Íslenskir fjölmiðlar ónýtir eða ekki

Íslenskir fjölmiðlar starfa í afar erfiðu umhverfi þar sem fámennið er.  Það er alltaf verið að fjalla um eitthvað sem tengist einhverjum á viðkomandi fjölmiðli.  Það er erfitt.

Flest munum við hvernig ástandið var þegar öll dagblöð voru flokksblöð.  Þá bar Mogginn höfuð og herðar yfir öll önnur dagblöð í skjóli fjármagns eigenda  Árvakurs denda stóð blaðið vel vörð um hagsmuni eigenda sinna og hagsmunavörslu Sjálfstæðisflokksins.  Alþýðublaðið,Tíminn og þjóðviljinn voru smáblöð sem börðust í bökkum og lifðu á góðvilja starfsfólks og nokkurra manna sem höfðu efni á að henda einhverjum krónum í rekstur þeirra.  Þau stóðu nánast aldrei undir sér sjálf.

RÚV-ið hefur alla tíð haft sérstöðu og verið ábyggilegasti fjölmiðill landsins þó oft hafi þar ógeðfelld ritstýring einnig átt sér stað. Einkum þegar ráðamenn í samfélagsins í það og það sinn ákváðu hvað mætti birta og hvað ekki.  Ég treysti alla vega RÚV best þegar fréttir eru annars vegar.

Stöð 2 og Fréttablaðið og þar með vísir.is eru nú eins og Mogginn var á síðustu öld. Fyrst og fremst málpípa og hagsmunaverkfæri eigenda sinna.  Dagblaðið er handónýtt eftir uppákomuna á rtistjórninni í haust. 

Nú þurfum við á nýjum frjálsum fréttamiðlum að halda. Sennilega er það vegna vantrausts á fjölmiðlum sem ekki hefur tekist að halda úti frjálsum og óháðum dagblöðum á landinu. Að það skuli aðeins vera 2 dagblöð á landinu sem standa undir nafni er með ólókindum í samanburði við það sem er í nágrannalöndunum.  Í Noregi eru t.d gefin út flerir tugir dagblaða og varla finnst svo ómerkileg krummaskuð að ekki sé gefið þar út blað. 


mbl.is Flestir treysta RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dunni
Dunni

Strákur frá Eskifirði sem starfað hefur við sjómennsku, blaðamennsku, kennslu og ýmis önnur störf frá fermingarárinu 1966. Bý og starfa í höfuðborg konungsríkisins Noregs núna og þvælist mikið í fjölmenningarsamfélagi borgarinnar.

orangetours.no 

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlistarspilari

Alvin Lee - 11 - Love Like A Man [Live]

Nýjustu myndir

  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Búsáhaldabyltingin
  • Dirk Kuyt Liverpool T
  • Hermann Hreiðarsson stoppar Helstad
  • Illugi Gunnarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband