Það er full ástæða til að óska Teiti til hamingju með frábæran bikasrigur í Höllinni í dag. Leikurinn i dag var svo sannarlega Litla Ljót á móti Prins Valiant þar sem Litla Ljót fór með sigur undir handleiðslu frábærs þjálfara.
Ég er nokkuð viss um að þeir eru fáir sem finnast sem trúðu á Stjórnusigur á móti KR í svo mikilvægum leik sem bikarúrslitaleikurinn er. Engin vafi er á að KR er með lang besta mannskap á landinu en það dugar ekki til að búa til besta liðið. Liðsheildin hjá Stjörnunni hélt sér allan leikinn meðan KR-ingar reyndu að hnoðast áfram á einstaklingsframtakinu. Margar flottar rispur hjá Jóni Arnóri og Jakobi í seinni hálfleik en massífur varnarleikur lærisveina Teits náði oftast að stoppa fyrirsjáanlegar sóknaraðgerðir KR. Það var ekki fyrr en í síðasta "time out" að Benni kom auga á að lykilinn að sigri KR væri að stoppa þá Jovan Zdravzeski og Justin Shouse sem léku lausum hala allan tíman og mötuðu samherja sína. Ráðleysið var algert hjá KR meðan Stjörnumenn léku raunverulega yfir getu með viljan til að vinna leikgleðina sem sitt sterkasta vopn.
Það er dálítið merkilegt að þetta er í annað sinn sem Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, tapar titli þegar hann er með bestu leikmenn sem finnast á landinu. Árið 1998 stjórnaði Benedikt Grindvíkingum til yfirburða sigurs á Ísfirðingum í Höllinni. Menn töldu það bara formsatriði að Grindjánar hirtu Íslandsmeistaratitilinn líka enda var liðið með tvo af bestu útlendingum sem leikið hafa á Íslandi, Darryl Wilson og Konstantin Tzartzaris, auk góðra heimamanna líka. Það voru síðan Skagamenn, sem ekki var vænst mikils af það þeim tíma, sem slógu Grindavík út úr úrlsitakepninni. Það þótti saga til næsta bæjar á þeim tíma.
Stjarnan er bikarmeistari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Af mbl.is
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
Athugasemdir
Já þetta var rós í hnappagat Teits Örlygs. Hann er að ná þvílíkt miklu úr þessu liði og Shouse blómstraði í dag. Það er heldur ekki á hverjum degi sem lið ná að halda KR í 31% skotnýtingu í tveggja stiga skotum. Til hamingju Stjörnumenn, og KR-konur.
Rúnar KR-ingur (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 19:03
Frábær úrslit, svona gefur íþróttunum gildi.
Leiðrétti þig þó að árið 98 var Darril Wilson ekki með Grindavik gegn Skaganum. Hann var rekinn fyrir úrslitakeppni, Walsh Jordan spilaði með þeim, gat ekkert. Damon Johnson tok þá Grindavik ut. En það var óvænt en þetta í dag eitt það óvæntasta í íþróttasögunni
Baldur (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 19:34
Mikikið rétt. Tannburstinn var kominn til Grindavíkur er úrslitakepnin hófst en engu að síður hefði Skaginn átt að vera tiltölulega auðveld bráð fyrir Grindavík. Þó Damon hafi verið góður var það fyrst og fremst þjálfari Skagamanna sem var lykilinn að sigrinum. Hann kunni leikkerfi Grindvíkinga utan að meðan Benni karlinn átti aldrei neinn almennilegan leik gegn fléttum Ermos. Rússinn undirbjó bæði sjálfan sig og liðið. Sá var munurinn.
Dunni, 15.2.2009 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.