Aulaskapur Benitez, Skrtel og Reina

BenniAð tapa tveimur stigum á móti Everton í kvöld er algerlega ófyrigefanlegt.  allan fyrri hálfleikinn var Liverpool eins miðlungs firmalið og ógnaði marki Everton aðeins einu sinni er Torres mistókst skotið eftir að hafa farið illa með varnarmennina.

Seinni hálfleikur varaðeins skárri sérstaklega í kringum markið gullfallega hjá Gerrard.  Eftir það var leikurinn hundlieðinlegur þæfingur sem einkenndist af mistökum Benitez, Skrtel og Reina.

Í fyrrsta lagi voru það mikil mistök að skipta Keane út fyrir kerlingu eins og Benayoun. Benayoun er alltaf léttur leikmaður á móti törfum eins og Everton hafa.  Enda sýndi það sig að hann, algerlega að ástæðulausu, kostaði liðið aukaspyrnuna sem Cahill jafnaði úr.  Reina stillti veggnum vitlaust upp og Skrtel stóð hreyfingar laus þegar Cahill reif sig lausan og skallaði auðveldlega, algerlega frír, í markið.  Þetta voru hrikaleg varnarmistök sem skrifast fyrst og fremst á Skrtel og Reina.  Skirtel var reyndar þokkalegur í leiknum en svona mistök gera menn ekki á lokamínútum þegar þeir leiða með aðeins einu marki.

Það verður að segjast eins og er að Reina var langt frá því að sýna einhvern klassa í þessum leik. Allan fyrri hálfleikinn var hann mjög óöruggur og hélt boltanum aldrei fyrr en í annarri tilraun. Úthlaupin voru skelfileg og við getum þakkað fyrir hvað Everton menn voru lélegir í sókninni að nýta sér ekki þau skipti sem hann missti boltann í úthlaupum.

Það fer ekkert á milli mála að Rafael Benitez er ekki í fullkomnu jafnvægi þessa dagana.  Reyndar segir Liverpoolblaðið, Liverpool Daily Post, (Ian Doyle sá blaðamaður sem lengst allra hefur fylgt Liverpool) að hann yfirgefi félagið í sumar vegna þráhyggju eigendanna sem treysta honum ekki 100% fyrir knattspyrnustjórninni. Benni hefur ekki fyrirgefið þeim að hafa látið Barry ganga sér úr greipum í sumar. Vonandi að svo verði ekki.  En hann verður að fá vinnufrið og þau skilyrði sem hann óskar sér.

Ef ég man rétt var það nákvæmlega sama staða sem hann var í þegar hann hætti hjá Valencia.  Hann fékk ekki að ráða 100% hvaða leikmenn hann fékk að kaupa. Og þrátt fyrir að hafa náð frábærum árangri með liðið hætti hann. Og hvað sagði hann þegar hann fór?  "Ég bað um að fá að kaupa borð en stjórnin keypti lampaskerm."

Held að ég taki bara undir orð Sr Fergusons þar sem hann sagði að Rafael væri ekki með sjálfum sér núna.  Ferguson þekkir þessa aðstöðu sjálfur af eigin raun frá 3 árinu sínu á Old Trafford.  Þá leið honum eins og Benna líður núna.

Hvað sem öllum vangaveltum líður verður LFC ekki meistari með þeirri frammistöðu sem liðið hefur sýnt á árinu. Nú er bara janúar svo það er enn von til að Eyjólfur hressist.  En hann verður að vera fullfrískur í maí.   


mbl.is Cahill jafnaði og Liverpool ekki á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hefði nú farið aðeins öðruvísi ef dómgæslan hefði verið betri.
Það var með ólíkindum hvað tefarnir fengu að ryðja niður andstæðinginn.

En mikið rétt hjá þér með spilamensku Liverpool í dag.
En hvað í ósköpunum var Torres að spá þegar hann gat flikkað boltanum vandræðalaust til vinstri, fyrir fætur Gerrard.  Hann var með varnarmenn í sér og markamann inn ... Ég skil þetta ekki allt of eigingjarn þarna

Jón Ingi (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 00:03

2 identicon

Mér fannst Everton betra liðið í kvöld. Og svo er eitt sem ég hef tekið eftir og það er það að Liverpool er að brotna smám saman. Vitiði til eftir nokkrar vikur verða þeir komnir í 4.sætið og Arsenal verða farnir að ógna þeim. Svo er eitt sem ég var að velta fyrir mér, hvað er langt síðan dómararnir hafa dæmt víti á Liverpool??

Helgi (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 00:32

3 identicon

Heppilegt að gleyma HEIMSklassamarkvörslu Reina frá Cahill í þessari "útlistun" þinni á frammistöðu hans. Sérstaklega í ljósi þess að hann gerði engin stórvægileg mistök í leiknum. Líkja má óöryggi hans í fyrirgjöfum við fyrstu snertingu útileikmanns, ekki kvartar maður yfir henni svo lengi sem hann tapar ekki boltanum. Þú hefur samt sérstakt dálæti af því að rakka hann niður, sem er með öllu óskiljanlegt enda með þeim allra fremstu í rammanum í heiminum gjörvöllum. Greutfúlt samt að "tapa" þessum leik, en breytir ekki öllu. Við hefðum alltaf verið í 2. sæti vinni Scumararnir sinn leik.

Gaur (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 01:40

4 Smámynd: Dunni

Heyrðu Gaur.    Ég legg það aldrei í vana minn að rakka menn niður. Ég leyfmi mér samt að gagnrýna menn, sem fá borgað offé fyrir vinnuna sína, ef þeir eru ekki að standa sig.  Auðvitað átti Reina spretti í leiknum. En þeir voru fáir.  Mistök hans, graf alvarleg voru fleiri en "HEIMSklassa" markvörslurnar í gærkvöldi. Þegar það gerist þrisvar í leik að markvörður fer í úthlaup og búmmar 100% á boltan eru það mjög alvarleg mistök.  Þegar markvörður stillir veggnum vitlaust upp fyrir framan sig í aukaspyrnum og fær svo á sig mark, m.a. af því hann sjálfur var ekki tilbúinn eru það graf alvarleg mistök. En ég get ekki tekið undir að Reina sé allra fremstu markvörðum i heiminum. Þá væri hann öruggur í spánska landsliðið.  Því miður. Hann er ekki nógu stöðugur markvörður. Gerir alltof mörg mistök sem kostað hafa okkur alltof marga sigra.

Málið er að Liverpool vinnur ekki meistaratitilinn undir Rafa Benitez ef hann fær ekki að byggja upp að lið sem hann vill nota. Rolls Royce er byggður upp með miðlungs verkfærum.  Annað hvort verða hinir isvitru eigendur félagsins að verða við óskum Benna eða hann einfaldlega fer.  Það eru margir sem gætu hugsað sér að nýta starfskrafta hans.

Helgi.  Er ekki sammála því að Everton hafi verið betra í leiknum.  Leikurinn var að mestu hnoð, eins og oftast á milli þessarra liða, nema um miðjan seinni hálfleikinn þegar Gerrard skoraði markið frábæra.  Þá átti Liveroop ca 15 minútur með toppklassa fótbolta.

Dunni, 20.1.2009 kl. 06:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband