Þvættingur þingmannsins

Ég horfði á hlut af umræðunni um svokallaða skýrslu heilbrigðisráðherra í Sjónvarpinu í dag. Skírsla Ögmundar var svo sem ekki merkileg enda varla við því að búast frá honum. Hins vegar var málflutningur Ástu Möller enn ámátlegri en skýrsla Ögmundar.  Það er ekki oft sem maður heyrir Alþingismenn tafsa innantóm orð án setninga með nokkurri merkingu úr ræðustóli Alþingis.

Og alltaf var hún að halda því fram að Ögmundur hafi ekki svarað spurningum hennar. Málið var að henni mislukkaðist gersamlega að koma með skiljanlegar spurningar í umræðunni. Hún fékk þess vegna lítil svör við litlum spurningum frá litlum ráðherra.  Ef Ásta gefur sér tíma til að hlusta á ræðu sína aftur kemst stjórnsýslumeistarinn örugglega að því að málflutningur hennar í dag var einfaldlega ómálefnalegur þvættingur. Nákvæmlega eins og svör ráðherrans sem svaraði eins og fermingarstrákur á málfundi.


mbl.is Eignarhaldsfélög í veikindaleyfi.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband