Mykjuslagur í Framsóknarfjósinu

Nú er Framsókn í essinu sínu.  Gripirnr búnir að slíta sig lausa af básunum og mykjuslagur hafinn í ómokuðum flórnum.  Höskuldur kastar stórum kúadellum í andlit félaga sinna sem og þeirra, í stjórnarflokkunum, sem sýndu honum traust sem hann greinilega ekki var verður.

Framsóknarflokkurinn er sá íslenskur stjórnmálaflokkur sem sjaldan eða aldrei hefur verið hægt að treysta.  Í engum flokki hefur þrifist önnur eins spilling og hjá Framsókn og í engum flokki skipta menn jafn oft um skoðun. Það passar Höskuldi greinilega vel. Félagskapur við Aalfreð og Finn hentar Höskuldi betur en að hlusta á þjóðina. 

Hvað Höskuldi gekk til í viðskiptanefndinni í dag þegar hann gekk í lið með Sjálfstæðismönnum er ekki gott að segja um.  En líklegast þykir mér að honum hafi verið lofað einhverjum bitling af Geir og félögum hjálpi hann Sjálfstæðismönnum  að halda Davíð í Seðlabankanum svo hann komi ekki fram á pólitíska völlinn aftur og eyðileggi fyrir þeim sem hyggjast bjóða sig til forystu í flokknum.  Framsóknarmenn hafa nefnilega lengi verið falir fyrir fáeina skildinga og Höskuldur er einn af þeim. 

Það hefði verið miklu hreinlegra fyrir Höskuld að hafna samstarfi við VG og Samfylkinguna strax í upphafi í stað þess að ganga Sjálfstæðismönnum á hönd nú þegar frumvarpið um Seðlabankann, sem flokkur hans var búinn að samþykkja, færi í gegnum viðskiptanefnd í dag til þriðju umræðu á þinginu. 

Með þessum framgangi sínum gerði Höskuldur afar lítið úr sjálfum sér og opinberaði enn og aftur að Framsóknarflokkurinn er ekki til að treysta á.   Sé ekki hvernig nokkur flokkur muni hafa geð í sér til að hafa samstarf við hann eftir kosningar.    Þá er greinilegt að Höskuldur gefur skít í fólkið í landinu sem óskar þess eins að þjóðin enduvinni það traust sem hún hafði fyrir hrunið sem fyrst.  Það verður ekki gert fyrr en brennuvargurinn í Seðlabankanum hefur verið rekinn á dyr.

Nú gefur þjóðin bara skít í Höskuld sem greinilega ekki er vinur "litla mannsins".  


mbl.is Þingfundi frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hefndin getur svo sannarlega snúist upp í andhverfu sína

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.2.2009 kl. 17:34

2 Smámynd: Davíð Löve.

Heyr heyr orð að sönnu.

Davíð Löve., 23.2.2009 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband