Það þarf engan spámann til að segja okkur að nauðungaruppboðum á íbúðarhúnsæði kemur til með að margfaldast á næstu 2 - 3 árum. Ríkisstjórnin hefur enn ekki lagt öll spil á borðið og það les ég sem að það verði ekki bara árið 2009 sem verði þjóðinni erfitt eins og Geir og Ingbjörg hafa hamrað á.
Hvað sem orðum ráðgerranna líður er ljóst að það verður veisla hjá hrægömmunum sem nýta sér neyð annarra til að fjárfesra, ódýrt, í húsnæði fórnarlamba efnahgashrunsins. Síðan leiga þeir húsin aftur, kannski til fyrri eigenda, á okurprísum miðað við efnahagsástand.
Ef almenningur á ekki að blæða holundarsári vegna húsnæðisskulda verður ríkið að grípa inní með miklu sterkari aðgerðum en talað hefur verið um. Reyndar skilst mér að ekki sé nema lítill hluti neyðarpakkans sé kominn í framkvæmd.
Hundruð eigna enda á uppboðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
- Orange Tours Dekur og Spaferðir
- Flickr Myndirnar mínar
- AP
- Samfylkingin
- Vinstri grænir
- Frjálslyndir
Bloggvinir
- stebbifr
- adhdblogg
- alla
- adalsteinnjonsson
- arogsid
- pelli
- kaffi
- beggipopp
- bjarnihardar
- bokakaffid
- gattin
- disadora
- fannarh
- gislisig
- gretaulfs
- gretarro
- jyderupdrottningin
- gudrununa
- gthg
- hafsteinnvidar
- heidistrand
- hehau
- helgigunnars
- hermingi
- drum
- disdis
- ingabaldurs
- veland
- jakobk
- jonkjartansson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- kalli33
- ktomm
- loopman
- st1300
- 7-an
- palmig
- krams
- ragnarb
- raggiraf
- ragnar73
- ridartfalls
- sng
- snorribetel
- vefritid
- thormar
Athugasemdir
Það væri nú bjarnargreiði við íbúðareiganda sem lendir á uppboði ef enginn mætti á uppboð af ótta við að fá á sig stimpil hrægamms hjá þér og fleirum..
Þeim mun fleiri sem mæta á uppboð og bjóða í, þeim mun líklegra er að hærra verð fáist fyrir íbúðina. Ef enginn kemur fer hún á lægsta verði til kröfuhafa en eftirstöðvar skuldarinnar sitja eftir hjá fyrri eiganda.
Það má færa rök fyrir því að ef hús sem keypt var á kanski 50 millur fyrir ári fari á 30 á uppboði að það sé ódýrt. Það má líka færa rök fyrir því að það sé bara raunhæft verð miðað við ástand og horfur á lánamörkuðum.
Landfari, 9.1.2009 kl. 10:30
Ég vil benda þér á
Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 10:36
Ég vil benda þér á Landfari að það getur vel verið að ástand og horfur á lánamörkuðum séu svona, en ekki hinseigin og þú hafir gríðarlega mikið vit á því öllu og hvernig hrægammar eða ekki hrægammar hegða sér á þeim markaði. Við erum að tala um að bankahrun og óðaverðbólgu, gengishrun vegna óráðsíu spilltra gróðapunga og stjórnmálamanna, sem leiðir til þess að eigir fólks verða teknar og heimilin seld á nauðungaruppboðum. Mér er fjandans sama hvað þér finnst raunhæft ástand á lánamörkuðum - þegar hrægammarnir bjóða slikk í íbúðir barnafjölskyldnanna og gamla fólkið er leitt út af hjúkrunarheimilunum í sparnaðarskyni er öll þín raunhæfni lítils virði.
Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 10:54
Látum þetta hrynja allt yfir banka pakki og hættum að hlust á varðmenn kerfisins svo og samfylkinguna sem ætlar að leysa öll mál með EBS og gefa vatnið okkar
ADOLF (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 12:08
Gísli minn, það er ekki flókið að skilja að því hærra verð sem fæst fyrir íbúð á uppboði þeim mun lægri verður skuldin sem eftir stendur ef ekki næst að fá fyrir henni allri.
Það gildir líka fyrir íbúðir barnafjölskyldna eins og annara en þær hafa í flestum tilfellum enn meiri þörf fyrir að fá sem hæst verð.
Ef þú skilur það ekki þá get ég ekki hjálpað þér.
Eg ég lenti í þeim nöturlegu aðstæðum að missa mína íbúð, sem ég keypti í fyrra, á uppboð þá finndist mér hart ef aðeins einn kæmi að bjóða í hana. Lítil von til að hann hækki stt fyrsta boð e fenginn er til að bjóða á móti honum.
Varðandi síðustu athugasemdina þína þá er það nú einmitt raunhæfnin sem mikils virði í þessum aðstæum sem við búim við i dag. Það einmitt óraunhæfnin sem hefur leitt okkur í þessar þrengingar sem við búum við í dag.
Það var óraunhæft mat bankastjóranna á eigin færni sem leiddu þá í þrot.
Það voru óraunhæfar kröfur um laun sem klufu þá og aðra (þouliðið) frá þjóinni.
Það var óraunhæft mat á stöðu bankanna og fyrirtæka sem gerði það að verkum, ásamt öðru, að fyrirtækjum var lánað hundruðir milljarða út á haldlaus veð.
Það vorur óraunhæfar áætlanir sem þöndu ríkisbákinið út á tímum góæris sem verða þess valdandi að nú þarf að skera niður sem aldrei fyrr.
Það eru einmitt óraunhæfar áætlanir sem valda því að íbúðir barnafjölskyldna fara á uppboð og gamla fólkið er leitt út af hjúkrunarheimilum.
Þér á eftir að farnast illa ef þú telur engu máli skipta hvort það sem þú gerir er reunhæft eða ekki.
Landfari, 9.1.2009 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.