Geir ber enga ábyrgð

Það vantaði ekki að Geir talaði eins og sönn hetja þegar hann tilkynnti þjóðinni að stjórnarsamstarfinu væri slitið.  Hellvítis Samfylkingin var svo slöpp að hún gafst upp í miðjum klíðum.  Svo er það heldur ekki einn stjórnmálaflokkur heldur margir.  Ég er ekki hissa þó Geir Haarde hafi gefist upp á þessum samstarfslýð sínum.

Þessi ræða Geirs var nákvæmlega það sem við var að búast frá honum og flokki hans.  Það hefur aldrei hvarflað að Sjálfstæðisflokknum að viðurkenna að hann beri hluta ábyrgðarinnar af ef banka og efnahagshruni lýðvelsisins Íslands. Og það þrátt fyrir að flokkurinn hafi stjórnað öllum þeim stofnunum samfélagisns sem hafa haft emð efnahagsmál að gera síðsutu 17 árin.

Það var kátbroslegt að heyra Geir lýsa ástandinu í Samfylkingunni sem sundurlausri hjörð.  Í hans eigin flokki er hver höndin upp á móti annarri.  Nægir að benda á ummæli Ragnheiðar Ríkharðsdóttur í gær og fylkingarnar sem berjast nú á banaspjótum um forystuna í flokknum sem kosnin verður á landsfundinum í mars.

Svo kemst Geir ekki hjá því að viðurkenna að verkstjórn hans í ríkistjórninni hefur nánast engin verið. Hann hefur ekki þorað að taka ákvörðun um að verða við kalli þjóðarinnar um að reka Seðlabankastjórnina og víkja fjármálaráðherranum, Árna Mathiesen úr embætti.  Ef Geir Haarde hefði hlustað á þjóð sína og samstarfsflokkinn, starax í oktober, gæti hann borið höfuðið hátt og hefði örugglega losnað við búsáhaldabyltinguna sem nú hefur unnið mjög stóran áfangasigur.

Sagan kemur til með að segja okkur að Geir Hilmar Haarde sé vænn maður og besti drengur. En hann hafi skort alla þá eiginleika sem góður þjóðarleiðtogi þarf að hafa. Sérstaklega þegar þjóðin þarf leiðsögn á krepputímum.   


mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nákvæmlega það sem ég hugsaði.. Geir firrar sig (og flokk sinn) allri ábyrgð , og hann lætur eins og Samfylkingin hafi séð til þess að þjóðin lenti í þessum hörmungum.  

Bestu kveðjur frá Grindó..

Eygló Pétursdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 15:08

2 identicon

Það er gott að vita að 'atgervisflóttinn' á ekki við rök að styðjast og annareins vitleysingur hafi farið (einsog kúkur með heimþrá) aftur til Norge.

Geir er farin og Davíð er næstur, svo og allir hans skósveinar.

Steinn Magnússon (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband