: Dunni

Við fórum aðeins á eftir Norðmönnum inn í fiskeldið.  Ég er sannfærður um að við hefðum getað orðið jafn stórir og Norðmenn þar.  Málið var að á meðan við höfðum ekki þolinmæði til að leyfa nýrri atvinnugrein að þróast og komast í gegnum barnasjúkdómana héldu Norsararnir ró sinni. Þeir fóru ekki að heimta arð fyrr en atvinnugreinin gat farið að skila arði meðan þislenskir bankar og fjárfestar gáfu greininni bara x mörg ár og svo átti að byrja að mjólka beljuna sem þá var bara veikburða kvíga.  Þess vegna fór þessi annars aðrbæra atvinnugrein á hausinn í fæðingu.

Nákvæmlega það sama gerðist með loðdýraræktunina. Hún fékk ekki þann tíma sem hún þurfti til að þróast og verða sjálfbær atvinnugrein.  Bankarnir heimtuðu sitt alltof snemma og bændurnir urðu gjaldþrota og dýrmætri þekkingu var mokað út með skítnum úr minkabúunum.

Og nú er stór hætta á að þekking og menntun á öllum sviðum hverfi úr landi enn á ný vegna vitlausra ákvarðana skammsýnna ráðamanna.

En það er rétt hjá þér að við erum mjög stórir í loðnu og síldveiðum.  Og haldi makríllin áfram að venja komu sína inn í landhelgi okkar getum við gert okkur góðan mat úr honum líka.  Kínverjar og Japanir fá hvergi nærri nóg af þeim fiski þrátt fyrir að Norðmenn hafi aukið útfltning sinn þangað um nær 200% á síðustu tveimur árum.

Dunni, 27.11.2008 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband