Það er rétt hjá Runólfi að ríkisstjórnin sé dauð. Hún fékk alvarlegt slag í október og félagsfundir Samfylkingarinnar í Reykjavík og Kópavogi staðfestu andlát hennar í gærkvöldi. Ég ætla ekki að blessa minningu hennar.
Hinsvegar er það svo að meðan Samfylkingin ekki lætur til skarar skríða og slítur samstarfinu við hinn gjörspillta Sjálfstæðisflokk ekur hún vagninum með líkið í skottinu.
Reyndar staðfesti Geir líka í Kastljósinu að ríkistjórnin er dauð. Já steindauð. Hann svaraði ekki beint spurningunni um hvort Ingibjörf Sólrún, frá sjúkrabeðinu í Svíþjóð, hafi gefið ákveðið svar um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Hann sagðist hafa getað skilið hana öðruvísi en svo að hún vildi halda samstarfinu áfram. Reynslan er nú slík að varlegt er að treysta á skilning Geirs um þessar mundir. Það var rækilega staðfest í Íslandi í dag þar sem forsætisráðherra varð að éta ofan í sig margar af fullyrðingum sínum fyrir og eftir þjóðnýtingu Glitnis. Frammistaða hans var hreint út sagt sorgleg þar.
Nú verður þjóðin bara að vona að rekunum verði kastað yfir stjórnina umhelgina. Far svo verða mótmælendur að sýna þeirri útför sömu virðingu og þeir sýndu hinum látna og aðstandendum hans við Dómkirkjuna í gær. Þá fer allt vel.
Runólfur Ágústsson: Ríkisstjórnin er dauð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Athugasemdir
Reyndar var spyrillinn svo ákafur að spyrja að Geir hafði varla undan við að' svara því sem hann spurði. En mér fannst hann ekki koma ílla út úr þessu.
Sigvarður Hans Ísleifsson, 22.1.2009 kl. 09:20
Geiri gunga skeit á sig í hundraðasta skipti í Kastljósinu í gær. Vandamálið er að þótt ríkisstjórnin sé dauð og löngu byrjuð að úldna, er líkið sjálft ekki búið að fatta að það er dautt. Þetta er eins og hæna sem búið er að höggva hausinn af, hún spriklar samt og reynir að fljúga af því að hún fattar ekki að hún er dauð. Og það er tímaeyðsla að ætla sér að fara að hafa einhverja virðulega útför fyrir helvítis hræið, hendum því í næstu rotþró ásamt ættingjum þess og vinum.
corvus corax, 22.1.2009 kl. 09:45
Er alveg sammála þér með spyrilinn. Ég hélt að hann myndi kafna í eigin orðaflaumi. Mér fannst Geir koma betur út úr Kastljósþættinum enda spurningrnar málefalegri þar og meiri ró yfir mönnum.
Geir Haarde er góður maður. Mjög góður maður. En hann er því miður rangur maður á röngum stað á kolvitlausum tíma.
Dunni, 22.1.2009 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.