Stórmerkilegur sigur yfir bankanum vegna vitlausrar ráðleggingar

Það er ekki á hverjum degi sem gamalmenni vinna sigur yfir bönkunum. En það gerðist i Noregi í dag.

Þannig er mál með eftirlaunaþegi í Noregi sem nurlað hafði 500 þúsund NOK og ávaxtað sitt pund í DNB, stærsta banka Noregs, fékk upphringingu frá þjónustufulltrúanum sem sagð að hann fengi miklu meiri afköstun á sparnaðinn sinn með því a færa hann yfir á annan afkastameiri reikning.  Eftir þvarg fram og til baka ákvað gamli maðurinn að treysta þjónustufulltrúanum og skipti um sparnaðareikning.

Seinna kom í ljós að sá gamli hafði tapað helming sparnaðar síns og brást ókátur við.  Hann fór á fund, fyrst þjónustufulltráns og síðan til yfirmanna bankans, en fékk allsstaðar þau svör að hann hefði tekið áhættu og tapað og því yrði hann að bera tapið.

Sá gamli sætti sig ekki við viðbrögð DNB og kærði bankan til bankaeftirlitsnefndarinnar.  Sú felldi dóm í dag og hann er sá að þar sem að "sérfræðingar" bankans hafi logið að gamla manninum um afköstun sparífjárins beri DNB að greiða manninum upp tapið þannig að hann stæði á sléttu miðað við að hann hefði aldrei skipt um reikning.

Datt í hug að þeir Íslendingar sem töpuð á sambærilegum viðskiptum við bankana heima ættu að prófa að sækja peningana sína með því að kæra bankana.  Ríkið er jú ábyrgt núna sem eigandi þrotabúanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband