Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

1000% Þensla og 550% skuldir

Merkilegt plagg þessi gamla skýrsla IMF.  En hún lýsir í hnotskurn því ástandi sem á landinu ríkiti áður en spilaborgin hrundi.  Fjármálakerfið fór í 1000% prósent af þjóðarframleiðslu og skuldirnar í 550% af vergri þjóðarframleiðslu.  Allt heimatilbúin gerviuppsveifla framkvæmd í skjóli meingallaðrar lagasetningar og sofandi stjórnvalda sem héldu að sér höndunum meðan vinir þeirra, sem fenfu bankana á silfurfati, fjárfestu um heim allan fyrir lánsfé sem íslenskir launþegar þurfa svo að borga.

Það þarf ekki að koma neinum á óvart þó ungir mótmælendur safnist saman við ráðherrabústaðin og hrópi að ráðherrunum sem bera ábyrgð á skuldaklafa þeirra.  Við skulum bara vona að mótmælin verði ekki að grískri fyrirmynd þar sem mannslíf er ekki í havegum höfð.


mbl.is IMF birtir fjögurra mánaða gamla skýrslu um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður gaman að fylgjast mð Kevin

Fimm barna faðirinn, Kevin McHale, er einn af stærstu körfuboltanöfnum  NBA deildarinnar. Hann var frábær leikmaður með Boston og ég efast ekki um að hann verður magnaður þjálfari.  Eini gallinn er að hann tekur við vitlausu liði. Hefði viljað sjá hann með Boston.
mbl.is Kevin McHale tekur við Minnesota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arfaslök ASÍ forysta

Síðan Gylfi Arnbjörnsson var kosinn forystumaður ASÍ hefur lítið markvert hyrst frá sambandinu og all ekki neitt sem kemr getur verklalýðnum að gagni.  Það er einna helst að Gylfi opni sig þegar hann telur að þurfi að verja verðtrygginuna fyrir áhlaupi þeirra sem vilja hana burt.

Gylfi hefur aldrei hvatt söfnuð sinn til að taka þátt í  mótmælunum og nú kom skýringin á borgarafundinum í gær.  Hann vill ekki að ASÍ taki völdin af grasrótarhreyfingunni sem hóf laugardagsmótmælin og borgafundina. Það var fallega hugsað og sagt.  En ég spyr sjálfan mig, hátt og i hljóði, hvenær Hannibal, Evarð eða Guðmundur jaki hefðu staðið þegjandi og horft þegjandi á eins og núverandi forseti ASÍ gerir.

Ef það er eitthvað sem íslenskir launþegar þurfa ekki núna er það passívt Alþýðusamband.  Svo virðist sem forseti sambandsins sé algerlega vanhæfur leiðtogi á róstutíma sem þessum.  Hann talar fyrir boðskap banka og lífeyrissjóðanna sem arðrænt hafa launþega áratugum saman með lánverðtryggingu sem á sér enga hliðstæðu í heiminum. Eftir að launavísitölunni ba kastað fyrir róða er lánskjaravísitalan mesta óréttlætti sem dunið hefur yfir íslenksan almenning.  Og það styður Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ


mbl.is Vilja ekki taka yfir mótmæli grasrótarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðamenn með alzheimer eða lýgur Seðlabankastjóri

Össur veltir því fyrir sér hvort eitthvað sé rotið í Seðlabankanum. Það er deginum ljósara að það er eitthvað rotið þar.  En það er líka æði mikið rot sem þjakar ríkstjórnina og ekki síst Samfylkinguna. Bæði Össur og Ingibjörg hafa gasprað um að losa þurfi þjóðina við Davíð úr Seðlabankanum.  En það er svo víðs fjarri að þau fylgi orðum sínum eftir með aðgerðum.

Ég verð að viðurkenna að maður er farinn að hugsa alvarlega um það hvort maður eigi að styðja Samfylkinguna áfram.  Þessi flokkur sem hafði að stefnumáli nr 1 að koma Sjálfstæðisflokknum út úr stjórnaráðinu hefur svikið kjósendur sína á svæsnari hátt en nokkur flokkur hefur áður gert.

Gott og vel.  Menn trúðu að flokkurinn kæmi til með að standa sig vel í ríkistjórn og hafa áhrif þar sem stjórnin væri sterkari, að þingmannatölu, en nokkur stjórn hefur verið til fjölda ára.  Því miður skilur Samfylkingin lítið annað eftir sig en vonbrigði hjá kjsósendum sínum.  Komið hefur berlega íljós að flokkurinn er í farþegasætinu í ríksstjórninni rétt eins og Geir Haarde er í farþegasætinu hjá Seðlabankastjóranum sem hann á að vera yfirmaður yfir.

Taki Ingibjörg og Össur sig ekki saman í andlitinu nú um helgina og hætti lýðskruminu og láti verkin tala er hætt við að fylgið fari að týnast af flokknum.  Það er engin tilviljun að VG er roðinn stærsti flokkur þjóðarinnar samkvæmt könnunum.  Steingrímur berst með þeim vopnum sem hann hefur í höndunum meðan Ingibjörg geltir eins og húsbóndahollur heimilishundur í kjöltu Geirs sem ekki þorir að styggja Davíð.

Ég spyr. Hvað vill Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eiginlega með veru sinni í pólitíkinni?


mbl.is Eitthvað rotið í Seðlabankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auglýsingafrítt ríkisútvarp

Ég bý í landi þar sem engar auglýsingar eru í ríkisútvarpinu, NRK.  Hvorki útvarpi eða sjónvarpi. Það finnst mér ótvíræður kostur enda horfi ég ekki jafn mikið á neina aðra sjónvarpstöð.

Munurinn á íslenska RÚV-inu og því norska er sá að þrátt fyrir auglýsingatekjur hefur stofnunin alltaf verið í fjársvelti hjá eiganda sínum, ríkinu.  Ekkert virðist fjárhagurinn hafa lagast við að gera útvarpið að hlutfélagi. Ýmislegt hefur verið gert til að spara, m.a. sameining fréttastofanna og niðurskurður í mannahaldi en það virðist hvergi nóg til að koma skútunni á réttan kjöl.  Því virðist takmörkun á auglýsingasölu RÚV nú vera vindhögg nema stofnuninni verði tryggðar verulegar tekjur úr ríkissjóði.

Annað sem mér virðist vera hálf heimskulegt við takmarkanir á auglýsingunum er að aðrir ljósvakamiðlar á landinu eru ekki með sömu dreifingu og RÚV.  Hvernig ætlar t.d. Skjárinn að markaðsetja vörur fyrir fólk á Mjóafirði? Ég er ekkert viss um að landsbyggðarfólkið  verði ánægt með að missa auglýsingarnar á RÚV-inu meðan það nær þeim ekki á örðum sjónvarpsstöðvum.

Munurinn á norskri og íslenskri fjölmiðlaflóru er með þeim hætti að NRK þarf ekki að þjónusta landsbyggðina með auglýsingum.  Það gerir TV2, TV Norge og staðbundnar sjónvarps og útvarpsstöðvar um landið allt.  Auk þess finnst varla það krummaskuð að ekki sé gefið þar út dagblað.   

Á Íslandi er fjölmiðlun þannig háttað að RÚV er lang stærsti þjónustuaðlinn bæði með menningarefni og afþreyingu sem og auglýsingar.  Ætlar ríkið kanski að styrkja Skjáinn, Stöð 2 og Omega til að senda út auglýsingar til allra byggða bóla í landinu eða skiptir það fólk sem ekki  nær þessum stöðvum engu máli í samfélaginu.  Þegar aulýsingarnar verða takmarkaðar á RÚV. 

Ég vildi óska þess að RÚV þyrfti ekki að lifa af auglýsingatekjum. Það er svo miklu skemmtilegra að horfa á auglýsingalausar sjónvarpsstöðvar.  Íslendingar eiga það skilið að eiga eina slíka stöð. En því miður eru aðstæður ekki þannig að það sé framkvæmanelgt. Til þess eru tekjustofnar RÚV alltof takmarkaðir og dreifing annarra ljósvakamiðla líka.


mbl.is Frumvarp: miklar takmarkanir á auglýsingar RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðir tímar í kreppunni líka

Skemmtileg upptalning hjá Noel og alls ekk svo vitlaus. Sýnir ákvðna víðsýni hjá kappanum að stja Ástralana í Bee Gees á listann. Vildi gjarna skipta út Rolling Stones og setja aðra ástralska sveit á listann í staðinn. Nefnilega The Easy Beats sem var frábær sveit á sínum tíma og má svo sem segja að AC/DC sé sprottin upp af sömu rót.

Hvað um það. Læt hér fylgja með gott video með Easy Beats sem alltaf verður í uppáhaldi hjá mér.

 


Siv með hausinn í sandinn

Mér brá ekki lítið við að lesa um hve Siv var brugðið við heimsókn stjórnleysingjanna í þingið.  Hélt að  væri töggur í kerlingunni en hún vildi helst stinga höfðinu undir pontuna að hætti hænsnfugla.  Það var svolítð annað að heyra í jaxlinum, Grétari Mar sem alls ekki var hræddur. Og afadrengurinn úr Bolungarvík kom svaraði eins og hetja og hvaðst hvorki vera brugðið eða hafa orðið hræddur við krakkana á pöllunum.

Ég er smeykur um að illa gangi hjá Framsókn að laða að sér fylgi þegar þjóðin hefur fengið staðfest að ei helsta vonarstjarna flokksins síðustu 12 - 15 árin er bara heybrók.  Aldrei hefði Villi á brekku tapað sér svona gersamlega við smá áreiti og heldur ekki Jón í Seglbúðum. 


mbl.is Siv: Vildi helst hlaupa í felur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Megnasta smekkleysa

Það má vel vera að Birna sé í góðri trú.  En hvernig stjórnvöldum datt í hug að setja hana yfir Nýja Glitni eftir það sem á undan var gengið er í beta falli ekkert annað en handvömm.  Það er alla vega megn spillingarþefur af ráðningunni.

Maður gerir eiginlega ráð fyrir að fólk sem er ráðið í bankastjórastöður sé með örlítið meira en meðalgreind. Þess vegna finnst mér afar smekklaust af Birnu að láta sér detta í hug að þiggja starfið. Eignlega siðlaust líka.  En kanski eru þetta bara tæknileg mistök. 


mbl.is FME aðhefst ekki vegna viðskipta Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland er ónýtt vörumerki

Actavis er ekki eina fyrirtækið sem verður fyrir óþægindum vegna íslensks uppruna síns. Það er því miður staðreynd að Ísland er ekki sama góða vörumerkið og það var allt til síðustu daga septembermánaðar.

Bæði austan hafs og vestan hefur nafnið Ísland fengið alltof mikla neikvæða athygli og það er ekki  útrásarvíkingunum að kenna.  Það eru fyrst og fremst íslensk stjórnvöld sem fá gagnrýnina. 

Í fyrsta lagi fyrir svo ófullkomna einkavinavæðingu bankanna svo og stórgallaða löggjöf sem leiddi til  þess að einkavinir sjálfstæðisflokks og framsóknar gátu hagað sér að að vild með fjármuni sem þeir áttu ekkert í.  

Í öðrulegi beinist gagnrýnin að aumingjaskap stjórnvalda sem ekki vilja axla ábyrgð á sinnuleysi sínu og að þau ekki hafa nokkurn áhuga á að hreinsa tilí kerfinu.

Óbreytt ríkisstjórn, óbreytt seðlabankastjórn, sömu skarfarnir í ríkisbönkunum og báru ábyrgð á starfinu í HF-bönkunum. Í þokkabót eru sömu endurskoðendur að rannsaka rústir bankanna sem þeir höfðu gefið heilbrigðisvottorð nokkrum mánuðum fyrr.  Hvaða alvöru viðskiptajöfrar treysta slíkum vinnubrögðum?     


mbl.is Finna fyrir Íslandstengingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Það er engin kreppa í skólunum okkar"

Svo sagði Þorgerður Katrín fyrr í haust.  Samkvæt ráðherranum ættu áhyggjur Kristins að vera ástæðullausar.  Varla er menntmálaráðherrann með neitt gaspur út í loftið þegar hún tjáir sig um málefni grunnskólans.

Aðstæður sveitafélaga hafa verið mjög misjafnar til reksturs grunnskólanna allt síðan skólinn var fluttur frá ríkinu til sveitafélaganna.  Á þessa staðreynd var bent áður en gjörningurinn átti sér stað og þurfti ekki neina spámenn til að sjá það fyrir að sumir skólar fengu vítamínsprautu við flutninginn en aðrir fengu doðakast.   Allt eftir getu og áhuga sveitastjórnanna til að reka skóla.  Og þannig verður það áfram.

Það er alveg ljóst að sveitafélögin verða að skera niður útgjöld á næstu árum meðan við komumst út úr verstu kreppunni.  Það er líka alveg öruggt að sum sveitafélög munu klípa meira af útgjöldum til grunnskólanna heldur en önnur.  Kontrastarnir á milli hinna ýmsu skóla eiga eftir að verða enn skarpari en þeir eru í dag. Ástæðan er að sveitastjórnamenn hafa mis mikinn áhuga fyrir skólunum og svo eru ekki öll sveitafélög jafn heppin með skólastjóra og kennaralið sem skiptir sköpum þar sem misvitrar sveitastjórnir sitja að völdum.

Það skiptir því litlu þó Þorgerður hrópi, "Það er engin kreppa í skólunum okka." Skussarnir halda áfram að vera skussar.  En það skiptir máli að hún standi við stóru orðin og sjái til þess að þau sveitafélög sem bæði hafa vilja og getu til að reka almennilega grunnskóla fái gert það. Metnaðarfull sveitafélög, þó auralítil séu, eiga því að fá aðstoð til að halda uppi öflugu skólastarfi.  Á því byggist framtíð þjóðarinnar


mbl.is Getur bitnað á skólastarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband