Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Austramenn klikka ekki

Egger Gunnþór Jónsson

Flott hjá Austrastáknum.  Alltaf gaman að skora.  Austramenn standa fyrir sínu og gleðja gamla félaga sína æði oft. 

Áfram Austri 


mbl.is Eggert tryggði Hearts sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilhjálmur vitlausi

Nú er ég farinn að halda að Vilhjálmur Egilsson sé að verða vitlaus.  Hann heldur því fram að ríkið sé ekki trúverðurgur eigandi, í augum útlendinga, þrotabúum bankanna.  Dettur Vihjálmi í hug að útlendingum þyki einstaklingar á Íslandi trúverugri en eigendur bankanna ríkið eftir það sem á uundan er gengið.  Þessi litla frétt sem af Glitni sem þetta blogg tengist ber alla vega ekki vott um trúverðuga bankaeigendur.

Hitt er svo annað mál að stjórnvöld og almenningur í örðum löndum er farinn að stórefast um trúverðugleika ríkistjórnar Íslands.  Það er farið að berast í útlensku presunni hverskonar hagsmunasamtök Sjálfstæðisflokkurinn er.  Flokkurinn gefur einfaldelga skít samfélagið til þess að breiða afglöp sín undafarin ár. Geir er bara vasaklútur í höndum Davíðs sem reynir að hrekja Þorgerði Katrínu út í horn af því hún sér í gegnum blekkingarvefinn og villekki vera með.

Samfylkingin flýtur með eins og hver önnur sauðahjörð á bráðnandi hafísfleka. Ef hún vaknar ekki áður en flekinn er bráðnaður er ég hræddur um að hún verði stimpluð samsek sjálfstæðishagsmunasamtökunum og deir hægt og rólega með þeim.  Og það er nokkuð öruggt að jarðarför þeirra fer ekki fram í Kyrrþey.  Lýðurinn mun hrópa og kasta grjóti á eftir kistunum. 


mbl.is Glitnir keypti hluti í verslanakeðjum af Baugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á bás með Thaksin Shinawatra

Fyrrum forsætisráðherra Tailands,Thaksin Shinawatra, er dæmdur fjárglæframaður í heimalndi sínu. Nú síðustu árin hefur hann verið iðinn við að komast yfir fótboltalið.  Nú er svo komið að Bretar vilja ekki hafa hann lengur í landi sínu.

Breatar virðast líta á Íslendings,ekki bar sem fjárglæframenn heldur líka terrorista. Nú er spurningin hvort við verðum settir á sama bás og Thaksin Shinawatra í Bretlandi, reknir úr landi með skít og skömm.


mbl.is Bretar vilja ekki Thaksin Shinawatra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IF PARADISE IS HALF A NICE

Það er ekki vilaust að gleyma áhyggjum hversdagsins með því að á tónlistargullmola frá árinu 1969. Amen Corner spiluðu sig inn í hjörtu evrópskra ungemyja með þessu frábæra lagi sem en heyrist af og til á gullaldarpoppútvarpsstöðvunum. (flott orð) 

Andy Fairweather Low, söngvari sveitarinnar,  var dreginn saman í háði og spotti af prog-rokkurum á Íslandi í byrjun 8. áratugarins. Amen Corner var ekki inn þá þeim tíma.  Í dag er Andy einn virtasti gítarleikari heimsins. 

Amen Corner: Gjörið svo vel

 

 


Björgvin er höfðingi. Mikill höfðingi!!

Það er ekki að spyrja að rausn Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra. Nú segir hann að ríkistjórnin hafi lagt mikla áherslu á að tryggja fjölskylduranr í landinu.  Þar með endurtekur hann boðskapinn frá því í byrjun hrunsins en bæði hann og Geir sögðust ætla að tryggja fjölskyldurnar.

Þar sem þjóðin er ekki vön að lygar hrjóti af vörum þessarra manna getum við nú treyst því, örugglega, að fjölskyldurnar í landinu komi til með að hafa það fínt í framtíðinni.  Það verða örugglega gleðileg jól á hverju byggðu bóli og allir sem eiga aðild að fjölskyldu halda fullri vinnu þó hinir fjölskyldulausu verði að sjá að baki einhverjum vinnustundum.  Þeim er heldur engin vorkun.  Þeir hafa ekki um neina að hugsa nema sjálfa sig.

Og Björgvin er ekki bara að bulla orðin tóm. Nei og nei. Hann kemur með praktískar lausnir líka. Ekki oft sem stjórnmálamenn gera það.  En Bjöggi ætlar að fella niður stimpilgjöldin þegar þjóflutningarnir miklu hefjast með íbúðalánin úr ríkisbönkunum yfir í íbúðalánasjóð ríkisins.  Slík tilboð bjóða bara höfðingjar.  Og ekki bara það. Hann býður þeim sem vilja flytja láninin úr ríkisbönkunum yfir í ríksiíbúðalánasjóinn lánalengingu.

Er Björgvin hafði þetta mælt néri hann höndunum og um andlit hans breiddist ánægjubros.  Hann er örugglega búinn að gera sitt til að tryggja fjölskydur landsins og er ánægður verk sitt. Hann veit að í dag safnaði hann auði á himnum.


mbl.is Fjölskyldur landsins settar í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir Haarde og pólska lánið

Hvernig í ósköpunum á Geir að hafa náð því að Pólverjar séu að gauka einhverjum milljörðum að Íslendingum.  Geir skilur örugglega ekki orð í pólsku þó hann sé málamaður mikill.

En það er náttúrlega til skammar að aðrir ráðherrar hafi ekki sagt frosætisráðherra frá rausn Pólverja.


mbl.is Kannast ekki við pólskt lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Feðgarnir hálshöggnir

Þá eru liðin 458 ár frá því feðgarnir á Hólum voru hálshöggnir í Skálholti.   Jón biskum Arason hafði ekkert annað unnið sér til óhelgi en að vera katólskur biksup og synir hans studdu karlinn.

Í dag komast menn upp með að setja heilt lýðveldi á hausinn, gera almenningi  ómögulegt að lifa af laununum sínum, þ.e. þeim sem eru svo heppnir að hafa vinnu, stela úr bönkunum til þess að kaupa hlutabréf handa sjálfum sér og svo geta ráðamenn logið eins miklu og þeir vilja að þjóð sinni án þess að fá svo mikið sem rassskellingu.

Spurningin er hvort lögin frá 1550 voru ekki virkari og betur til þess fallin að verja almenning frá þjófum, lygurum og glæpalýð yfir höfuð.

 


Góður dómur - Úrelt lög

Get ekki annað sagt en að dómur Hæstaréttar er eftir bókinni. Áfengisauglýsingar eru jú bannaðar á Íslandi og ef allir eiga að vera jafnir fyrir lögunum á að dæma alla eftir lögunum.

Nú er baða að bíða eftir því að allir sem selja erlend tímarít sem innihalda áfengisauglýsngar verði ákærðir og dæmdir.  Síðan á náttúrulega að banna innflutning á öllum blöðum og tímaritum þar sem áfengisauglýsingar leynast.  Þetta þýðir einfaldelga að nánast allt ritað orð verður bannað á Íslandi nema það sé ritað og útgefið á Íslandi samkvæmt íslenskum lögum.

 Það sér auðvitað hver heilita maður að þessi lög eru löngu orðin úrelt. Þetta er jafn fáránlegt og bjórbannið á sínum tíma.  Held varla að það verði allsherjar þjóðarfyllerí þótt maður geti dáðst að fallegri Whisky flösku í Mannlífi. 


mbl.is Fyrrum ritstjórar dæmdir fyrir áfengisauglýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heldur hann að fólkið séu fífl

Ögmundur Jónasson hóf, aldrei þessu vant, upp raust sína í þinginu í dag og skammaði Geir forsætisráðherra fyrir laumuspilið varðandi IMF og forkastanleg vinnubrögð.

Það er deginum ljósara að í þetta sinn mælir Ögmundur sannleikanum samkvæmt.  Vinnubrögð ríkistjórnarinnar hafa verið forkastanleg og gegn lýðræðisskipulaginu sem þjóðinni hefur verið kennt að hún búi við. Stjórnvöld þverbrjóta allt sem heitir lýðræði og láta ser ekki detta í hug að hlusta á fólkið í landinu.  Heldur valta þau yfir lýðinn á skítugum skónum og skilja eftir sig vaxtahækkanir, undanskot á fjármunum, troða fjölkyldumeðlimum í feitar töður í samfélaginu, ljúga síðan upp í opið geðið á fólkinu.

Geir Haarde sagði á Þinginu í dag að ríkistjórnin hefði brugðist við bankakreppunni með róttækari hætti en flestar aðrar þjóðir.  Ekki skal ég leggja dóm á það.  En hann nefdi ekki þá staðreynd að ríksitjórnin hafi brugðist við með heimskulegri hætti en nokkur önnur þjóð á byggðu bóli. Og ráðgjafi ríkistjórnarinnar og stjórnandi hennar, Davíð Oddson, hannaði hinn róttæka og heimskulega þjóðnýtingarpakka sem við nú súpum seyðið af.

 

Burt með spillingarliðið 


mbl.is Þingmenn með bundið fyrir augun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingjaskapur eða undirlægjuháttur

Enn dregur IMF íslensku þjóðina á asnaeyrunum og frestar ákarðanatöku um lánið sem átti að bjarga samfélaginu.  Það sem forsætisráðherra sagði að ætti að taka 10 daga verður að öllum líkindum að þremur vikum ef sjóðsstjórnin tekur þá nokkrun tíma ákvörðun um að lána Íslandi.

Á meðan hafa stjórnvöld setið nánast aðgerðarlaus og horft á hvert spillingarmálið dúka upp á eftir öðru og engin er látin svara til ábyrgðar. Frekar hitt að þeir sem fyrir spillingunni í bönkunum stóðu þeir eru hækaðir í tign inna þjóðnýttu bankanna. 

Fyrir venjulegt fólk sem unnið hefur á heiðarlegan hátt fyrir launum sínum og borgað skatta og skyldur til samfélagisns er hálfgerður spillingarþefur af stjórnvöldum sem ekki grípa í taumana. 

Sennilega hefur engin einn einstaklingur orðið þjóðinni jafn dýr og óþarfur og núverandi Seðlabankastjóri, Davíð Oddson.  Það er skrifað um hann í heimspressunni og afglöp hans afhjúpuð. Bankamenn út um alla Evrópu benda á mistök hans öðrum til varnaðar.  Forsætisráðherra lætur afglöp hans aftur á móti sem vind um eyru þjóta og nýtir hvert tækifæri til að lýsa stuðningi sínum við flokksbróður sinn.  

Hvers vegna segir Geir Haarde ekki þjóðinni hvað hann sér svona gott við embættisfærslur bankastjórans sem aðrir sjá ekki.  Það væri í góðu lagi að heyra rökin fyrir þessum mikla stuðningi.

Er það sökum aumingjaskapar að hann þorir ekki að reka Davíð eða er það meðfæddur undirlægjuháttur sem ræður gerðum forsætisráðaherra í spillingarmálunum?


mbl.is IMF-beiðni frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband