Í raun er með ólíkindum að Hæstaréttur skuli finna sig knúinn til að milda dóma yfir barnanýðingum. Þetta er aldeilis ekki í fyrsta skiptið sem Hæstiréttur gengur í lið með glæpamönnum. Þess vegna veltir maður því fyrir sér til hvers eiginlega Hæstiréttur er. Kannski eru bara lög götunnar betri en lögin sem Hæstiréttur rígheldur í þegar hann dæmir glæpamönnunum í hag.
Þannig á þetta að sjálfsögðu ekki að vera. Við eigum að geta treyst Hæstarétti. Spurningin er bara sú hvað getum við gert til þess að þjóðin fái traust á æðsta dómstigi okkar? Kannski við þurfum að mæta með búsáhöldin fyrir utan Hæstarétt næst. Þeir sem þar sitja er flestum komið þar fyrir af flokknum sem nú hefur hrakist, undan pottum og pönnum, sleifum og ausum, í stjórnarandstöðu. Kannski Hæstiréttur þurfi á sömu meðferð að halda.
Hins vegar lýsi ég ánægju með að gamli maðurinn fékk dóm. Börn og barnabörn hans fá með því að einhverju leyti uppreist æru þó sársaukinn verði æfilangt í hjörtum þeirra.
Tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Af mbl.is
Innlent
- Myndskeið: Stórbrotið útsýni af flugbrautinni
- Maskína: Framsókn í fallbaráttu
- Myndir: Hraunið við bílaplan Bláa lónsins
- Gosstöðvarnar ekki aðgengilegar fyrir ferðamenn
- Vatnsleki hjá Brauð & co
- Má segja að þetta gos hafi þjófstartað
- Hraunið við bílastæði Bláa lónsins
- Stal munum úr starfsmannaaðstöðu
- Virknin dregist saman um 600 metra
- Rafmagn komið á: Engin viðgerð fyrr en eftir gosið
- Erum í miðri hrinu: Styttist í Eldvörp
- Fylla í skörð í varnargarði
- Ábyrgt stjórnvald hljóti að áfrýja
- Blóðkám á vegg ráðhússins
- Mæðgur dæmdar til að greiða 64 milljónir
Athugasemdir
Já, þeir litu til líðan karlsins en það er ekki hægt að sjá að Hæstiréttur hafi haft áhyggjur af barnabarninu sem fær eina og hálfa milljón af ónýtum krónum ef hún berst fyrir þeim fyrir dómi. Annars fær hún ekkert.
Marta Gunnarsdóttir, 19.2.2009 kl. 19:02
Einmitt.
Maðurinn var með fullu ráði þegar glæpurinn var framinn og AFINN í þokkabót, frekar lengja dóminn en hitt.
Engin afsökun að verða gamall og/eða veikur seinna, það hendir okkur öll sem fáum að lifa áfram.
Blessað barnið sem níðst var á lifir með þetta út æfina, hver tekur tillit til þess ??
Marta smarta, 19.2.2009 kl. 19:15
Elli, heimska og sjúkdómar eru til mildunar dómara og það er ekki Hæstiréttur sem ákvað það heldur löggjafinn. Þetta er hægt að sjá ef maður bara nennir að skoða almenn hegninarlög og greinargerð þeirra.
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 20:26
Ok ég segi kannski ekki heimsku, en klárlega elli og sjúkdómar.
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 20:27
* Til mildunar dóma átti þetta að vera.
Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 20:28
Einhvern vegin held ég að peningarnir séu ekki það sem barnabarnið, sem nú er orðin fullvaxin, sækist eftir. Upphæðin er hvort eð er svo smánarlega lítil að litlu skiptir hvar hún liggur. Hún er svona eins og plástur á rispu á litla fingri og getur aldrei grætt sárin sem hún á eftir að bera á sál sinni það sem eftir er æfinnar.
Dunni, 19.2.2009 kl. 21:45
Frétti nýlega að það verður slegið á potta laugardag 28.2. og sunnudag 1. 3 til að mótmæla ósvinnunni ! Efast mjög um að réttinum hafi verið skylt að milda dóminn, þó dæmt væri eftir eldri lögunum. Um afplánun gildir auk þess, að unnt er að afplána á sjúkrastofnun - í gröfinn jafnvel! Þá er úttekt yfirleitt í mesta lagi helmingur dæmds tíma hérlendis. Að vísu mun þurf að passa karlafmánina vel í fangelsi - þar eru fyrir hlutfallslega mun fleiri fórnarlömb misnotkunar, en utan veggja.
Hlédís, 21.2.2009 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.