Fjörugur fyrri hálfleikur á Anfield

LFCÞað fer ekki á milli mála að hvorugt liðið má við tapi í dag.  Sóknarleikur Liverpool er heldur skárri en hjá Chelsea og sanngjarnt hefði verið að þeir hefðu skorað þegar Riera náði ekki að nýta sér sendinguna frá Gerrard.

Það sem er merkilegt við þennan leik er að varnarmennirnir í báðum liðum hafa leikið sóknarmennina heldur grátt.  Þeir hafa örugglega fengið skír skilaboð frá sjeffunum  um að gefa engin grið. Það  verður því erfitt að skora mörk á Anfield í dag.  En hef trú á að það verði ekki liðið langt á seinni hálfleikinn þegar leikurinn fer að opnast.  Það er nefnilega grundvallar atriði að fyrir bæði lið að hala inn 3 stig.  Annars kveður Manchester United samferðamenn sína og stingur af á toppnum.

Hef trú á að Liverpool skori eina mark leiksins og veðja á að það verði Kuyt.  


mbl.is Torres tryggði Liverpool sigur á Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef einhver skorar þá er það Drogba fyrir Chelsea.
Baráttan um titilinn verður aftur milli Man U og Chelsea.

PS. Ég er ekki Chelsea fan.

Roman (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 17:44

2 Smámynd: Dunni

Hver er Drogba?

Dunni, 1.2.2009 kl. 18:50

3 Smámynd: Hróðvar Sören

Drogba er pappakassinn sem Carragher var með í rassvasanum.

Hróðvar Sören, 1.2.2009 kl. 21:02

4 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Veit ekki hvaða leik þú varst að horfa á, Chelsea langt frá því að vera eitthvað ógnandi.

Páll Geir Bjarnason, 1.2.2009 kl. 21:04

5 Smámynd: Dunni

Hver sagði að Chelsea hefði verið ógnadi?

Dunni, 1.2.2009 kl. 21:20

6 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

"Það sem er merkilegt við þennan leik er að varnarmennirnir í báðum liðum hafa leikið sóknarmennina heldur grátt."

Las þessa setningu öfugt. Sorrí.

Páll Geir Bjarnason, 3.2.2009 kl. 01:44

7 Smámynd: Dunni

Í góðu lag Páll Geir.  Stundum skrifa menn vitlaust og stundum lesa menn vitlaust.  Við því er bara ekkert að gera nema brosa að bæði sjálfum sér mog öðrum.

Annars var amma mín, sáluga, einlægur Chelsea aðdándi og horfði á alla leiki liðsins meðan hún hafði heilsu til.  Þess vegna hef ég alltaf, alla vega, eina taug til félagsins.

Dunni, 3.2.2009 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband