Formannskjörið í Framsókn í dag sýnir enn og aftur að ekki er hægt að ljúga neinu upp á Framsóknarmenn. Hvernig á að vera hægt að treysta flokki sem ekki kann að telja? En það má þó Haukur Ingibergsson, kjörstjórnarformaður eiga að hann sagði af sér eftir mistökin.
En hvað um það. Einhvern veginn held ég að Framsókn hafi valið sér góðan formann. Hann kemur alla vega ferskur inn í forustuna og vonndi að honum takist að uppræta Halldórsspillinuna sem þjakað hefur flokkinn síðustu árin.
Það verður spennandi að fylgjast með hinum ungu leiðtogum, Sigmundi og Birki Jóni. Þeir eiga ærinn starfa fyrir höndum ætli þeir sér að koma flokknum upp í svipað fylgi og hann hafði upp úr miðri 20. öldinni. Það tekst ekki með því einu að ætla að vinna samkvæmt gömlu gildum flokksins einum saman. Þeir verða að byrja á að moka út úr fjósinu og endurnýja kúastofninn í þingflokknum. Fortíðarvandinn og illdeilurnar verða að hverfa ef unga forystan ætlar að eiga minnstu von um traust fólksins.
Hvort gömlu valdaklíkurnar láta hreinsanir ungmennanna yfir sig ganga eigum við eftir að sjá. Líklegra þykir mér að flokkurinn sinni eftir sem áður hagsmunagæslu fyrir Finn Ingólfsson og Ólaf í Samskipum.
![]() |
Sigmundur kjörinn formaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
-
stebbifr
-
adhdblogg
-
alla
-
adalsteinnjonsson
-
arogsid
-
pelli
-
kaffi
-
beggipopp
-
bjarnihardar
-
bokakaffid
-
gattin
-
disadora
-
fannarh
-
gislisig
-
gretaulfs
-
gretarro
-
jyderupdrottningin
-
gudrununa
-
gthg
-
hafsteinnvidar
-
heidistrand
-
hehau
-
helgigunnars
-
hermingi
-
drum
-
disdis
-
ingabaldurs
-
veland
-
jakobk
-
jonkjartansson
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonerr
-
kalli33
-
ktomm
-
loopman
-
st1300
-
7-an
-
palmig
-
krams
-
ragnarb
-
raggiraf
-
ragnar73
-
ridartfalls
-
sng
-
snorribetel
-
vefritid
-
thormar
Athugasemdir
Þú heldur það,
Lestu þetta: http://torfis.blog.is/blog/torfis/entry/774947/
Aftursóknarmaðurinn (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 19:43
Þetta var fróðleg lesning. Takk fyrir ábendinguna.
Dunni, 18.1.2009 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.