Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Veisla á Anfield með smá stílbroti

Dirk_Kuyt_Liverpool_TLiverpool yfirspilaði Villa í dag.  Jon Carew var einasta ógnin í Villa liðinu með tveimur tilraunum sem Reina reddaði. Að sjálfsögðu.

Það voru þó tvo stílbrot í leik LFC í dag miðað við undanfarna 2 leiki.  Dossena skoraði ekki 4. markið eins og hann gerði á móti Real og Schum Udt. Svo, aldrei þessu vant, missti Torres af markaveislunni og var auk þess daprasti leikmaður Liverpool í dag.

En nú getur allt gerst. Greinilegt að Man Udt. er í einhverri krísu þessa stundina og fyrst Fullham gat unnið þá geta allir unnið þá. Það er hund leiðinlegt að þurfa að treysta á hjálp frá öðrum en það verðum við að gera og vinna svo alla okkar leiki það sem af er leiktíðinni.  Þá fáum við tvo tittla í safnið, PL-meistaratitilinn og CL titilinn.  Eftir það verður það bara Gleðilegt Sumar  


mbl.is Gerrard með þrennu og eins stigs munur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnaður leikur þar sem þjálfarinn réð úrslitum

Verð að segja að leikurinn gegn Makedóníu var hreint út sagt magnaður á að horfa. Hann var spennandi frá því hann birtist á skjánum allt til þess að hann var flautaður af. Og sigurinn 29 - 26 er sannkallaður gleðigjafi í kreppukjaftæðinu.  Það er alla vega ekki kreppa í handboltanum okkar.

Handbragð Guðmundar Þórðar leyndi sér ekki í útfærslu leiksins. Augljóst er að það hefur ekki verið auðvelt verk fyrir hann að búa til sigurlið eftir öll forföllin í leikmannahópnum. Menn voru að heltast úr lesyinni fram á síðasta dag.  En Guðmundur náði á nánast engum tíma að setja saman lið sem hélt og vel það.  Góð blanda úr unglingalandsiði og gömlu jöxlunum var hrist saman með þeim hætti að allir skildu hvert þeirra hlutverk var og menn héldu sig við það.  Útkoman var æði heilsteypt lið sem lét brjálæðið á pöllunum ekki slá sig út af laginu.  Og það sem enn betra var.  Makedónski þjálfarinn hafði engin ráð gegn leikskipulagi Guðmundar og vel mótiveruðum íslenskum íþróttamönnum.

Hlakka til að ræða leikinn við handboltagengið á kennarastofunni hér í Noregi er líða tekur á daginn.  Þeir halda því fram að Norðmenn séu ósigrandi eftir þjálfaraskiptin. En Norsararnir eiga eftir að fara til Íslands og þar ráðast úrslitin um hver vinnur riðilinn.   


mbl.is Guðmundur Þórður: Frábær frammistaða allra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnús Þór skilur ekki að nei þýðir nei

Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslyndaflokksins, hlaut enga hilli hjá flokksmönnum sínum í prófkjörini í NV kjördæminu.  Fólkið vildi hann ekki á þing.  En Magnús gefst ekki upp. Eða kannski skilur hann ekki þá útreið sem hann fékk í prófkjörinu.  Nú ætlar hann að bjóða sig fram í formanninn, á móti sitjandi formanni, á landsþinginu í Stykkishólmi um helgina.

Þetta sýnir best dómgreindarleysi þingmannsins fyrrverandi.  Ef hann heldur að hroðaleg útreið flokksins í skoðannakönnunum sé Guðjóni Arnari að kenna  þá er það mikill misskilningur.  Þjóðin sér hins vegar vel hvernig menn eins og Jón Magnússon og Kristinn beittu Trójuhestsaðferinni og eyðilögðu flokkinn á þeim tveimur árum sem þeir voru þar. Þetta eru menn sem Magnús fagnaði innilega við inngönguna í flokkinn og nú sér hann árangur gjörða  sinna.

Nú vill hinn valdagráðugi Magnús, sem flokksmenn höfnuðu í prófkjörinu, kljúfa flokkinní enn smærri einingar með formannsframboði.  Þetta er bara brandari sem andstæðingar flokksins gleðjast yfir.

 Vonandi að Sigurjón og fleiri góðir menn innan flokksins geti komið vitinu fyrir Magnús.


mbl.is Magnús Þór stefnir á formanninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingrof, helsærður Sjálfstæðisflokkur og varðhundur valdsins

BúsáhaldabyltinginKosningar eftir rúmlega mánuð og Sjálfstæðismenn halda uppi ómálefnalegasta málþófi sem um getur í þingsögunni.  Þetta lítur svolítið öðruvísi út nú en oft áður þegar Sjálfstæðismenn sökuðu, sérstaklega Hjörleif Guttormsson, um að halda uppi reglulegu málþófi ern þinlok nálguðust.

Nú hefur dæmið snúist algerlega við.  Sjálfstæðisflokkurinn hraktist, vegna aðgerðarleysis og innbyrðis væringa, í stjórnarandstöðu og kunna með engum hætti að höndla þá stöðu á Alþingi eftir 18 ára gerspillta stjórnarsetu og þjóðina rúna trausti í samfélagi þjóðanna.

Og hvað er það sem rekur Sjálfstæðismenn til málþófs. Jú. Það að þeir þola ekki gerðar verði breytingar á dönsku stjórnarskránni við höfum mátt þola í alltof langan tíma.  Sjálfstæðisflokkurinn, sem eru hrein og klár hagsmunasamtök sem lítið eiga skilið við stjórnmál, óttast stórlega að eftir réttlátar og nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni verði hinar ógeðfelldu stjórnaraðferðir þeirra og spillingarbandormur lýðnum ljósar. Meira að segja augljósar.

Það eina sem rekur Sjálfstæðismenn áfram í málþófinu er að þeir sjá fram á að varðhundur valdsins verði særður holundarsári komist aukið réttlæti á í landinu  með breyttri stjórnarskrá. Gegnsæi, auðveldar þjóðinni að fylgjast með því að valdið verði í raun þrískipt, er eitur í beinum Sjálfstæðismanna. Þeir vilja óbreytt ástand og og allt vald á á einni hendi eins og það er nú. Ráðherravald.

Geir Haarde og Bjarni Benediktsson, formannsefni, halda því fram að stjórnlagaþing sé óþarft því Alþingi geti vel séð um breytingarnar.  Þjóðin hefur séð í vetur hvers megnugt Alþingi í raun er. Það er einfaldlega handónýt afgreiðslustofnun fyrir ráðherravaldið. Fá lög eru samþykkt á lögjafarsamkundunni nema þau komi frá ráðherravaldinu.  Alþingismenn Íslands ættu að skammast sín fyrir að taka sín fyrir að taka við launaumslaginu sínu með tilheyrandi bitlingasporslum um hver mánaðamót.  Þeir hafa ekki unnið fyrir kaupinu sínu í mörg ár og hefðu allstaðar verið reknir úr vinnu hefðu þeir verið úti á hinum almenna vinnumarkaði. Og þar hafa Sjálfstæðismenn verið í fylkingarbrjósti og komið í veg fyrir að þeir sem vilja vinna og fara eftir sannfæringu sinni eru útskúfaðir meðal þingmanna. 

Búsáhaldabyltingin barðist fyrir breytingum á stjórnarstefnu og réttlátara samfélagi. Það fáum við aldrei með Sjálfstæðisflokkinn í stjórnaráðinu.


mbl.is Tilkynnt um þingrof á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Benayoun er Brilliant

yossi Benayoun 3Youssi Benayoun hefur svo sannarlega hrokkið í gang hjá Liverpool. Kappinn búinn að skora þrjú mörk í deildinni auk þess sem hann hefur unnið eins og hestur og barist fyrir liðið. 

Það tók Ísraelan nokkurn tíma að finna sig á Anfield. Þrátt fyrir einstaka góða leiki af og til hefur hann ekki náð að sýna sitt rétta andlit fyrr en í á þessu ári.  Held að á engan sé óréttilega hallað í Liverpool þó maður tilnefni Benayoun besta mann liðsins í febrúar.  Hann hefur sýnt góðan stöðugleika og er örugglega búinn að sannfæra Bentez um að hann er besti hægri kantur sem hann hefur völ á núna.

Markið í gær var öruglega mikill léttir fyrir Ísraelan og þá er ég smeykur um að Ngog hafi ekki verið minna ánægður.  Hann átti fínan leik. Skorar mark og leggur upp annað.  Og svo var honum skipt útaf þegar hálftími var eftir.  Hvað gekk Benna til? 


mbl.is Benayoun: Mikill léttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra seint en aldrei Ásta

Alltaf gott að sjá þegar fólk iðrast og biðst afsökunar á athöfnum sínum eða aðgerðarleysi.   Jafvel þó seint sé.  Það sem vekur óneitanlega mesta athygli við afsökunarbeiðni Ástu Möller er að hún er að afsaka nokkuð sem formaður Hennar, Geir H. Haarde, telur enga ásæðu til að biðast afsökunar á.

Eftir því sem Geir segir hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki gert nein mistök. Sjálfur hefur hann ekki gert nein mistök. Alls ekki.  Né heldur Árni Matthiesen eða Davíð Oddsson sem Geir hefur þráfalt lofað fyrir stjórnvisku sína í Seðlabankanum og það þrátt fyrir að sami Davíð noti hvert tækifæri til að segja þjóðinni að Geir hafi klikkað á vaktinni og ekki einu sinni nennt að taka til hendinni eftir sterk varnaðarorð frá Seðlabankastjóranum.

Af hverju er þá Ísland gjaldþrota ef hvorki Geir eða Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gert nein mistök á 18 ára valdaferli sínum?  Þingkonan, Ásta Möller, sér ekki gjörðir Sjálfstæðisflokksins með sömu gleraugum og Geir. Það er alla vega alveg ljóst. 


mbl.is Baðst afsökunar á mistökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju gerirðu þetta Ingibjörg?

Ég hélt að það ætti að fara fram opið prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík.  Nú er komið í ljós að prófkjörið er í raun óþarft.  Formaðurinn er búinn að koma málum þannig fyrir að það er í raun handvirk uppstilling í 3 efstu sætin.  Lýðræðisást Ingibjargar Sólrúnar ríður ekki við einteyming í dag frekar er í gær.

Ingibjörg Sólrún er ekki, frekar en Davíð Oddson, tilbúin til að viðurkenna að hún steinsvaf á vaktinni sinni fyrir bankahrunið. Hún rumskaði þegar vekjaraklukka IMF hringdi en snéri sér á hina hliðina og HÉLT, en vissi ekki, að FME og SÍ, myndu vinna vinnuna sína. Þar á bæjum steinsváfu menn líka sem og í forsætis, fjármála og viðskiptaráuðneyti. Að sjálfsögðu átti Ingibjörg að sjá til þess að embættismennirnir væru vakandi í vinnunni.  Myndi einhver sjómaður hafa geð í sér til að ráða sig í pláss hjá skipstjóra sem viðhefði svona vinnubrögð?

Björgvin viðskiptaráðherra varð fyrstur til að axla ábyrgð og segja af sér. Hann rak sauaðhjörðina úr FME áður en hann fór sjálfur.  Þakka ber honum fyrir það.  Geir hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér aftur fyrir kosningarnar og búið er aðkoma vitinu fyrir Árna Matt sem tekur sér hvíld frá pólitíkinni. Davíð var rekinn en Ingibjörg Sólrún ætlar sér ekki að axla neina ábyrgð og vill sitja sem fastast. Hún gerir greinilega ekki sömu kröfur til sjálfrar sín og hún gerir til annarra sem gera alvarleg mistök.  Slíkt getur formaður ekki leyft sér.  Reyndar sagði Ingibjörg að einu mistök sín hafi verið hve seint hún sleit hjónabandi hennar og Geirs.  Málið er að mistök hennar eru miklu alvarlegri.  Vegna valdagræðgi hennar gleymdi hún athuga styrkleika "hússins" áður en hún flutti inn svo maður noti nú sömu líkingu og hún gerði í Fréttaukanum.  Allir skipstjórar hafa klárt haffærisskírteini áður en þeir láta sleppa endunum.

Nú verða kjósendur Samfylkingarinnar að koma vitinu fyrir Ingibjörgu og bjarga trúverðugleika flokksins með því að strika hana út í prófkjörinu. Formaður sem ekki axlar ábyrgð á mistökum sínum og viðurkennir þau er ekki hæfur sem formaður og ber að víkja. Ef ekki sjálfviljugur þá með útstrikunarvaldi kjósenda.

Í leikþættinum sem Ingibjörg setti á svið í Fréttaukanum setti hún í raun einn allra hæfasta þingmann flokksins út í kuldann án þess að nefna nafn hennar. Nefnilega Valgerði Bjarnadóttur. Held að Ingibjörgu væri sæmst að endurskoða afstöðu sína og stíga niður af stallinum áður en það verður of seint fyrir hana. Þá getur hún lent í sömu aðstöðu og Davíð. Að enda glæsilegan feril með æruleysi og skömm. 

 


mbl.is 20 bjóða sig fram fyrir Samfylkingu í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband