Nú er það ljóst að margir lífeyrissjóðir eiga ekki lengur fyrir skuldbindingum sínum og þurfa að skera lífeyrisréttindi sjóðsmanna niður um 10%. Það er ekki lítil kjaraskerðing í ljósi þess að lýfeyrisréttindin eru aðeins brot af þeim launum sem menn hafa.
Þennan niðurskurð verða þeir að láta yfir sig ganga sem ekkert hafa með efnahagshrunið að gera. Heldur þvert á móti unnu hörðum höndum til þess að draumur útrásarliðsisn gæti orðið að veruleika.
Á sama tíma og almennir lífeyrisþegar þurfa að taka á sig 10% niðurskurð sitja þeir sem bera ábyrgðina á íslenska hruninu sem fastast í sætum sínum og neita að semja um nokkurn niðurskurð á sínum eftirlaunum.
Má vel vera að Davíð Oddson, með sín eftirlaunaréttindi frá borgarstjórn, ráðherraeftirlaun og að sjálfsögðu frá Seðlabankanum treysti sér ekki til að taka á sig niðurskurð. Það sýnir betur en nokkuð annað hvar hann setur sjálfan sig meðal þjóðarinnar sem hann á að þjóna. Einhvern veginn á ég erfitt með að sjá að hann nái að endurvekja þá virðingu sem hann hafði, og átti á tímabili skilið, með framkomu sinni síðustu mánuðina. Þjóðin er alla vega ekki númer eitt hjá honum.
![]() |
Skerða lífeyri um allt að 10% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
-
stebbifr
-
adhdblogg
-
alla
-
adalsteinnjonsson
-
arogsid
-
pelli
-
kaffi
-
beggipopp
-
bjarnihardar
-
bokakaffid
-
gattin
-
disadora
-
fannarh
-
gislisig
-
gretaulfs
-
gretarro
-
jyderupdrottningin
-
gudrununa
-
gthg
-
hafsteinnvidar
-
heidistrand
-
hehau
-
helgigunnars
-
hermingi
-
drum
-
disdis
-
ingabaldurs
-
veland
-
jakobk
-
jonkjartansson
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonerr
-
kalli33
-
ktomm
-
loopman
-
st1300
-
7-an
-
palmig
-
krams
-
ragnarb
-
raggiraf
-
ragnar73
-
ridartfalls
-
sng
-
snorribetel
-
vefritid
-
thormar
Athugasemdir
Ég er velta fyrir mér hvort það er vísvitandi lygi hjá þér, Guðni, eða heimska að halda þessu fram? Það eina sem er pottþétt í lífeyrismálum opinberra starfsmanna er nefnilega að Davíð og kó (embættis- og þingmannaeftirlaunalið) lækkar í launum. Hins vegar skerðast réttindin ekkert hjá þeim sem Ömmi hefur séð um að naglfesta við ríkissjóðsgarðann.
Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 07:30
Þarf ekkert við athugasemdina hjá Halldóri að bæta.
Ragnar Gunnlaugsson, 10.2.2009 kl. 07:51
Ekki veit ég hvort þetta á að vera viska eða findni. Það er rétt að lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna lækka ekki. Það er vegna þess að með þá hefur ekki verið gamlað eins og marga aðra lífeyrissjóði.
Er ekki alveg klár á hvernig það er með eftilaun þingmanna og ráðherra. En Æðstu embættismenn ríkisins, m.a. seðlabankastjorarnir og hæstarétardómarar fá ekki skertan lífeyri.
Dunni, 10.2.2009 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.