Frábær frammistaða lögreglunnar

Núna fylgist ég med íslenska sjónvarpinu  þar sem ég sit heima hjá mér í Noregi. Verð að segja að ég er ánægður með það sem ég sé.  Mér finnst bæði mótmælendur og lögregla standa sig frábærlega vel.  Mótmælendur eru frekar friðsamir nokkrir séu vopnaðir eggjum. Annars eru það bara dugleg háreysti sem mótmælednur beita era fram þá kröfu sína um að hin vanhæfa ríkistjórn fari frá.

Fólkið náði að umkringja bíl forsætisráðherra og skenkja hinum nokkur egg krydduð með skömmum og það var bara vel gert. Var flott að sjá á sjónvarpsmyndunum hve lögregla meðhöndlaði mótmælendur á mildan hátt.  Þeir hafa sjálfsagt tekið til sín skammirnar frá átökunum við Þinghúsið í gær og það er bara hið besta mál.

Var stoltur af þjóð minni í dag.  Vonandi að mótmælin haldi áfram með þesum hætti þar til stjórnin leggur niður skottið og fer heim.


mbl.is Mótmælendur umkringdu Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svartur á leik er það ekki ?

Krímer (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 23:25

2 Smámynd: Dunni

Jú. Nema hvítur sé mát.

Dunni, 21.1.2009 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband