Hverjir koma til með að sitja á stjórnlagaþinginu?

Það er eðlileg og góð krafa hjá Framsóknarflokknum, svo maður finni nú eitthað jákvætt þar á bæ, að fara fram á að kosið verði til stjórnlagaþings eigi flokkurinn að verja minnihlutastjórn Jóhönnu. En það þarf ekki endilega að flýta sér um of með kosningu þess.  Aðal atriðið hlýtur að vera að vanda undirbúning þess og útfærslu á því hvernig það starfi.  Stjórnlagaþing þarf að koma saman í haust. Það liggur ekkert á því fyrr.

Nú vaknar vitaskuld upp hvernig kosning stjórnlagaþingsins fer fram og hverjir bjóða sig fram.  Ef þjóðin á að geta treyst þinginu fyrir sanngjörnum breytingum á stjórnarskránni er deginum ljósara að núverandi stjórnmálaflokkar mega ekki vera með puttana puttana á kafi í því.  Venjan er sú að þótt þeir boði breytingar þá breyta þeir engu sem er þeim til óþæginda.

Stjórnlagaþingið á aðtryggja íslensku þjóðinni skýra og ákveðna stjórnarskrá sem á að verða að góðu tæki til að koma í veg fyrir að við þurfum að upplifa enn á ný spillingarsamfélag eins og nú er vonandi í andarslirunum. 

Til þess að það geti orðið verður það að vera klárt að ráðherrar geta ekki jafnframt verið Alþingismenn.  Fyrrum flokksformenn og ráðherrar eiga ekki að eiga athvarf í Seðlabankanum. Ráðherrar og Alþingismenn eiga ekki að sitja í stjórnum fyrirtækja.  Þeir eiga að vera 100% óháðir öllu nema sinni eigin samvisku.  Slíkt fólk er ekki tínt niður úr trjánum á Íslandi í dag.  Þess vegna verður að gefa því tíma að undirbúa þingið og finna fólk sem vill bjóða sig fram.  


mbl.is Samþykkja stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Bendi fólki á Lýðveldisbyltinguna. Þar starfar hópur sem mun hafa áhuga á að bjóða fram krafta sína á stjórnalagaþingi.

Héðinn Björnsson, 29.1.2009 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband