Flott framtak hjá Réttlæti

Lýst vel á  baráttu Réttlætis fyrir að endurheimta sparnað sinn frá Landsbankanum.  Ég hef trú á því að þeim takist það. Alla vega ef lögin á Íslandi eru eitthvað svipuð lögunum í Noregi.

Þannig er að eftirlaunaþegi nokkur í Noregi, sem átti umtalsverðan sparnað inn á hefðbundnum sparíreikningi í DNB bankanum, lét þjónustufullrúa bankans plata sig til að færa sparnaðinn sinn yfir á afkastameiri verðbréfareikning.

Ólíkt Landsbankanum er DNB ekki á hausnum en bankastjórnin harðneitar þó að bæta gamla manninum upp tapið sem þjónustufulltrúinn kostaði hann.  Sá gamli gafst ekki upp og fór með málið fyrir Bankaneftirlitsnefndina sem úrskurðaði að DNB ætti að bæta honum upp allt tapið þar sem hann fylgdi ráðum starfsmanns bankans.  Þar með var bankinn ábyrgur þar sem þjónustufulltrúinn var "sérfræðingur" bankans.

Reyndar neitar bankinn enn að borga en lögfræðingar telja að sá gamli hafi unnið mál fari hann með það fyrir dómstóla.

Vonandi að Réttlæti nái fram á Íslandi. Það væri góð tilbreyting í kreppunni.  


mbl.is Fjölmenni með réttlæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvað með séreignalífeyrissjóðina, því sem fólk tapaði þar ? Er meira réttlæti að fólk fái peningabréfin sín, sem vitað var að fylgdi áhætta, frekar en lífeyrissjóðssöfnun vinnandi fólks ?

hilmar jónsson, 22.1.2009 kl. 21:39

2 Smámynd: Árni B. Steinarsson Norðfjörð

rettlaeti.is er frekja.is.

Það á að stela af fátækara fólki sem ekki gat sparað til að borga

ríkari Íslendingum sem gátu sparað og fjárfestu í ótryggðum 

áhættusparnaði. 

Þannig að rettlaeti.is er frekja.is.

Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 22.1.2009 kl. 21:46

3 Smámynd: Birgir Þorsteinn Jóakimsson

Snýst ekki um frekju heldur réttlæti. Þarna erum við til dæmis

að tala um fólk sem er í raun mjög fátækt þó það hafi átt nokkrar

milljónir sem átti að vera ellilífeyririnn. 30% af því er nú horfið.

Þetta snýst um siðferði gömlu bankanna sem plötuðu einstaklinga

og fyrirtæki til að setja alla peningana sína í peningabréf. Landsbankinn

sagði (og sendi á tölvupósti sem er til enn) að þetta væri 100% öruggt.

Það er þetta sem málið snýst um, ekki hvort þetta fólk sé ríkt eður ei.

Birgir Þorsteinn Jóakimsson, 22.1.2009 kl. 21:59

4 Smámynd: Dunni

Í Noregi miðast bæturnar við það hvort einstaklingurinn finnur upp hjá sjálfum sér að leggja sparnaðinn sinn inn á verðbréfareikninga eða hvort það er þjónustufulltrúi eða "sérfræðingur" bankans sem áhrif hefur á viðskptavininn.  Bankinn er jú ábyrgur fyrir sínu fólki og leggur því línurnar. 

Árni B. Steinarsson Norðfjörð! Það er ekki frekja og því síður þjófnaður að fara fram á að fá þá peninga út úr bankanum sem maður leggur inn í hann. aað halda því fram að það sé frekja eða þjófnaður er heimska eða í besta falli barnaskapur.  Lögin eiga að gilda jafnt fyrir bæði ríka og fátæka og ég held þau geri það. Svona að mestu leyti alla vega.

Dunni, 22.1.2009 kl. 22:03

5 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Góður punktur hér ofar hjá Hilmar Jónssyni.  Mig langar að benda á eftirfarandi:

Þegar fólk kemur til þjónustufulltrúa í banka og biður um ráðleggingar varðandi sparnað, er bent á þær sparnaðarleiðir sem í boði eru hverju sinni og hver ávöxtunin er á hverri leið.  Það er síðan viðskiptavinarins að velja, hver fyrir sig.  Margir velja þær leiðir sem sýna hærri ávöxtun. Það að margir hafi tapað sparnaði sínum í bankahrunin er auðvitað MJÖG MJÖG slæmt og enginn að mæla því bót, EN það er fjöldinn allur af fólki (ef ekki allir) sem töðuðu á þessu hruni og afleiðingum þess og ekki nokkur vinnandi vegur fyrir ríkissjóð að bæta öllum allt, ÞVÍ MIÐUR.

Katrín Linda Óskarsdóttir, 22.1.2009 kl. 23:30

6 Smámynd: Dunni

Ég er fullkomlega sammála ykkur, Hilmar og Linda. Ástandið hér í Noregi er na´ttúrulega allt annað en heima.  Hér hefur engin banki farið á hausinn. 

Það sem væntanleg réttahrhöld ganga út á er þegar þjónustufulltrúi eða sérfræðingur, veit ekki hvað ég á að kalla þetta, hefur samband að fyrra bragði og mælir með ákveðnum reikningi, sem á að gefa viðskiptavininum skjótari gróða.  Þar með er bankinn farinn að hafa áhrif á val viðskiptavinarins og þar með orðinn ábyrgur.    Ekki nærriallir sem tapað hafa peningum í heimskreppunni eru í þeirri stöðu en margir samt. og ég veit um þó nokkra á Íslandi sem lentu í því að hringt var í þá, oftar en einu sinni, þar sem þeir voru hvattir til að færa sparnað sinn yfir á "hagstæðari" reikninga. Það er að sjálfsögðu ábyrgðarhluti.

Dunni, 23.1.2009 kl. 06:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband