Margir áttu von á að með Sigmundi Davíð, hinum unga og ferska formanni Framsóknarflokksins myndi hagur flokksins vænkast. Ekki sæist vegna þess að kjöri Sigmundar Davíðs fylgdi líka ungur varaformaður, Birkir J. Jónsson.
Nokkrir trúðu því og þar á meðal undirritaður, að með kjöri ungmennanna til forystu í flokknum tækist að þvo stærstu flórsletturnar úr andliti hans og spillingarfnykurinn dempaðist lítilsháttar.Tilboð Sigmundar Davíðs til VG og Samfylkingar um að verja ríkistjórn flokkanna falli, ef mynduð yrði, var ekki síst til þess að margir luku upp augum og eyrum ot héldu að Framsókn væri í í raunað gefa í skyn að Farmsókn vildi verða flokkur fólksins.
Tilboðið virtist í fyrstu óháð örðum skilyrðum en þeim að ríkistjórnin ynni fyrst og fremst að því að björgun samfélagsins eftir hrunið mikla og að undirbúningi stjórnlagaþings.Það voru ekki margir klukkutímar liðnir þegar í ljós kom að tilboð formannsins unga var byggt á misskilningi. Hann hafði gleymt því, eða vissi ekki, að áður en slík tilboð eru gefin þarf að ræða við leikstjóra strengjabrúðuleikshúss flokksins. Alfreð Þ. og co halda enn um taumana og vesalings Sigmundur varð að éta tilboðið ofan í sig ok koma með nýtt tilboð hlaðið skilyrðum sem gerbreytti stöðu ríkistjórnarinnar.
Heilindi Framsóknar eru því enn eins og þau hafa alltaf verið, nákvæmlega engin. Nú þegar flokkurinn mælist með heldur meira fylgi en áður ætla strengjabrúðustjórarnir að fara í gamla dragúldna framsóknarfarið, að hundsa fólkið en hlaða undir sjálfa sig. Svo virðist vera að þeir hafi nú lagt stjórnlagaþingið á ís og opið prófkjör kemur ekki til greina.
Það er því ekkert undarlegt þó Þráinn Bertelsson, sem lengi hefur verið boðberi almennrar skynsemi, vilji ekki taka þátt í hnoða saman framboðslistum í reykfylltum bakherbergjum án þess að hinn almenni flokksmaður hafi neitt um það að segja.
Framsóknarflokkurinn verður því alltaf í algeri mótsögn sína eigin skilgreiningu, "fjálslyndur félagshyggjuflokkur." Flokkurinn er og hefur lengi verið þunglynd hagsmunaklíka gamalla SÍS tarfa.
Segir sig úr Framsóknarflokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 19.2.2009 | 15:18 (breytt kl. 15:22) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.