Kaupþing gerði ATLÖGU að samfélaginu???

PeningarEf eitthvað er hæft í fréttumsíðustu daga, af Kaupþingi, er erfitt að draga aðra ályktun en að það hafi verið stjórnendur þess sem gerðu stærstu atlöguna að bankakerfi þjóðarinnar ásamt Seðlabankanum sem þjóðnýtti Glitni.

Robert Tchenguiz, Sheik Al-Thani og Ólafur Ólafsson virðast hafa getað leikið sér með fleiri hundruð milljarða á síðustu metrum bankans án þess stjórnendur bankans og hvað þá Fjálrmálaeftirlitið gerðu einhverjar athugasemdir við gjörninginn.  Peningunum er síðan komið fyrir á einhverjum gulleyjum þar sem íslenski skattmann getur ekki einu sinni þefað af því sem honum bar.

Ég verð að viðurkenna að ég er að verða eins og Ragnar Reykás í viðhorfum mínum til bankastjórnar Kaupþings og tek undir vangaveltur Vilhjálms Bjarnasonar um að verk þeirra jaðri við landráð.

 


mbl.is Atlaga felldi íslenska kerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ekkibendaámig syndrómið sem bankamenn eru haldnir
sigurður í kaupþing kann ekki að skammast sín

hann eins og svo marga aðra, á að kyrrsetja og eignir þeirra þangað til allt er komið í ljós og hefur verið fengnar viðunandi útskyringar og skil á öllum fjármunum og greiðslum, röngu verið breytt rétt og þeir látnir skila því sem þeir hafa tekið sér á svo óheilbrigðan og siðlausan hátt síðustu árin.

bermudaskal (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband