Sjálfstæðisflokkurinn er heppinn að hafa þingmann eins og Illuga Gunnarsson í sínum röðum. Það verður að segja eins og er að eftir að flokkurinn hraktist, með skömm, út úr stjórnarráðinu er Illugi Gunnarsson einn fárra þingmanna flokksins sem er málefnalegur í málflutningi sínum og því skemmtilegur á að hlýða. Bjarni Benediktsson, leiðtogaefni flokksins, hefur einnig staðið undir væntingum og passað sig vel að fala ekki í sömu gryfju og Sigurður Kári, Birgir Ármannsson og Guðlaugur þór sem allir eru eins og leiðinlegir skrípakarlar þegar þeir opna munninn.
Fyrst ég er nú farinn að tala hlýlega um þingmenn Sjálfstæðisflokksins verð ég líka að nefna Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Guðfinnu S. Bjarnadóttur sem hafa algera yfirburði yfir aðrar konur í þingflokknum með málefnalegum málflutnigi sínum í umræðum á þinginu. Glæsilegar þingkonur báðar tvær.
Af því mig langar að enda þessa stuttu færslu á jákvæðu nótunum ætla ég ekkert að minnast á Þorgerði Katrínu.
Illugi nýtur mests stuðnings í 1. sæti í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Athugasemdir
Illugi Gunnarsson sat í stjórn sjóða Glitnis hf., eins og frægt er orðið. Hann lýsti því yfir að hann hefði velt því alvarlega fyrir sér hvort hann ætti að sitja áfram í stjórn sjóðanna eftir að hann var kjörinn á Alþingi. Hann sat áfram. Um stjórnarsetu sína sagði hann orðrétt en eftirá: “Ég tel heppilegra að Alþingismenn sitji ekki í stjórnum sjóða bankanna”. Hann taldi, sem sagt, setu sína þar óheppilega en ekki fyrr en að bankakerfið var hrunið og hann hefði sætt töluverðu ámæli fyrir samhliða störf sín hjá Glitni, með hagsmunagæslu almennings að aukastarfi. Í það minnsta virðist það líta þannig út, eftir á, sem er frekar óheppilegt. Skiptir þá einhverju máli hvort að maðurinn sé skemmtilegur eða ekki?
Bestu kveðjur, Geir.
Geir (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 09:18
Illugi er ekkert verri þó hann hafi setið í stjórn Glitnis. Mér finnst hann oftast málefnalegur og svo er hann vinnusamur líka. Það eru kostir marga þingmenn okkar vantar í dag.
Dunni, 21.2.2009 kl. 13:30
Illugi á gott með að tala og ekki er ekki sammála því að hann sé vinnusamur. Ég hef þurft að leita á hans náðir og svörin sem að ég fékk voru eintóm undabrögð og lygar.
Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.2.2009 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.