Er Seðlabankastjórinn brjálaður eða kanski heimskur?

Það er merkilegt að lesa viðtalið við Davíð.  Hann hótar því að snúa aftur í stjórnmálin verði hann rekinn úr bankastjórastólnum við Kalkofnsveg. Ég velti því fyrir mér hver ætti svo sem að óttast þá hótun. Nema kanski Geir Haarde.  Þarna er komin skýringin á því, með orðum bankastjórans, af hverju Geir hefur farið undan í flæmingi þegar minnst hefur verið á að hreinsa til í Seðlabankanum.  Geir er sennilega eini Íslendingurinn sem hefur eitthvað að óttast og er því skíthræddur við fyrrum formann sinn.

Það er nefnilega alveg ljóst að Davíð lætur sér ekki nægja að verða bara óbreyttur þingdáti án ráðherrastóls eða formannstitlis. Það ber hótun hans vel með sér.  Hann hefur því bara tvo kosti.  Að ryðja Geir úr vegi í Sjálfstæðisflokknum eða stofna nýjan flokk með Hannesi Hólmsteini. 

Það þarf ekki sálfræðing til að sjá að Davíð veit ekki sinn vitjunartíma.  90% þjóðarinnar vill ekkert hafa með hann að gera. Hann er aðal brennuvargurinn í kreppubrunanum núna og svo hefur hann þvælst fyrir björgunarmönnum frá fyrsta degi og gerir enn.  Seðlabankastjórinn er einfaldlega hlægilegur maður.


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðleikhúsið hættir

Nú þegar ríkið sparar og allt er skorið niður við trog, m.a. tvær gestsýningar þjóðleikhússins spyr maður sjálfan sig af hverju þjóðleikhúsinu er einfladlega ekki lokað.  Það hlýtur að spara hundruðir milljóna yfir árið að segja uppp leikhússtjóra  & leikurunum, miðasölugenginu og sætavísunum liðinu í sælgætinu og fatahenginu svo einhverjum sem mega missa sín sé sagt upp. 

Hvurn andskotan hefur þjóð í kreppu að gera við menningarmusteri eins og þjóðleikhúsið.  Þar er hvort sem er ekkert sýnt nema hádramatískir harmleikir þar sem fólki stekkur ekki bros á vör. Þvert á móti fara gestir þynglyndari heim en þeir komu í leikhúsið.  Það er nokkuð sem þjóðin þarf ekki á að halda núna.   Mörg ár síðan Kardemommubærinn og Dýrin í Hálsaskógi drógu að tugi þúsunda leikhúsgesta sem voru síðan í góðu skapi vikum saman eftir hafa séð Kasper, Jesper, Jónatan  og Soffíu frænku svo maður tali nú ekki um ljónið.  Þá kom Lilli klifurmús öllum í gott skap þegar hann spilaði með Mikka ref.

Ef fólkið vill fara í leikhús getur það gert það á kostnað ríkisins með því að kíkja inn í Alþingishúsið.  Þar standa Geir og Solla, Ögmundur og Illugi fyrir dramatíkinni.  Trúðarnir, Össur og Árni J. Grétar Mar og Valgerður þvæla svo þvílíka vitleysu að ekkert sirkusfífl kemst með tærnar þar sem þau hafa hælana í heimskupörunum.  Svo eru náttúrulega menn eins og Árni Matt og Kjartan Ólafsson gott rqannsóknarefni fyrir mannfræðinga að finna út hvaða eiginleika þeir hafi sem nýst geti þjóðinni á Alþingi.

Ef menningaraðallinn léti sér leikhúsið við Austurvöll nægja mætti spara mikla peninga og styrkja þannig setefnu ríkistjórnarinnar á Íslandi sem er þvr öfug við stefnu allra ríksstjórna í heiminum á krepputímum.  Meðan íslenska stjórnin er í samkepni við atvinnulífið á góðæristímum halda aðrar ræikisstjórnir að sér höndunum og spara í góðærinu.  Þær opna síðan kassann þegar illa árar og fara út í opinberar framkvæmdir til að halda úti atvinnulifinu eins og hægt er á krepputímum.

Við skúlum bara loka þJóðleikhúsinu og segja upp öllu starfsfólki nema húsverðinum sem hvort sem er er á lúsalaunum miðað við leikhússtjórann. Þá má loka fyrir 95% af rafmagni og hita í leikhúsinu því nog er að hafa birtu og il í húsvarðarherberginu.  Hann getur rölt um með vasaljós á eftirlitsferðunum um salina.  

Mér sýnist þetta vera fundið fé sem nota mætti í staðinn í RÚV-ið svo ekki þurfi að loka svæðisútvarpinu svo eitthvað sé nefnt.   


mbl.is Þjóðleikhúsið hættir við tvær sýningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forstjóri til fyrirmyndar

Framtak frostjórans, Hermans Ragnarssonar, í Fjölskylduhjálpinni er til fyrirmyndar og gott væri ef fleiri forstjórar með meiri fjárráð færu að dæmi hans.

Á hverju einasta ári vinnur Fjölskylduhjálpin, Hjálpræðsiherinn og fleiri stofnanir ómetanleg störf í þágu þeirra sem á tímabundinni eða langvarandi aðstoð þurfa að halda.  Alltof fá okkar höfum hugmynd um hve lífsbjörgin getur verið erfið hjá fólki sem lent hefur í vandræðum einhverra hluta vegna og því ætti hvert aflögufært mannsbarn að gera að skyldu sinni rétta þeim hjálparhönd í formi fjárframlaga eða vinnuframlags.

Ekki er ólíklegt að á Íslandi verði nú mun fleiri en áður sem erfit eiga með að gleðja börn sín og barnabörn eins og þeir hefðu gjarnan óskað sér.  Þeir verða líka fleiri sem ekkert geta veitt sér og sínum til jólanna nú.  Því þurfa fleiri að fara að dæmi Hermans og gerast liðsmenn Fjölskylduhjálparinnar eða annarra hjálparstofnanna.   Það er nefnilega rétt sem Hermann segir, "Það gerir mann að betri manni."   


mbl.is Forstjóri gerist sjálfboðaliði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð frétt í Aftenposten

Norska blaðið, Aftenposten, birti á netmiðli sínum athyglisverða frétt um ástandið á Íslandi og fólksflutningana þaðan í morgun.

Læt hér fylgja linkinn á fréttinna fyrir áhugasama. 

http://e24.no/spesial/finanskrisen/article2802939.ece

En vil þó í leiðinni benda á að grasið er ekkert fagurgrænt hér handan við hafið.  Það er líka kreppa í Noregi þó hún sé ekkert í líkingu við þá sem herjar á Ísland.   Það er erfiðara að fá vinnu hérna núna en það var fyrir 4 mánuðum. Og þeir sem eiga auðveldast með að fá vinnu eru þeir sem hafa einhverja sérmenntun, helst innan tölvubransans, sem vantar hér í konungsríkinu. 


Heskey er góður

Það var mikils vænst af Emile Heskey er hann var keyptur til Liverpool.  Það fór með hann, eins og svo marga sem Houllier keypti,  að hann passaði aldrei inn systemið hjá Fransmanninum.

En þeir sem muna Heskey hjá Leicester á síðustu öld vita hvað hann gat og nú hefur hann sýnt sína gömlu takta aftur.  Er eki alveg viss hvort hann passar inn í Liverpool í dag.  Held samt að hann gæti nýst vel þar og í  hvaða liði sem er.  En ef eitthvert lið ætti að reyna, með kjafti og klóm að komast yfir kappan er það Tottenham.  Hann hefur leikð þá svo grátt í gegnum árin að það besta sem Spurs gætu gert væri hreinlega að kaupa hann.


mbl.is Selur Wigan Heskey?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með storminn í fangið

Það höfum við upplifað áður. Og komum til með lifa það af eina ferðina enn. En nú erum við aðstöðu sem við eigum ekki skilið.  Það er ekki launþegum á Íslandi að kenna að við skuldum þúsundir milljarða út um allan heim. En hinn almenni launþegi er neyddur tilað taka á sig skuldir 29menninganna.  Annars verðum við étiin upp kröfuhöfunum.  
mbl.is Búist við stormi austan- og suðaustanlands seint í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Benítez grætur alltof mikið

Það vita allir sem una Liverpool FC að Torres hefur verið hundóheppin með meiðsli.  Og við megum ekkert við slíkum meiðslum af einum besta manni liðsins.  En það er algerlega óþolandi að knattspyrnustjórinn, Rafa Benítez, kenni alltaf einhverjum öðrum um ef leikmenn hans meiðast.  Hann hefur ekki snefil af sjálfsgagnrýni karlinn og það er mín skoðun að það er eitt ein ástæðan fyrir því að okkur hefur ekki tekist að landa TITLINUM enþá með hann við stjórnvölinn.

 TorresBenítez er að mörgu leyti frábær stjóri.  En hann klikkar af og til herfilega. Einkum þegar hann mætir svokölluðum minni spámönnum. Að tapa stigum á móti liðum eins og Wigan og vera slegnir út úr bikarkeppnunum af 2. deildarliðum er ekki fyrirgefanlegt.  Reyndar hefur liðið braggast eftir að Samuel kom aftur í þjálfarateymið.  Hann er töffari og þekkir fótboltan bæði í Englandi og á Spáni. Það er tími til kominn að Benni læri hvað enskur fótbolti er.  Hann er ekki fyrir neinar peysufatakerlingar. Torres er ekki peysufatakerling. En ég er ekki viss um Benna.

Annars er það vörumerki bæði Ferguson og Wenger að kenna öðrum um ófarir liða sinna. En við erum bara ekki vanir því hjá Liverpool.  Hvenær í ósköpunum hefði Shankly kennt öðrum um tapleik eða meiddan leikmann. Aldrei.  Við þurfumm að hafa trú á liðinu og sjá hvað það gerir rétt og hvað vitlaust. En ekki alltaf kenna öðrum um ef Torres meiðsit eða Gerrard á ekki toppleik.

Stundum held  aðBenni ætti að velja Kenny, Ian , Sammy, Tommy, Gream og Ian C. í liðið til að sýna sætabrauðsdrengjunum frá suður Evrópu hvað fótboltalífið snýst um.  Og Skippy mætti vera í hópnum líka. 

 


mbl.is Benítez kennir Spánverjum um meiðsli Torres
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilhjálmur vælir Lilja fagnar

Meðan Vilhjálmur Egilsson vælir eins og stunginn grís yfir nýja gjaldeyrisfrumvarpinu fagnar Lilja Mósesdóttir því.

Vilhjálmur vælir yfir því að frumvarpið komi til með að "stór skaða viðskiptalífið" eins og hann segir.  Áður en Villi vekur upp grátkór viðskiptalífsins ætti hann kannski að velta þeirri staðreynd fyrir sér að þetta sama viðskiptalíf sem hann segir að stór skaðist hefur skaðað íslenska þjóð meira en nokkur önnur plága síðan móðuharðindin gegnu yfir.

Lilja hefur lög að mæla þegar hún telur að skattur á gjaldeyrinn sé betri en höft.  Það er allataf hættulegt þegar einhverjar nefndir eiga að fara ráða því hverjir sleppa í gegnum nálaraugað og hverjir ekki. Þá er oft stutt í einkavinahjálpina og af henni er þessi þjóð búin að fá nóg af.

Engu að síður kemur brátt að því að velja verður um hvaða viðskiptajöfrar fá að halda áfram starfssemi sinni og hverjir ekki.  Ljóst er að margir fara á hausinn og það er engin ástæða til þess að ríkið hlaupi undir bagga með þeim öllum.  Þeir hæfustu og minnst spilltu eiga að fá hjálp hinir geta bara pakkað saman. Það finnast fleiri úti í samfélaginu sem geta rekið fyrirtæki og nú er tækifæri fyrir hugmyndaríkt og duglegt fólk á öllum aldri að "prófa eitthvað nýtt"

Áfram Íslendingar.  Burt með spillingarliðið.


mbl.is Segir lögin fagnaðarefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Power To The People

Við skulum vona að Geir Jón, hin vinsæla yfirlögga í Reykjavík, hafi rétt fyrir sér þegar hann segist ekki eiga von á byltingu. Alla vega ekki vopnaðri byltingu. 

Hitt er ljóst að þjóðin vill stökkbreytingu ef ekki byltingu.  Fólkið vill heiðarlega stjórn og trygg ríkisfjármál.  Burt með spillingarliðið, réttlæti og gagnkæma virðingu.  Það er nákvæmlega þetta sem hefur verið grundvöllur flestra þjóðbyltinga.


mbl.is Á ekki von á byltingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilsubæli á Flúðum og Saxi yfirlæknir

Hér eru góðar fréttir á ferðinni. Það sér hver heilvita maður að heilsuþorp eða heilsubæli er ákkurat það sem við þurfum í dag. 

Við höfu fyrstu sjúklingana klára sem þurfa á vit á heilsubælinu að halda.  Að sjálfsögðu á Davíð og seðlabanakstjórnin að fá fyrstu húsin í þorpinu. Þar á eftir ætti drengurinn í FME draga starfsfólk sitt með þser á staðinn áður en Geir og Ingibjörg mæta þar í félagskap Árna M, Björgvins og Björns B. sem þarf á öryggisgæsu að halda.

Saxi læknir fer svo fimum höndum um sjúklingana og sér til þess að þeir geri þjóð sinni ekki meira ógagn en þeir þegar hafa gert er þeir sleppa út.  Það ætti ekki að vera fyrr en árið 2030  ef guð lofar.


mbl.is Undirrita viljayfirlýsingu um uppbyggingu heilsuþorps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband