Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Like It This Way Hreinræktuð "kosningaperla"

Hafnfirðingar vilja sjálfsagt ekki vera neinir eftirbátar nágranna sinna í Kópavogi og Reykjavík.  Krafan er kosningar í vor og sú krafa er ekki bara eðlileg.  Hún er bráðnauðsynleg. Eftir 120 daga án mikilla aðgerða gengur ekki að láta núverandi ríkistjórn dunda sér í stjórnarráðinu til næsta vetrar eins og Geir Haarde gat hugsað sér.

Til að geta skriðið kátur og glaður í bælið er fínt að hlusta á gömlu góðu Fleetwood Mac með Daniel David Kirwan i aðalhlutverki.  Sá var gítarleikari í sama gæðaflokki og Green og  Old Clapper.  Hreint út sagt frábær og synd og skömm hvað hann hætti snemma.

 


mbl.is Styðja stjórnarslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott framtak hjá Réttlæti

Lýst vel á  baráttu Réttlætis fyrir að endurheimta sparnað sinn frá Landsbankanum.  Ég hef trú á því að þeim takist það. Alla vega ef lögin á Íslandi eru eitthvað svipuð lögunum í Noregi.

Þannig er að eftirlaunaþegi nokkur í Noregi, sem átti umtalsverðan sparnað inn á hefðbundnum sparíreikningi í DNB bankanum, lét þjónustufullrúa bankans plata sig til að færa sparnaðinn sinn yfir á afkastameiri verðbréfareikning.

Ólíkt Landsbankanum er DNB ekki á hausnum en bankastjórnin harðneitar þó að bæta gamla manninum upp tapið sem þjónustufulltrúinn kostaði hann.  Sá gamli gafst ekki upp og fór með málið fyrir Bankaneftirlitsnefndina sem úrskurðaði að DNB ætti að bæta honum upp allt tapið þar sem hann fylgdi ráðum starfsmanns bankans.  Þar með var bankinn ábyrgur þar sem þjónustufulltrúinn var "sérfræðingur" bankans.

Reyndar neitar bankinn enn að borga en lögfræðingar telja að sá gamli hafi unnið mál fari hann með það fyrir dómstóla.

Vonandi að Réttlæti nái fram á Íslandi. Það væri góð tilbreyting í kreppunni.  


mbl.is Fjölmenni með réttlæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir málaði flokkinn út í horn

Bæði þingmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar hafa haft það á orði síðan í nóvember að þeð beri að kjósa í vor.  Í stað þess að hlusta á samstarfsfólk sitt í ríkstjórninni kaus Geir að þumbast við og ljáði ekki máls á vorkosningum.

Forsætisráðherra sem ekki hlustar á samstarfsfólk sitt, hlustar ekki á þjóð sína og hlustar ekki heldur á varaformann sinn getur ekki verið búinn góðum leiðtogahæfileikum.  Í stað þess að þumbast við átti Geir vitaskuld að bretta upp ermarnar, skipta út sökudólgum og boða til vorkosninga.  Í millitíðinni hefðu Samfylking og Sjálfstæðisflokkur geta unnið af þrótti að endurreisn efnahagskerfisins og mætt til vel undirbúnir til kosninga og örugglega með meira traust í farteskinu en hún nýtur nú.

Geir Haarde getur engum öðrum en sjálfum sér kennt um hvernig komið er fyrir honum og flokki hans. Hann las stöðu sína vitlaust.  Því miður.


mbl.is Ingibjörg vill kosningar í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nyvalg og flere demonstrasjoner

Það er ekki að spyrja að Össuri.  Hann er maður stútfullur af ábyrgðartilfinningu og lætur ekki hvarfla að sér að skilja landið landið eftir í stjórnarkreppu.  

Mér finnst það fallega gert af honum að gefa Sjálfstæðisflokknum tvo daga til að undirbúa sig undir áfallið.  En það er ekki víst að það sé .að besta fyrir þjóðina.  Það er ljóst að Samfylkingin, VG og Framsókn hafa rottað sig saman og ákveðið að mynda bráðabirgðastjórn og það er vel.  Þess vegna skilég ekki eftir hverju verið er að bíða. Því fyrr sem Sjálfstæðisflokkurinn fær frí því betra. Bæði fyrir þjóðina og flokkinn.

 

Læt fylgja með linka á nirsku pressuna sem fylgst hefur gjörla með með á Íslandi síðustu daga. 

http://www.nrk.no/nyheter/utenriks/1.6445510

http://www.vg.no/nyheter/utenriks/artikkel.php?artid=540057

http://www.tv2nyhetene.no/utenriks/article2522495.ece


mbl.is Viljum ekki stjórnarkreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andstyggilegur er sá er yður kýs

Ekki veit ég hvort við getum tekið orð forsætisráðherra trúan leg nú fremar en svo oft áður í kreppunni.

Um mánaðamótin sept. okt. fullyrti Geir að engin af bönkunum myndi falla.  Viku síar voru þeir allir fallnir.  Þær upplýsingar sem forsætisráðherra hefur þóknast að veita þjoóðinni hafa oft reynst rangar.  Á 120 dögum frá hruni bankanna hefur Geir ekið um í "frígír" og með degi hverjum kemur í ljós að staða þjóðarbúsins versnar.

Út um alla Evrópu var lengi hlegið að ríkistjórn Íslands en nú vekur aðgerðaleysi hennar hneykslan. Aðallega vegna þess að engin af þeim sem sváfu á verðinum hefur verið látinn axla ábyrgð á gerðum sínum.  Allir sitja sem fastast  og sleikja útum við sömu kjötkatlana.

 Aðgerðarleysi, ósannindi og spilling einkennir ríkisstjórn Íslands síðustu mánuði.

Sennilega hefur Jesaja spámaður séð fyrir ástandið á Íslandi er hann reit í 41. kafla, 24 vers bókar sinnar og tileinkað það forsætisráðherra vorum.  Þar stendur þetta; "Sjá, þér eruð ekkert og verk yðar ekki neitt! Andstyggilegur er sá er yður kýs!"


mbl.is Enginn af nýju bönkunum að falla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misjafn sauður í mörgu fé

Það er nú þannig, þrátt fyrir að bæði mótmælendur og lögregla hafi staðið sig vel í atinu undanfarið, misjafir sauðir eru í báðum hópum.

Lendi einstakir lögreglumenn í þeirri pínlegu aðstöðu að nöfn þeirra og myndir af þeim eru lagðar út á netið er það ekki að ásæðulausu. Þeir hafa gengið og hart fram.

Við fengum að heyra sögu ljósmyndara nokkurs í gær sem lagður var í járn af ákveðnum lögreglumann. Síðan var myndavélin tekin af honum myndunum eytt og honum þar að auki hótað lífláti af lögreeglumanninum. Þessi lögregluþjónn á ekkert annað skilið en að venjulegir boragar viti hver hann er. Okkur kemur ekkert við hvar hann á heima.  Það er engin ástæða til að leggja fjölskyldu hans í einelti.  En það er gott að vita hver maðurinn er og krefjast þess að hann verði rekinn úr lögreglunni.  Hann bætir alla vega ekki ímynd stéttar sinnar.

Ég er sammála Geir Jóni að lögreglan á ekki að láta það gerast að einhverjir aular geri aðsúg að heimili lögreglumanna þó þeir hafi brugðist í starfi sínu.  Það dugar, þegar menn vita hver maðurinn er, að kæra viðkomandi til ríkissaksóknara.


mbl.is Nafnbirtingin grafalvarlegt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfseyðingarhvöt 365

Eiginelga er sjálfseyðingarhvöt stjórnenda Stöðvar 2 manni hulin ráðgáta.

Sigmundur Ernir hefur verið eitt aðal andlit Stöðvarinnar  allt frá upphafi.  Hann er sá fréttamaður Stðvarinnar sem einna mestrar virðingar nýtur.  Og SER er einstaklega góður drengur sem ég á bara gott að gjalda.  Ég óska þeim hjónum til hamingju og velfarnaðar í framtíðinni 

Sölvi var líka rekinn.  Frábær umsjónamaður Íslands í dag.

Þetta heitir á kjarnyrtu bændamáli að skera niður bestu mjólkurkýrnar.


mbl.is Frjáls undan oki auðjöfra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðrik Mikli fordæmir Hafró

Þórir GKFriðrik er ómyrkur í máli eins og venjulega og ekki alltaf málefnalegur. "Það væru ömurleg örlög stofnunar eins og Hafrannsóknastofnunarinnar að lokast inni í fílabeinsturni fáfræði sinnar." þessi tilvitnun er gott dæmi um hroka framkvæmdastjóra LÍU.

Annars er það nú þannig að stjórnmálamenn þjóðarinnar létu hnoða og samþykktu svo þetta meingallaða fiskveiðistjórnunarkerfi sem við búum við.  Ég hygg, án þess að vita, að það séu fárar þjóðir ef nokkur sem býr við samskonar kerfi.  Nokkrir hafa reynt svipuð kerfi en það hefur jafnan misheppnast. Sennilega er það bara staðreynd að ekki sé hægt að reikna uppbyggingu fiskistofna ef formúlan er vitlaus.

Mergurinn málsins er sá að formúlan sem Hafró var fengin er einfladlega röng og því gagnslaus.  Það sét best á því að aldrei hafa fiskistofnarnir minnkað jafn mikið við strendur Íslands eins og eftir að friðunar og fiskveiðistjórnunarkerfið var inneiltt hér á landi.

Þess vegna finnst mér sorglegt að sjá að allir sjávarútvegsráðherrar síðustu 12 - 15 árin, sem og margir vísindamanna á Hafró, berja hausnum við steininn þó þeir sjái að reikningsaðferð þeirra gengur ekki upp.

Það er löngu tími til kominn að alir aðilar í sjávarútveginum setjist niður og finni nýja formúlu fyrir útreikningum sínum.  Fiskviðistjórnunin verður að vera í góðu lagi og í sátt við allan almenning nú þegar við erum að hefja uppbyggingu á nýju samfélagi.

Það gengur ekki að menn geti ekki hafið umræðu um fiskveiðistjórnun öðruvísi en að allir séu á móti öllum. Og það er grundvallar atriði að sátt og virðing ríki milli LÍÚ og Hafró.

 


mbl.is Segir forstjóra Hafró vanhæfan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með líkið í skottinu

Það er rétt hjá Runólfi að ríkisstjórnin sé dauð. Hún fékk alvarlegt slag í október og félagsfundir Samfylkingarinnar í Reykjavík og Kópavogi staðfestu andlát hennar í gærkvöldi.  Ég ætla ekki að blessa minningu hennar.

Hinsvegar er það svo að meðan Samfylkingin ekki lætur til skarar skríða og slítur samstarfinu við hinn gjörspillta Sjálfstæðisflokk ekur hún vagninum með líkið í skottinu.

Reyndar staðfesti Geir líka í Kastljósinu að ríkistjórnin er dauð. Já steindauð.  Hann svaraði ekki beint spurningunni um hvort Ingibjörf Sólrún, frá sjúkrabeðinu í Svíþjóð, hafi gefið ákveðið svar um áframhaldandi stjórnarsamstarf.  Hann sagðist hafa getað skilið hana öðruvísi en svo að hún vildi halda samstarfinu áfram.  Reynslan er nú slík að varlegt er að treysta á skilning Geirs um þessar mundir.  Það var rækilega staðfest í Íslandi í dag þar sem forsætisráðherra varð að éta ofan í sig margar af fullyrðingum sínum fyrir og eftir þjóðnýtingu Glitnis. Frammistaða hans var hreint út sagt sorgleg þar.

Nú verður þjóðin bara að vona að rekunum verði kastað yfir stjórnina umhelgina.  Far svo verða mótmælendur að sýna þeirri útför sömu virðingu og þeir sýndu hinum látna og aðstandendum hans við Dómkirkjuna í gær.  Þá fer allt vel.


mbl.is Runólfur Ágústsson: Ríkisstjórnin er dauð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mæl þú manna heilastur Mörður frændi

Ríkistjórnin er gersamlega rúin trausti og aðhlátursefni margra í konungsríkjum austan Atlandshafsins.

Það sem er sorglegast er að þingmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar, sem snemma í haust mæltu með vorkosningum, létu ekki samvisku sína ráða og knúðu flokkinn til stjórnarslita.  Í stað þess hafa aðrir flokkar ráðið ferðinni fyrir Sf með tímasetningu landsfunda sinna.

Hvað kemur landsfundur Sjálfstæðisflokksins Samfylkingunni við? Er ekki Samfylkingin frjáls og óháður flokkur?  Eða eigum við að vera hjáleiga Sjálfstæðisflokks og Framsóknar?

Samfylkingin á ekki að lappa upp á mölbrotinn Sjáfstæðisflokk sem, ásamt Framsókn, alla ábyrgð á þeirri nýfrjálshyggju sem leiddi efnahagshrun yfir þjóðna á aðeins 5 árum.  


mbl.is Ríkisstjórnin missti traustið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband