Hvar er sannfæringin?

Það er vitaskuld ánægjuefni að sjá og heyra að Ingibjörg Sólrún virðist vera furðu hress miðað viðhennar illræmdu veikindi.  Samt finnst mér að hún eigi að láta öðrum eftir skipstjórnina þar til hún verður full frísk.  Skal viðurkenna fúslega að Ingibjörg er ekki sá formaður sem ég vildi sjá i Samfylkingunni á sínum tíma en hún er rétt kjörinn og þá ber að virða það. 

En það sem rekur mig til að skrifa framangreint er að það er ekki hin fullfrísk Ingibjörg Sórún Gísladóttir sem segir, "Allt kemur til greina" við stjórnun landsins.  Sannfæringin er farin og það passar illa eins og á stendur.

MItt mat er að nú egi að kveðja til Stefán Jón Hafstein og Dag Sigurðsson til að vinna með þingflokknum og móta ákveðna stefnu fyrir bráðabyrgðasjórnina verði Samfylkingin me í henni.  Persónulega finnst mér að núverandi ríkistjórn geti vel haldið áfram til vorsins en þá þarf hún að fórna bæði peðum og mönnum til að auka tiltrú sína.  Það voru hrikaleg mistök hjá Ingibjörgu og Geir að moka ekki út, strax í upphafi, þeim sem sváfu á vaktinni.  Nú er það kannski orðið of seint.

Að mínu mati kemur aldeilis ekki allt til greina við myndun bráðabyrgðastjórnar.  Þar verða að vera hörku naglar sem vilja vinna og það sem er mikilvægast verða þeir að hafa tiltrú alls almennings.  Þess vegna er ekki pláss fyrir Ögmund Jónasson í þeirri stjórn.


mbl.is „Allt kemur til greina"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband