Bæði þingmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar hafa haft það á orði síðan í nóvember að þeð beri að kjósa í vor. Í stað þess að hlusta á samstarfsfólk sitt í ríkstjórninni kaus Geir að þumbast við og ljáði ekki máls á vorkosningum.
Forsætisráðherra sem ekki hlustar á samstarfsfólk sitt, hlustar ekki á þjóð sína og hlustar ekki heldur á varaformann sinn getur ekki verið búinn góðum leiðtogahæfileikum. Í stað þess að þumbast við átti Geir vitaskuld að bretta upp ermarnar, skipta út sökudólgum og boða til vorkosninga. Í millitíðinni hefðu Samfylking og Sjálfstæðisflokkur geta unnið af þrótti að endurreisn efnahagskerfisins og mætt til vel undirbúnir til kosninga og örugglega með meira traust í farteskinu en hún nýtur nú.
Geir Haarde getur engum öðrum en sjálfum sér kennt um hvernig komið er fyrir honum og flokki hans. Hann las stöðu sína vitlaust. Því miður.
Ingibjörg vill kosningar í vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Athugasemdir
frábær pistill hjá þér og fullur sannleika það væri varla hægt að orða þetta betur.
Johann Trast Palmason, 22.1.2009 kl. 20:35
Vertu ekki með þetta bull. ISG þvingaði Geir til að flýta landsfundi sjálfstæðisflokksins með hótun að ef ekki væri farið í ESB væri samstarfið á enda. Fyrir utan að Skrípa eyddi 500 millum í órað (öryggisráð) en það kemur ekki á óvart að samspillingarfólk sé heilaþvegið, ja eða ef fólk hefur séð myndina Shaun of the dead eins og zombie liðið í henni. Hvernig er með samspillinguna? ISG flissar sig frá öllu, Björgvin veit ekki neitt og það bókstaflega, Iðnaðarráðherra gerir grín að mótmælum þrátt fyrir að hafa staðfest að hann hafi verið lítill aumingjans mótmælandi sjálfur og umhverfisráðherra treður samflokksráðherra sér um tær. Góður flokkur :D
Haffi (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 20:38
Hverskonar forsætisráðherra er það sem lætur þvinga sig til að flýta landsfundi flokks síns. Það segir allt sem segja þarf um leiðtogahæflileikana.
Þetta lið, sem ekkert getur, er nú liðið sem Geir grát bað um að mynda sterka ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. En engin ríkistjórn er sterkari en veikasti hlekkurinn og það er forsætisráðherrann.
Sorry to say því Geir er annars gæða drengur og góður KR-ingur
Dunni, 22.1.2009 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.