Af hverju gerirðu þetta Ingibjörg?

Ég hélt að það ætti að fara fram opið prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík.  Nú er komið í ljós að prófkjörið er í raun óþarft.  Formaðurinn er búinn að koma málum þannig fyrir að það er í raun handvirk uppstilling í 3 efstu sætin.  Lýðræðisást Ingibjargar Sólrúnar ríður ekki við einteyming í dag frekar er í gær.

Ingibjörg Sólrún er ekki, frekar en Davíð Oddson, tilbúin til að viðurkenna að hún steinsvaf á vaktinni sinni fyrir bankahrunið. Hún rumskaði þegar vekjaraklukka IMF hringdi en snéri sér á hina hliðina og HÉLT, en vissi ekki, að FME og SÍ, myndu vinna vinnuna sína. Þar á bæjum steinsváfu menn líka sem og í forsætis, fjármála og viðskiptaráuðneyti. Að sjálfsögðu átti Ingibjörg að sjá til þess að embættismennirnir væru vakandi í vinnunni.  Myndi einhver sjómaður hafa geð í sér til að ráða sig í pláss hjá skipstjóra sem viðhefði svona vinnubrögð?

Björgvin viðskiptaráðherra varð fyrstur til að axla ábyrgð og segja af sér. Hann rak sauaðhjörðina úr FME áður en hann fór sjálfur.  Þakka ber honum fyrir það.  Geir hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér aftur fyrir kosningarnar og búið er aðkoma vitinu fyrir Árna Matt sem tekur sér hvíld frá pólitíkinni. Davíð var rekinn en Ingibjörg Sólrún ætlar sér ekki að axla neina ábyrgð og vill sitja sem fastast. Hún gerir greinilega ekki sömu kröfur til sjálfrar sín og hún gerir til annarra sem gera alvarleg mistök.  Slíkt getur formaður ekki leyft sér.  Reyndar sagði Ingibjörg að einu mistök sín hafi verið hve seint hún sleit hjónabandi hennar og Geirs.  Málið er að mistök hennar eru miklu alvarlegri.  Vegna valdagræðgi hennar gleymdi hún athuga styrkleika "hússins" áður en hún flutti inn svo maður noti nú sömu líkingu og hún gerði í Fréttaukanum.  Allir skipstjórar hafa klárt haffærisskírteini áður en þeir láta sleppa endunum.

Nú verða kjósendur Samfylkingarinnar að koma vitinu fyrir Ingibjörgu og bjarga trúverðugleika flokksins með því að strika hana út í prófkjörinu. Formaður sem ekki axlar ábyrgð á mistökum sínum og viðurkennir þau er ekki hæfur sem formaður og ber að víkja. Ef ekki sjálfviljugur þá með útstrikunarvaldi kjósenda.

Í leikþættinum sem Ingibjörg setti á svið í Fréttaukanum setti hún í raun einn allra hæfasta þingmann flokksins út í kuldann án þess að nefna nafn hennar. Nefnilega Valgerði Bjarnadóttur. Held að Ingibjörgu væri sæmst að endurskoða afstöðu sína og stíga niður af stallinum áður en það verður of seint fyrir hana. Þá getur hún lent í sömu aðstöðu og Davíð. Að enda glæsilegan feril með æruleysi og skömm. 

 


mbl.is 20 bjóða sig fram fyrir Samfylkingu í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Konan er að skemma stórlega fyrir SF.  Ætlar sér að hanga inni á vinsældum Jóhönnu. Þær hafa bara ekki nægilegt burðarþol til að bera ISG! Allavega teflir konan kosningaúrslitum í tvísýnu með þessarri þrjósku sem hún hrósar sér af, en segir líka vera ókost sinn!  Mitt atkvæði fær SF ekki með ISG trónandi yfir sér. JBH er jafnvel skárri og er það mikið sagt eftir hans fyrri afrek!

Hlédís, 3.3.2009 kl. 00:24

2 identicon

Hvað var ég oft búin að vara þig við ?

Þarna sérðu, ég er ekki svo galin, sá konuna út strax í borgarstjórnarkosningum !

Þetta er sorglegt, því það er nóg af mjög hæfu og heiðarlegu fólki í Samfylkingunni .

Edda Snorra. (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband