Torres sýnd klassaleik í kvöld

Enignn vafi á að Torres er að komast í form aftur.  Hann þarf 3-4 leiki til og þá verður hann búinn að ná toppfromi aftur.  Fyrra markið hans var heimsklassa mark.  Frábært hvernig hann gabbaði Terry og Alex, sem gerði bara ein mistök í leiknum, og skoraði frábært mark fram hjá gersamlega varnarlausum gúmmí-Tjékkanum í Chelsea búrinu.

Annars átti Liverpool liðið fínan leik í kvöld. Einna helst Riera sem var slakur. Hann var að mestu áhorfandi að leiknum. Vörnin átti sinn besta leik í langan tíma og heimamenn réðu öllum gangi mála á miðjunni. Enda segja tölurnar sitt.  Liverpool hélt boltanum 70% af tímanum, átti 21 marktilraun þar af hittu 11 á rammann.  Sambærilegar tölur hjá Chelsea voru 30% 9 skottilraunir og þar af ein á markið.

Þarf ekki að segja neitt meir um þetta og nú er LFC lang næst-besta liðið í deildinni. Verður vonandi það besta þegar upp verður staðið í maí. 


mbl.is Torres: Frábært að skora fyrstu mörkin á heimavelli gegn Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafa það skal sem sannara reynist og alltaf skemmtilegra þegar rétt er farið með staðreyndir.

 Torres var eins og áhorfandi fyrir utan þessi tvö pot sín

Samkvæmt Soccernet.com

Liverpool Chelsea
25(9) Shots (on Goal) 8(2)
26 Fouls 16
12 Corner Kicks 1
0 Offsides 2
52% Time of Possession 48%
4 Yellow Cards 3
0 Red Cards 1
2 Saves 7

Karl Ómar Jónsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 22:04

2 identicon

Ég er ósammála. Mér fannst Torres einmitt vera sí ógnandi út leikinn, öfugt við það sem hann hefur verið síðan hann kom úr meiðslum.

Rúnar Geir (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 22:08

3 Smámynd: Dunni

Takk fyrir þetta Karl.. Tölurnar sem ég var með komu frá Canal+ sport.  En þessar eru eiginlega skemmtilegri. Svo ég tek undir, "hafa skal það sem skemmtilegra reynist."

Annars finnst mér prósentutölurnar frá soccernett dálítið daprar miðað við það sem maður sá í sjónvarpinu. Gætu passað við fyrri hálfleikinn en Það var viðburður í seinni hálfleik ef Chelsea hafði stjórn á boltanum.

Annars skipta tölurnar svo sem engu máli ef frá eru talin mörkin 2 og stigin 3.

Torres var að allan tíman og hefði öruglega skorað eitt eða tvö mörk til væri hann kominn í toppformið sitt.  Það kemur í febrúar. Enda febrúar besti mánuður ársins.

Dunni, 1.2.2009 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband